Vísir - 05.01.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 05.01.1980, Blaðsíða 8
vtsm Laugardagur 5. janúar 1980 8 utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davlð Guðmundsson Ritstjórar: ölafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snaeland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Halldbr Reynisson, Jónina Michaelsdbttir, Katrin Pálsdóttir, Páll Magnússon, Sigurveig Jónsdbttir, Sæmundur Guðvinsson. iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. André'sson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, slmi 86611 7 linur. Askrift er kr. 4.500 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu 230 kr. eintakið. Prentun Biaðaprent h/f Byssukúla frá 17. öld Enn virðist langt í land með að bandarísku gíslarnir I sendiráð- inu í Teheran losni úr prísund Khomeinis erkiklerks og áhang- enda hans. Venjulegar samningaleiðir i milliríkjaskiptum eru fráleitar í hugum þeirra of stækisf ullu öfgamanna, sem ráða nú lögum og lofum í (ran og átrúnaðargoð þeirra virti ekki framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, Kurt Waldheim viðlits, er hann tók sér ferð á hendur til íran i vikunni til þess að leita sátta. Við vesturlandabúar eigum erfitt með að setja okkur inn í hugarheim þessara miðaldar- manna, en gerum okkur þó grein fyrir eftir það sem á undan er gengið, að nær útilokað er fyrir okkur að ná sambandi við þá, sökum þess að þeir tala og hugsa á allt annarri bylgjulengd, ef svo má að orði komast. Engu að síður er bráðnauðsyn- legt fyrir okkur að reyna að átta okkur á við hvaða fyrirbæri þarna er að eiga og til hvers aya- tollarnir og lærisveinar þeirra eru vísir. Fáum hefur tekist betur að lýsa upp baksvið þeirra atburða, sem nú eiga sér stað i írönsku þjóðlífi, en Mohammed Heikal, fyrrum ritstjóra Kairoblaðsins Al-Ahram, en honum gafst ný- verið tækifæri til þess að fylgjast með Khomeini og klerkum hans og eiga löng og ítarleg viðtöl við leiðtogann sjálfan í borginni Qom, þar sem hann hefur bæki- stöðvar sinar. Vísir birti í gær úrdrátt úr frá- sögnum Heikals, en þar kom Ijós- lega fram, að fyrirmynd sína sækir Khomeini til spámanns, sem uppi var á 17. öld og megin- boðorð hans var „Ráðfærðu þig við hjarta þitt og ekkert annað". Vegna ákveðinna trúarlegra flokkadrátta á 17. öld segir Heikal að Khomeini sé tortrygg- inn á allt samningamakk og málamiðlanir, hvort sem Sam- einuðu þjóðirnar eigi í hlut eða aðrir alþjóðlegir aðilar. Þegar ráðgjafar hans, sem ekki láti að hans mati nægilega stjórnast af slnum innra manni, hefja að ræða um alþjóðlegar kringum- stæður bandi hann þeim burtu. Ef sannleikurinn og kringum- stæðurnar fari ekki saman, verði að breyta kringumstæðum en ekki sannleikanum. Khomeini trúi á að það, sem hann haf i hrundið af stað sé bar- átta milli sannleikans og lyg- innar, rétts og rangs. Hann sé Khomeini erkiklerkur f tran er tákn hins blinda ofstækis miöalda og skynjar hvorki né skilur alþjóöasamskipti tuttugustu aidar innar. Þótt svolítil von sé til aö vopn fslömsku byltingarinnar séu aö snúast i höndum hans er erfitt aö segja um, hve lengihann á eftir aö valda þjóöum heims áhyggjum. sautjándu aldar maður, sem skotið hafi verið inn á tuttugustu