Vísir - 07.01.1980, Side 1

Vísir - 07.01.1980, Side 1
verKamannasámbaiidÍð Hrekar steihu "sfnaTvTsltölumilínur111 Litlar llkur á samstööu innan Albýðusambandsins t lok ráðstefnu Verkamanna- sambandsins i gær var sam- þykkt að falla ekki frá fyrri kröfum um að verðbætur á laun yrðu reiknaðar i krónutölu. Sú tillaga sem samþykkt var felur i sér, að reiknaðar verði bætur á laun sem nema 300 þúsund krónum á mánuði og sú krónu- tala verði síðan látin gilda niður launastigann, á laun sem eru á bilinu 3-400 þúsund komi prósentubætur eins og verið hefur, en á iaun þar fyrir ofan komi krónutölubætur sem mið- ast við 400 þúsund króna mán- aðarlaun. „Aður en þessi tillaga var samþykkt, var felld tillaga um, að kauphækkanir yrðu stiglækk- andi eftir þvi sem ofar dregur i launastiganum. Það var greini- legt, að menn eru búnir að fá meira en nóg af þvi visitölu- kerfi, sem rikt hefur og einungis tveir fulltrúar greiddu atkvæði gegn þeirri samþykkt, sem gerð var”, sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSI, i samtáli við Visi i mogun, en Guðmundur var meðal þeirra, sem stóðu að þeirri tillögu, sem var felld. ,,Ég vil ekki afskrifa það, að samkomulag náist innan ASI þrátt fyrir þessa niðurstöðu Verkamannasambandsins, en það er ekkert gefið i þeim efn- um”, sagði Guðmundur. ,,Ég sé ekki, að þessi sam- þykkt útiloki það að samkomu- lag náist innan Alþýðusam- bandsins, og Verkamannasam- bandið hefur með henni sýnt ákveðinn sveigjanleika, miðað við fyrri ályktanir, en ég skal ekkert segja um hver niðurstað- an verður,” sagði Snorri Jóns- son, forseti ASI i morgun. ,,Ég vil ekkert segja um ályktun Verkamannasam- bandsins á þessu stigi, en stefna BSRB er hins- vegar skýr. Við viljum ákveða launabil i samn- ingum með ákvörðun grunn- launa. Siðan verði þvi bili haldið með verðbótum I prósentum” sagði Kristján Thorlacíus, for- maður BSRB. „Mér finnst óeðlilegt að aðrar reglur um verðbætur gildi innan ASI en annars staðar i þjóð- félaginu eins og gerðist, ef ályktun Verkamannasam- bandsins næði þar fram að ganga.Við höfum búið við verð- bætur i prósentum i marga ára- tugi og teljum að svo eigi áfram að vera,” sagði Guðjón Jónsson, formaður Félags járniðnaðar- manna. Hfemmur Vésturberg mmrntmummu Einn vagnanna fjögurra, sem skemmdust. Eins og sjá má er tjónið mikið. Visismynd: JA Allt bendir til stórsigurs Indiru Gandhi og Kongressflokksins i kosningunum á Indlandi. Flokkur hennar hefur unnið 71 af 95 kjör- dæmum, þar sem úrslit liggja fyrir, og hefur forystu i flestum öðrum, þar sem talning er hafin. — Er Kongressflokknum spáð 2/3 meirihluta fylgi i neðri deild þingsins. — Kjörsókn var dræmari en 1977, eða aðeins um 50%, og er kennt um þreytu kjósenda á stjórnmálaástandinu og kalsaveðri i norðurhéruðum landsins. — Sjá nánar á bls. 5. Ránið I Sandgerði enn óupnlýst Rannsókn Sandgerðismálsins hefur enn ekki borið árangur og þjófurinn ófundinn, samkvæmt þvi sem Rannsóknarlögregla rikisins sagði i morgun. Það var að morgni 2. janúar sem ráðist var á póstmeistarann i Sandgerði og stolið um 400 þúsund krónum úr peningaskáp póst- hússins. Sleitulaust hefur verið unnið að rannsókn málsins siðan og nokkrir hafa verið yfirheyrðir, en enginn virðist hafa oröið var við ferðir þjófsins. — SG Milljónatjón á athafnasvæði Strætisvagna Reykjavíkur: MANNLAUS STRÆTISVAGN ÖK A ÞRJA AÐRA VAGHAI Fjórir nýlegir strætisvagnar skemmdust mikiö er óhapp varö á athafnasvæði Strætisvagna Reykjavikur á Kirkjusandi á fimmtudaginn. Mannlaus strætisvagn, sem skilinn haföi veriö eftir I gangi, fór af staö og ók á þrjá aöra vagna. „Það verður að flokka þetta óhapp undir mannleg mistök”, sagði Haraldur Þórðarson hjá SVR i samtali við Visis i morg- un. „Hemlabúnaðurinn og gir- skiptingarnar vinna á þrýsti- lofti. Meðan vagnarnir eru að ná upp vinnuþrýstingnum þarf að gæta vissrar varúðar. Einn starfsmaðurinn hafði gangsett strætisvagninn og ekki gætt að þvi að bllinn var i gir. Starfsmaðurinn fór út úr vagn- inum til að gæta að einhverju, en þá náði billinn upp vinnu- þrýstingnum og rann sjálfkrafa af stað, mannlaus. Þetta gerðist um miðnætti á fimmtudag og þröngt á stæðun- um og auk þess hálka. Þegar eitthvað fer I gang undir þessum kringumstæöum, er alltaf hætt við að það veröi dálitið stórbrot- ið”. Ekki er búið að meta tjónið, sem varð á vögnunum, en ljóst er að það nemur milljónum, ef ekki tugmilljónum króna. A.T.A.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.