Vísir - 07.01.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 07.01.1980, Blaðsíða 8
VÍSIR Mánudagur 7. janúar 1980 8 Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdast jori: Davið Guðmundsson Ritstjorar: olafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjörnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdottir, Páll Magnússon, Sigurveig Jónsdóttir Sæmundur Guðvinsson. Iþrottir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. André'sson, Jens Alexandersson. Utlif og hónnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Askrift er kr. 4.500 á mánuði Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. innanlands. Verð i lausasölu 230 kr. eintakið. Auglysingar og skrifstofur: Prentun Blaðaprent h/f Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. DRÖGUM UPPIGRANNÞJDÐIRNAR tslenska þjóðin hefur nú um skeið dregist aftur úr nágrannaþjóðum sinum I lffs- kjörum. Framfarasinnuð öfl i landinu verða nú að taka höndum saman um aö uppræta allt, sem stendur i vegi fyrir nýrri lifskjarasókn þjóðarinnar. Ekki veröur öðru með réttu haldið fram en því, að lífskjör hér á landi séu góð. Margir lifa viðallsnægtir, f lestir við góð efni og sem betur fer aðeins tiltölu- lega fáir við sult og seyru. I samanburði við lífsafkomu manna í landinu fyrir örfáum áratugum býr íslenska þjóðin nú við hin mestu sældarkjör. Og þær þjóðir, sem lakast eru settar í heiminum, eiga sjálfsagt erfitt með að hugsa sér meiri velsæld en við njótum. Þegar á þessar staðreyndir er litið, kann það að þykja með ólík- indum, að það skuli vera eitt brýnasta verkefni núlifandi kyn- slóðar að bæta lífskjörin í land- inu. Engu að síður er þetta rétt. Og ástæðan er f yrst og f remst sú, að islenska þjóðin hefur nú um skeið dregist aftur úr nágranna- þjóðum sínum í lífskjörum. Ymist eru vinnulaun hér lægri eða verðlag lífsnauðsynja hærra, nema hvort tveggja sé, eftir því við hvaða þjóðir er miðað. Haldi hér áfram á þessari braut, mun tvennt óhjákvæmi- lega gerast: brottflutningur fólks úr landinu mun stóraukast, og óánægju- og upplausnaröflum mun vaxa ásmegin. Þess vegna verða menn að varast að af- greiðabrýningar hugsandi manna um nýja sókn þjóðarinnar til bættra lífskjara sem hvatningu til ómerkilegs lífsgæðakapp- hlaups. Hvortsem mönnum líkar það betur eða verr, ber fólk hér á Islandi nú afkomu sína fyrst og f remst saman við af komu fólks í þeim löndum, sem við höfum mest samskipti við, en ekki lífs- kjör fólks hér á f yrri tíð eða fólks í vanþróuðum löndum. Baráttan fyrir bættum lífskjörum á ís- landi snýst því í grundvallar- atriðum um það að halda öllu okkar dugmesta fólki í landinu og skapa hér þjóðfélag friðar og stöðuleika, í stað upplausnar og togstreitu. Það átakanlegasta við það, hvernig okkur íslendingum hef ur á siðasta áratug mistekst að halda í við grannþjóðirnar í lífs- kjörum, er sú staðreynd, að allt er þetta sjálfskaparvíti, sem komast hef ði mátt hjá með því að beita skynsemi og festu. Við höf- um látið vaða hér uppi óðaverð- bólgu, sem hefur rýrt lífskjör þjóðarinnar um 25-30%. Við höfum látið undir höfuð leggjast að nýta okkur í eðlilegum mæli þá möguleika til sköpunar efnis- legra gæða, sem bíða ónotaðir í orkulindum okkar. Við höfum með sívaxandi ríkisumsvifum og dekri við einokunarhringa brugðið fæti fyrir framtakssamt ungt fólk í landinu, sem í æ rík- ara mæli kemur ekki auga á önnur starfstækifæri en vinnu einhvers staðar í opinbera kerf- inu. Til dæmis hefur verið búið þannig um hnútana, að engir utan tveggja einokunarhringa mega koóiá nálægt sölu á þýð- ingarmesu útf lutningsafurðum okkar. Þetta fyrirkomulag skaðar þjóðarbúið örugglega um marga milljarða á hverju einasta ári og rekur unga fólkið á ríkis- jötuna í stað þess að laða það til arðbærra starfa fyrir útflutn- ingsatvinnuvegi okkar. Framfarasinnuð öfl í landinu verða nú að taka höndum saman um að uppræta allt það, sem stendur í vegi fyrir nýrri lifs- kjarasókn íslensku þjóðarinnar: óðaverðbólguna, ófrelsið í at- vinnumálum og andstöðuna gegn nýtingu orkulinda okkar til arð- samra iðnaðarverkefna. UM GAGNRYM A SJÚNVARPS- FRÉTTAMANN Nokkra athygli hefur vakið sú áskorun fréttamanna Utvarps og sjónvarps til stjórnar Blaða- mannafélags Islandsað hún láti siðanefnd félagsins kanna þær árásir, sem gerðar hafa verið undir nafnleynd á einn sjón- varpsfréttamanna, ögmund Jónasson. Ekki verður annað séö en að það sé full eðlilegt að Blaðamannafélagið fjalli um shk mál, sem varða traust félagsmanna og reyndar furðu- legt að þaðskuliekki þegar hafa tekið máliö til umfjöllunar óum- beðiö. Nú