öldina eins og byss.ukúlu, — kúlu, sem knúin sé af krafti fornaldar, og enginn viti, hvað þessi kúla eigi eftir að brjóta niður nú eða í framtíðinni. Það sé vandamálið. Þetta er myndræn og glögg lýs- ing. Fyrrum forsætisráðherra Irans, Shapur Baktiar, sagði í vikunni er hann ræddi við frétta- menn í Paris, að hann hefði ekki trú á að Khomeini tækist að sitja að völdum i íran út þennan vetur. Ekki er víst að Baktiar reynist sannspár, þótt Ijóst sé að aukins óróleika sé farið að gæta meðal æðstuprestanna í (ran upp á síð- kastið og meira beri nú á öflum, sem andsnúin séu Khomeini þar í landi en áður var. Vopn íslömsku byltingarinnar eru því að ein- hverju leyti farin að snúast í höndum hans. Khomeini, sem kominn er undir áttrætt, gæti þó orðið við völd enn um sinn og valdið þjóð- um heims auknum áhyggjum með einstrengingslegri afstöðu sinni og ofstæki, grundvallaðri á hugsunarhætti, sem á engan hátt er í takt við þá tíma, sem við lif- um. Fitusýrur úr sjávardýrum vörn gegn hjarta- og æöasj úkdómum? Margt bendir til þess að efni, sem i mörgum sjávardýrum — bæði fiskum og hvölum — dragi úr hættunni á blóðstorku og blóðtappamyndun og gæti þannig orðið vörn gegn hjarta- og æðasjúk- dómum. Þetta kemur fram i athyglisverði grein, sem Snorri Páll Snorrason, yfirlæknir á lyflækninga- deild Landspitalans, skrifar i Fréttabréf um heil- brigðismál, og fara kaflar úr greininni hér á eftir. A alþjóölegu læknaþingi sem haldiö var i London siöastliöiö sumar vöktu einna mesta athygli niöurstööur rannsókna á efnasamböndum þeim sem einu nafni nefnast prostaglandin. Efnasambönd þessi myndast i likamsvefjum manna og viröast gegna hinum margvislegustu hlutverkum viö störf liffæranna. Fjölbreytniog fjölhæfni þessara efna viröist raunar vera slik aö þau taki þátt I störfum flestra eöa allra liffærakerfa likamans og eigi þannig þátt i aö viöhalda eölilegu likamsstarfi og heil- brigöi likamans. Af þvi leiöir jafnframt aö þessi efni hafa mikilvægu hlutverki aö gegna til varnar þegar sjúkleika ber aö höndum. 1 framhaldi af þess- um uppgötvunum hafa menn byrjaö aö vinna þessi efni úr vefjum likamans og nota þau I lækningaskyni. Mikilla framfara að vænta Prostaglandin-efnin myndast i likamanum úr fjölómettuöum fitusýrum sem menn fá úr fæö- unni. Hinar ýmsu fæöutegundir innihalda mjög mismikiö af fitusýrum þessum og eru nú uppi kenningar um aö skortur á þessum fitusýrum i fæöunni geti valdiö heilsutjóni og aö riflegir skammtar geti aftur á móti komiö i veg fyrir eöa dregiö úr alvarlegum sjúkdómum svo sem blóötappa (blóösega) og æöakölkun. A alþjóöalæknaþinginu I London flutti Bretinn dr. J. Vane fyrirlestur um eitt af prostaglandin-efnum prostacyclin.sem hann og sam- starfsmenn hans uppgötvuöu áriö 1976 og vakiö hefur feikna athygli. Efni þetta víkkar út slagæöar og dregur þannig úr slagæöaþrengslum og bætir blóörás til viökomandi liffæra. Auk þess hefur prostacyclin reynst kröftugasta efni sem til þessa hefur fundist til aö koma I veg fyrir blóösegamyndun (blóöstorku). Prostacyclin myndast I æöa- veggjum likamans úr arachidonsýru en fitusýru þessa er ab finna i frumuveggjum hvarvetna i æöakerfinu. Notkun prostacyclins gegn framan- greindum sjúkdómum er enn á