Vísir - 07.01.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 07.01.1980, Blaðsíða 2
VtSIR Mánudagur 7. janúar 1980 Mundirðu vilja konu ’ sem forseta landsins? Jóhanna Guömundsdóttir, hús- móöir: Nei, alls ekki. Mér finnst það tilheyra karlmönnum. Þórunn Friöriksdóttir, hús- móöir: Alveg eins. Ólafur Skúlason, verslunar- stjóri: Já, ég mundi gjarnan vilja konu sem forseta og sé ekkert sem mælir gegn þvi. Arent Claessen, forstjóri: Já, þvi ekki það? Einar Vigfússon, sjómaöur:Þvi ekki það. Það er ekkert sem mælir gegn þvi og konur mættu gjarnan skipa fleiri ábyrgðar- stöður en raun ber vitni. Valur, sem hefur gegnt stöðu aðstoöarbankastjóra i Iðnaðar- bankanum i nokkur ár sagði þvi starfi lausu fyrir áramót og tók 1. janúar við starfi fram- kvæmdastjóra hjá Félagi islenskra iðnrekenda. Visir leit „Það var vinsælt boðorð hjá þeim sem útskrifuðust með mér úr viðskiptadeild Háskólans á sinum tima, að festast ekki i fyrsta starfinu sem þeir færu i að loknu námi og hafa flestir staðið við það. Sjálfur hef ég verið i Iðnaðar- bankanum siðan ég stóð upp af skólabekk, eða i tiu ár, þannig að það var orðið timabært að skipta um starf ef ég ætlaði á annað borð að gera það” sagði Valur Valsson i samtali við Visi. , .Timabært aö skipta um starf ef ég ætlaöi á annaö borö aö gera þaö” segir Valur Valsson framkvæmdastjóri Ftl - segir valur Valsson nýskipaður iramkvæmdasilóri Félags Isl. iðnrekenda viö hjá honum i fyrri viku og ræddi viö hann um vistaskiptin og hann sjálfán. ,,Ég byrjaði i Iönaðarbank- anum árið 1970 og fyrsta verk- efni mitt var að setja á stofn hagdeild. Fimm árum sfðar tók ég svo við starfi aðstoðarbanka- stjóra,” segir Valur. „Þetta hefur verið mikill uppbygg- ingartimi i bankanum og hefur verið m jög gaman að fá að taka þátt i þvi öllu saman. I ár lauk .XÍssu timabiii i þessari uppbyggingu sem var aö taka i notkun algjörlega nýja banka- tækni sem hefur rutt sér til rúms i Bandarikjunum og Evrópu á siðustu árum og veldur gjörbreytingu á starf- semi bankans. Með þessu er ákveðnum áfanga náð og þegar mér var boðið þetta starf hjá Ftl fannst mér ég með góðri samvisku geta staðið upp og eftirlátið öörum manni stólinn i bank- anum. Ég hef þá trú að það sé gott að festast ekki um of i sama starfi og ef ég hefði dregið þetta og ekki látið til skarar skriða núna, myndi ég eflaust hafa setiö I bankanum það sem eftir er”. Inni á gafli hjá prófessorunum Valur Valsson er fæddur og uppalinn i vesturbænum i Reykjavik og hefur þá væntan- lega verið i KR? ,,Já, ég lék knattspyrnu með KR en hætti á toppnum meðan ég var enn ungur og efnilegur” segir hann spotskur. — Af hverju lærðirðu viðskiptafræði? „Þegar ég byrjaði i mennta- skóla var ég ákveöinn I að verða verkfræöingur en seinustu tvö árin sveigðist áhuginn yfir i efnahagsmál og þess vegna valdi ég viöskiptafræði og sé ekki eftir þvi. Arin i háskól- anum voru sérstaklega skemmtileg. Það var svo litill hópur i' viðskiptadeildinni þá, að nemendur og prófessorar voru nánast eins og ein fjölskylda. Það þótti til dæmis ekkert tál- tökumál að skreppa heim til prófessoranna á kvöldin og ræða við þá ef eitthvað vafðist fyrir manni og við vorum raun- ar inni á gafli á heimilum þeirra þessi ár. A sumrin vann ég svo fyrir mér sem gjaldkeri á Visi”. Fristundir? „Ég les óhemju mikið af alls kyns bókum og svo er ég mikill áhugamaður um stangveiði. Faðir minn var meö þessa bakt- eriu og var einn af stofnendum Stangveiðifélags Reykjavikur, ég smitaðist af honum þegar ég var strákur og hef haft ómælda ánægjuaf veiðiskap allar götur siðan”. Iðnaðurinn á tímamótum — Hver eru helstu verkefni Félags islenskra iðnrekenda? „Undanfarið hefur megin- verkefnið verið aölögun fyrir iðnaðinn að Efta-aðildinni. Þvi timabili er lokið svo nú stendur iðnaðurinn á miklum ti'ma- mótum. Héðan i frá á hann að standa óstuddur i óheftri sam- keppni og er þvi i sömu aðstöðu gagnvart erlendum keppi- nautum og sjávarútvegur hefur verið um árabil og þvi ekki lengur hægt að gera upp á milli þessara atvinnuvega. Verkefnin framundan eru i fyrsta lagi að jafna þennan aðstöðumun. löörulagi ermargt ógert inn- an fyrirtækja og þar hefur félagið lagt áherslu á að auka framleiðni. Tæknideild félags- ins hefur unnið verulegt starf á þeim vettvangi og er mikið leit- að eftir aðstoð þaðan. Einnig er mikil áhersla lögö á vöruþróun, en ef við ætlum að geta greitt sambærileg laun og samkeppnislönd okkar gera, þá verðum viðaö ná sama stigiog þau i framleiðni og vöruþróun. Loks er það markaðsstarf- semi.en það veltur auövitað allt á aö varan sé seljanleg á góöum og traustum mörkuöum og það 'gerist ekki af sjálfu sér. Þetta eru verkefni næstu framtiðar, en i augnablikinu er það nýja skattafrumvarpið sem þarf að fjalla um.". — Hvernig leggst svo nýja starfið i þig? „Mjög vel. Ég hlakka mikið til að hefjast handa og finnst skemmtileg prófraun að takast á við vandamál sem greinilega eru ekki auðleysanleg” sagði hinn nýi framkvæmdastjóri Félags islenskra iðnrekenda, Valur Valsson. —JM 5K" Þpjáp tegundip sáust ingsfugla: J nú hép í íypsta sinn „Það hafa sést hérna fuglar sem sjást hér venjulega aldrei og eru þetta svonefndir flæk- ingar” sagði Ævar Petersen dýrafræðingur hjá Náttúru- fræðistofnum íslands i samtaii viö Visi. Ævar sagði að hér hefði verið um að ræöa þrjár fuglategundir sem komið hefðu fram i árlegri fuglatalningu stofnunarinnar sem fram færi milli jóla og nýárs. Þessar tegundir væru sefgoði sem væri skyldur Is- lensku seföndinni og kæmi hann annað hvort frá Siberiu eða N-Ameriku. Þá haföi sést hérna brandönd en það væri andarteg- und sem ætti heimkynni sin I Evrópu og loks hefði fúndist hérna strandtittlingur sem væri náskyldur islenska þúfutittl- ingnum. Sá fugl ætti heimkynni bæði austan hafs og vestan. Loks sagði Ævar að aldrei hefði sést eins mikið af flæking- um og nú, en um ástæðuna hvað hann erfitt að dæma. —HR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.