Vísir - 05.01.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 05.01.1980, Blaðsíða 3
vísm Laugardagur 5. janúar 1980 Þessi mynd var tekin á þrettándafagnaði i Keflavik i fyrra, en útlit er fyrir að enginn slikur fagnaður verði f ár. Visismynd-.Heiðar Baldursson rota jól- ín! Huglelðiiig um þrettándann 3 Þrettándinn er stytting úr „þrettándi dagur jóla” og var hann talinn fæðingardagur Jesú. En þegar sú tign var af honum tekin og 25, desember tal- inn fæðingardagur frelsarans I staðinn, hiaut hann viröingar heitið „epiphania”, opinberun. Þá var látið svo heita, að Kristur hefði á þessum degi opinberast með þreföldum hætti hér á jörðu: með tilbeiöslu vitringanna, skirninni i Jördan og brúðkaupinu i Kana. Vegna fyrsttöldu opinberunarinnar heitir þrettándinn á sumum málum „dagur hinna þriggja heilögu konunga”. Þá hefur dagurinn verið kall- aður „gömlu jólin” sumstaðar á landinu. Vera kann að það heiti stafi af þvi, að árið 1700 var allt tlmataliö fært tð um 11 daga og að þá hafi sumt fólk átt erfitt með aö botna i þeirri röskun. Samkvæmt þjóðtrúnni gerist ýmislegt á þrettándanótt. Álfar bregða á leik, kýrnar tala á básunum og vatn verður að víni, en þvl miður aðeins sem snöggvast. Þá er talið vænlegt að liggja á krossgötum, en það taldist f fyrndinni til gaidra og fordæðuskapar og var viða bannað með lögum að viðlagðri steikingu yfir hægum eldi. Allt þetta, og margt til, sem á að gerast á þrettándanótt, á einnig við um áramótin. Menn greinir á um hvort þetta eigi aðeins við um þrettándakvöldið eða að þetta gerist aðeins á nýársnótt, aðrir telja báðar næturnar jafnar að þessu leyti og bæta þar að auki við jólanótt- inni. Hvað sem þvi iiður, er þrettándinn siðasti dagur jóla og þá fer siðasti jóiasveinninn til fjalls. Oftast var (og er) mik- iðum dýrðir, vel haldið úl i mat og drykk og mikiö spiiað. Það var stundum kallað að rota jólín. Þrettándafagnaðir eru orðnir siðvenja á mörgum stöðum á landinu, ómissandi þáttur i bæjarlifinu. Annars staðar eru engar slikar skemmtanir haldn- ar og þ-ettándinn likur öðrum dögum, nema hvað sumir taka niður jólaskrautið i húsum si'n- um og hafa ögn meira fyrir matnum. Enginn þrettándafagnaður er til dæmis i' Reykjavik, stærsta bæjarfélagi landsins. Við höfðum samband við nokkra staði Uti á landi, þar sem þrettándafagnaður er orðinn hefð og forvitnuðumst um hvernig menn þar ætluöu aö halda upp á þrettándann. Dúndurstuð í Eyjum 1 Vestmannaeyjum er jafnan mikið um að vera á þrettándan- um og óvist að annars staðar á landinu sé meira um dýrðir, enda tekur obbinn af bæjar- bUum þátt i fagnaðinum. „Þetta er i 31. skipti, sem íþróttafélagið Týr sér um þrettándagleðina”, sagði Guðmundur Þ.B. Ólafsson, formaður Týs. „Það er byrjað með þvi, að kveikt er á risastórum stöfum i fjallinu Há, og þar stendur TÝR. Þarna logar fram eftir kvöldinu. Siðan koma þrettán jólasveinar meö blys af fjöllum ofen og á meðan þeir koma sér niður, er mikil flugeldasýning. Þá koma Grýla og Leppalúði ásamt einum jólasveini akandi I skrautvagni. Fólkið safnast aftan við skrautvagninn og gengur fylktu liði um bæinn. Fyrst er gengið að elliheimilinu og þar verður dansað i kringum jólatré og skotið flugeldum fyrir vistmenn. Þá er gengið upp á malarvöllinn við Löngulág. Þar er mikill bálköstur og verður kveikt i honum. Við bálköstinn bætast i hópinn álfar, tröll og alls kyns forynjur. Við bálköst- inn verður mikið dansað og mikið sungiö og Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur. Skemmtunin við Löngulág lýkur meðglæsilegri flugeldasýningu. Siðan er gengið að sjúkra- húsinu og flugeldum skotið á loft fyrir sjúklingana. Eftir það