tilraunastigi, enda hefur efniö » enn ekki verib framleitt til al- mennrar notkunar. A þinginu kom fram aö innan fárra ára yröi aö vænta mikilla framfara I meöferb hjarta- og æöasjúk- dóma, þar á meöal kransæöa- stiflu, meö lyfjum sem heföu eiginleika prostacyclins. Heilsufar Eskimóa Frá þvi var skýrt á áöur- nefndu læknaþingi aö danskir visindamenn sem starfa viö Álaborgarspitala hafi á undan- förnum árum rannsakaö matar- æöi og heilsufar Eskimóa i norö- vestur Grænlandi. Þessar rann- sóknir hafa leitt i ljós aö krans- æöastifla, og æöakölkun yfir- leitt, er ákaflega sjaldgæf meöal þessara manna. Einnig kom I ljós aö blóöfita, þ.e. kólesteról og triglyceribar, er miklu minni hjá þeim en meöal annarra Vesturlandabúa. Dönsku visindámennirnir geröu einnig samanburb á mtararæði Græplendinganna og Dana. Sýndu þeir fram á aö fitu- sýrusamsetning i fæðu Eskimó- anna er allt önnur en tiökast hjá Dönum. Þaösem aöallega stakk i stúf var aö I fæöu Eskimóanna var margfalt meira af fitusýru sem heitir eicosapentaenoic- sýru.en þessi fitusýra breytist I likama manna i efni náskyld prostacyclin og meö svipaöa eiginleika, þ.e.a.s. dregur úr hættunni á blóöstorku og blóö- tappamyndun. Þessa fitusýru er aö finna i fitu sjávardýra en hjá þeim er hins vegar miklu minna en I fitu landdýra af fitusýrum sem hafa þá eiginleika aö auka hættuna á blóöstorku. Fitusýruinnihald I blóöi Eski- móanna reyndist vera i sam- ræmi viö mataræöiö og I ljós kom að Eskimóarnir hafa vissa tilhneigingu til óeölilegra blæö- inga eftir áverka. Niöurstaða Dananna var sú aö fitusýrur þessar I sjávardýrum sem Eski- móar neyta komi i veg fyrir blóöstorku og þar meö æöa- stiflu, svo sem kransæðastiflu. Jafnframt koma þær I veg fyrir óeölilega mikla blóöfitu, einkum kólesteról. Stuölar þetta einnig aö þvi að vernda þá fyrir æöa- kölkun aö áliti vlsindamann- anna. Mikið þorskalýsi Bent er á aö i þorskalýsi sé mjög mikiö af þessari „hollu” fitusýru, eicosapentaenoic-sýr- unni, og þvi kunni aö vera tima- bært að menn byrji nú aftur aö neyta lýsis i heilsubótarskyni. Samkvæmt upplýsingum frá dr. öldu Möller matvælafræöingi um mælingar á innihaldi ýmissa . sjtávarafurða af eicosapenta- 'enoic-sýru rannsóknir aö mjög mikiö er af sýru þessari I þorskalýsi, einnig i sild, brisl- ingi, loönu, lúöu, karfa, laxi, murtu, silungi og steinbit en minna I öörum fisktegundum. í spiki hvala og sela er einnig hlutfallslega mikiö af þessari fitusýru. Menn hafa lengi vitaö aö fjöl- ómettaöar fitusýrur, eins og soyaolia og maisolia, draga úr blóöfitu, þ.e. kólesteróli, og hefur veriö ráölagt aö auka neyslu þeirra en draga jafn- framt úr neyslu á mettaöri fitu úr dýrarikinu. Framangreindar rannsóknir benda hins vegar til aö þaö skipti máli aö nóg sé af einstökum fitusýrum, eins og eicosapentaenoic-sýru, i fæöu manna en hins vegar hafi ýmsar aörar fjölómettaöar fitusýrur engin áhrif, hvorki til né frá, i þessu sambandi. Reynist þessar kenningar réttar væri væntanlega æskilegt aö neysla á fiski og fikskaf- uröum ykist en kjötneysla minnkaöi áb sama skapi, en þróunin i velmegunarlöndum á siöustu áratugum hefur einmitt gengið i gagnstæöa átt, svo sem kunnugt er.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.