er það ekkert nýtt að starfsmenn rikisfjölmiðla séu gagnrýndir opinberlega í út- varpsráöi fyrir meinta hlut- drægni eða önnur mistök i starfi. Listinn yfir sllkt fólk er langur ogmá þar nefna nokkur nýleg dæmi sem Gunnar Ey- þórsson, Sigrúnu Stefánsdótt- ur, Pál Heiðar Jónsson og Sig- mar B. Hauksson. Ekki er þó ætlunin að fjalla um mál þessa fólks hér heldur mál ögmundar Jónassonar.en gagnrýni á hann hefurfariöhærraað undanförnu en gagnrýni á aðra fréttamenn. bað sem einkennt hefur þessa gagnrýni er hversu ómálef naleg hún hefur veriö og hversu litt haldbærum rökum hún hefur veriöstudd. Virðistsem umræð- urnar snúist fremur um tilfinn- ingaatriði, svo sem hvort ög- mundur hafi glott undir ákveön- um setningum heldur en að hann hafi rangfært eöa skrum- skælt fréttir. Þó aö ég sé i flestum pólitisk- um málum skoðanabróöir helztu gagnrýnenda ögmundar fæ ég ekki annað séö en að i þetta sinn hafi þeir algerlega misst marks og að gagnrýni þeirra beri meiri keim af of- sóknum en ást á frjálsri frétta- mennsku i' okkar þjóöfélagi. Hefur jafnvel veriö lagst svo lágt að draga i efa að ögmundur sé hæfur fréttamaður vegna menntunarskorts. Er það gert gegn betri vitund enda eru fáir frétta- eða blaðamenn jafn vel menntaðir og ögmundur, sem er með MA gráðu i sagnfræði og stjórnmálafræðum frá virt- um háskóla. Fjallar um allar hliðar Það sem einkennt hefur fréttamennsku ögmundar er hversu vel unnar allar hans fréttir eru og hve þær eru itar- legar. Margir fréttamenn hafa tamið sér þau vinnubrögð að fleyta yfirborð atburða i frétt- um sinum og fylgja i öllu miðju vegarins, þannig aö sem fæstum bregði við. Slikar fréttir skilja þó fólk yfirleitt jafn fjarri kjarna málsins og áður. ög- mundur hefur hins vegar sagt mjög itarlega frá hverjumáli og gert sér far um aö f jalla um það frá öllum hliðum þannig að mörg gagnrýnisverö atriöi hafa neðanmals Asakanir um hlutleysisbrot á hendur fréttamanni eru alvar- legt atriði. Það er mikilvægt, aö gætt sé heiöarleika og sanngirni og að gagnrýni beriekki keim af ofsóknarofstæki eins og oft hefur viljað brenna við, segir Pétur J. Eiriksson, framkvæmdastjóri, i þessari grein um gagnrýnina á fréttamenn við rikisfjölmiöl- ana. fengið að koma fyrir augu sjón- varpsnotenda ekki siður en önnur lofsverð. 1 landi, sem Is- landi þar sem frjáls frétta- mennska á sér aðeins stutta hefð getur slikt að sjálfsögðu skorið i eyrum sofandi manna. Léleg upplýsing og trú Það er svo sem skiljanlegt að menn sem gert hafa Margréti Thatcher og frjálshyggjuna að trúarbrögöum þoli illa að heyra i rilcisfjölmiðli að guðinn sé óskeikull. Slikir menn búast auðvitað til varnar guði sinum og þrjóti öll rök er auðvelt að slita setningar úr samhengi svo gera megi fréttamann tor- tryggilegan. A sama hátt fer það i taugarn- ar á mönnum, sem eru illa upp- lýstir um efnahagsmál i Israel að heyra fréttir i rikisfjölmiðli um 100% veröbólgu þar i landi vitandi það að jafn illa upplýstir framsóknarmenn muni nota fréttina gegnsérog flokksstefnu sinni i kosningabaráttu. En það hefur alltaf gefist illa lýðræði og frjálsri skoðana- myndun að láta strangtrúaöa og illa upplýsta ráða upplýsinga- streymi til hins almenna borg- ara. Þvi er ekki hægt að gera þá kröfu til samvizkusams frétta- manns, sem tekur starf sitt al- varlega að hann fari að kröfum slikra manna, og þegi yfir um- ræðum i Bretlandi um stefnu stjórnar Thatchers, sem sjálf- sagt þykir að birta i öðrum fjöl- miðlum, eða efnahagsmálum i Israel af því að óupplýstir fram- sóknarmenn gætu farið að draga upp jafnaðarmerki með Likud og Sjálfstæðisflokknum. Fréttamaður, sem gerði slikt væri slæmur fréttamaður og ekki starfi sinu vaxinn. Ósanngirni Sú gagnrýni, sem menn hafa að undanförnu birt á ögmund, undir nafni eða nafnleynd hefur verið ósanngjörn og órökstudd. Verður vart séð að gagnrýn- endur hafi gert sömu kröfur um hlutlægni til sjálfra sin og þeir gera til ögmundar. ögmundur naut trausts allra flokka þ.m.t. Sjálfstæöisflokksins þegar út- varpsráð staöfesti ráðningu hans. Veröur ekki annað séð en að hann hafi verið traustsins verður og að hann hafi ekki brugðist þVÍ trausti. Asakanir um hlutleysisbrot á hendur fréttamanni erualvarleg atriöi. Með óábirgum ásökun- um er hægt að grafa þannig undan trausti hans og áliti aö starfsgeta hans beri skaða. Það er þvimikilvægt aö gætt sé heið- arleika og sanngirni og að gagn- rýni beri ekki keim af ofsóknar- ofstæki eins og oft hefur viljað brenna viö. Slikt er ekki I þágu frjálsrar blaðamennsku og frjálsrar skoðanamyndunar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.