hverfa jólasveinar til fjalla og skemmtuninni lýkur. Þeir aðilar, sem leggja Tý lið við þessa skemmtun eru Samkór Vestmannaeyja, Kirkjukórinn og Lúðrasveit Vestmannaeyja. Og bæjar- sjóður tekur þátt i kostnaðinum. Þrettándagleðin er alltaf stórviðburður i Vestmannaeyj- um og þorribæjarbúa tekur þátt i göngunni eða fylgist með gleöinni á einn eða annan hátt og er oftast „dúndurstuð” í Eyj- um á þrettándanum.” Mosfellingar flýta þrettándanum um einn dag Karlakórinn Stefnir og Leikfélagið I Mosfellssveit standa fyrir þrettándafagnaði i Mosfellssveit. Hjónin Sigriður Þorvaldsdóttir og Lárus Sveins- son hafa allan veg og vanda af uppfærslu skemmtiatriöa, sem veröa flutt í Félagsgaröi í Kjós. „Þaö verður ýmislegt til skemmtunar, kórsöngur, hljóð- færaleikur, upplestur og leik- sýning, auk flugeldasýningar og brennu”, sagði Sigriður Þorvaldsdóttir. „Karlakórinn Stefnir syngur karlakóralög og jólalög. Þá verður leikið á lágfiðlu og pianó, Leikfélag Mosfellssveitar flytur ljóð og leikþátt og ávörp verða flutt. Um miðnætti verður kveikt á bálkesti og vegleg flugeldasýn- ing verður á meðan bálköstur- inn brennur. Alfar dansa kring- um köstinn að góöum og gömlum sið. Stefnur (eiginkonur kórfélaga) munu bera fram veitingar, kaffi og heimabakað brauð. A eftirveröur svo stiginn dans i félagsheimilinu.” Þetta er I þriöja skipti sem slíkur þrettándafagnaður er haldinn i Mosfellssveit. En Mos- fellingar flýttu þrettándanum um einn dag að þessu sinni til þessað geta stigið dansinn leng- ur fram eftir nóttu, og verður fagnaðurinn þvi haldinn i kvöld. Sætaferðir verða frá Brúarlandi aö Félagsgarði klukkan 20 og 20.301 kvöld. Diskójólasveinar á Akureyri Akureyringar láta sig ekki muna um það og kveikja I Noröurpólnum á þrettándanum. Norðurpóllinn er gamalt timburhús,sem varrifið og flutt á bálköst sem er á Iþróttasvæði Þórs I Glerárhverfi. „Það verða hátt á annað hundraö manns sem leggja hönd á plóginn til að þrettánda- gleðin verði sem glæsilegust”, sagði Haraldur Helgason, for- maður Þórs, en félagið hefur haldið þrettándaskemmtanir á Akureyri áratugum saman. „Alfar munu dansa við bál- köstinn og jólasveinar, púkar og tröll koma i heimsókn. Þá munu skátar sjá um geysivandaða og glæsilega flugeldasýningu. Alfakóngur og álfadrottning , koma akandi inn á svæðið. Þá ætlum við að leiða saman nýja timann og gamla timann, þvi diskódansandi jdlasveinar ætla aö koma i heimsókn. Það verða þvi hefðbundnir jóla- sveinarog diskójólasveinar sem leiða saman hesta sina”. Þrettándagleðin á Akureyri hefst klukkan fimm og á aö vera lokið um sjö leytið. Selt verður inn á svæðið og aðgangseyrir verður þúsund krónur fyrir börn og fimmtán hundruð fyrir fullorðna. Glæsilegir hljómleikar á Selfossi ÞrettándahátiðSelfyssinga að þessu sinni verður aðallega I formi hljómleika. Þeir verða haldnir I iþróttahöllinni á Selfossi klukkan 22. Agóði af þessum tónleikum rennur óskiptur til Steindórs G. Leifs- sonar, ungs Selfossbúa sem hef- ur dvalið á sjúkrahúsi siðast- liðin þrjú ár vegna afleiðinga umferðarslyss. Aður en hljómleikarnir hefjast, eða klukkan 20, hefst dagskrá ungmennafélagsins með blysfór frá Tryggvaskála. Gengið verður aö Iþrdttavellin- um, þar sem fram fer álfadans, flugeldasýning og kveikt verður á bálkesti. Allir skemmtikraftarnir, sem fram koma á hljómleikunum i iþróttahöllinni, gefa vinnu sina, en þeir eru Brimkló, Brunaliðið, Halli og Laddi, HLH-flokkurinn, Rut Reginalds, Strengjasveitin og fleiri. Sætaferðir verða frá Hveragerði, Stokkseyri og Eyrarbakka og verður fritt far. — ATA Clnb STÓIAR (!R BEVKIOG CANVAS AÐKIÍNS KR-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.