Vísir - 07.01.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 07.01.1980, Blaðsíða 11
I * * %• + % *» ■*• VÍSLR Mánudagur 7. janúar 1980 bridge Umsjón: Stefán Guöjohnsen VIÐ ÁRAMOT Við áramót er venja að rji'fja upp helstu atburði bridgeheims- ins á liðnu ári og mun þaö einnig gert nú. Á innlendum vettvangi hófst árið með Reykjavikurmeistara- móti fyrir sveitir, og sigraði sveit Sævars Þorbjörnssonar frá Bridgefélagi Reykjavikur. Asamt honum voru i sveitinni Guðmundur Hermannsson, Sigurður Sverrisson, Skúli Einarsson, Valur Sigurðsson og Þorlákur Jónsson. Reykjavikurmótið var jafn- framt undankeppni fyrir Is- landsmótið, sem að þessu sinni bauð upp á hreinan úrslitaleik i siðustu umferðinni milli sveita Óðals og Þórarins Sigþórssonar. Sveit Óðals sigraði en i sveitinni voru Guðmundur Pétursson, Jón Hjaltason, Jakob R. Möller, Karl Sigurhjartarson, Jón Ás- björnsson og Simon Simonar- son. Ofangreindir spilarar eru all- ir úr Bridgefélagi Reykjavikur. Stuttu siðar var spilað ís- landsmót i tvimenningskeppni og sigruðu Óli Már Guðmunds- son og Þórarinn Sigþórsson frá Bridgefélagi Reykjavikur. Þá er ógetið íslandsmóts i einmenningskeppni sem jafn- framt er firmakeppni Bridge- sambands Islands. Mót þetta hófst á áliðnu vori, en þótt undarlegt megi teljast, þá er þvi ekki lokið ennþá. Nýkjörin sam- bandsstjórn erfði þetta leiðinda- mál frá síðustu stjórn og verður fróðlegt að fylgjast með á hvern hátt hún leysir málið. Bikarkeppni BSt var siðan spiluð um sumarið og lauk I október með sigri sveitar Þórarins Sigþórssonar frá Bridgefélagi Reykjavikur. Auk hans spiluðu i sveitinni Egill Guðjohnsen, Óli Már Guð- mundsson og Stefán Guðjohn- sen. Sfðasta innlenda stórmótið var siðan Reykjavikurmót i tvi- menningskeppni og sigruðu Jón Hjaltason og Hörður Arnþórs- son frá Bridgefélagi Reykjavik- ur. Á erlendum vettvangi stóðu sveitir Islands sig betur en á undanförnum árum. tsland sendi sveit i opna flokkinn á Evrópumótið i Lausanne i Sviss undir forystu Rikarðs Stein- bergssonar. Spilarar voru As- mundur Pálsson, Hjalti Elias- son, Guðlaugur R. Jóhannsson, örn Arnþórsson, Jón Asbjörns- son og Simon Simonarson. Erfiðlega gekk að fá upplýsing- ar um liðsskipan frá stjórn Bridgesambandsins og gekk þvi liðið undir nafninu „Hulduher- inn”, lengi vel. Liðið náði 12. sæti af 21 þátttökuþjóð og fékk um 50 prósent vinninga. Stuttu siðar var send sveit á Norðurlandamót ungra manna undir forystu Jakobs R. Möller. Var liðið skipað fjórum af Reykjavikurmeisturunum, eða Guðmundi, Sævari, Skúla og Þorláki. Miklar vonir voru bundnar við þetta lið og er óhætt að segja að þær brugöust ekki. Liðið fékk bronsverðlaunin, eftir harða keppni við Svia um silfurverðlaunin. Að lokum má geta Stórmóts Bridgefélags Reykjavikur, sem orðinn er fastur liður ár hvert. Að þessu sinni var norsku stór- meisturunum Breck og Lien boðið til keppni. Engum á óvart sigruðu þeir eftir harða og skemmtilega keppni. UnglingalandsliðiO, sem fékk bronsið á Norðurlandamótinu. Talið frá vinstri: Jakob R. Möller, fyrirliði, Skúli Einarsson, Þorlákur Jónsson, Guðmundur Hermannsson og Sævar Þorbjörnsson. n Bifreiðaeigendur takið eftir: Frumryðvörn og endurryðvörn spara ekki einungis peninga heldur eykur öryggi ykkar í umferðinni. Endurryðvörn á bifreiðina viðheldur verðgildi hennar. Eigi bifreiðin að endast, er endurryðvörn nauðsynleg. Látið ryðverja undirvagn á 1 — 2ja ára fresti. Látið ryðverja að innan á 3ja ára fresti. Góð ryðvöm tryggir endingu og endursölu. BÍLARYÐVÖRNhf Skeifunni 17 8 81390 lUNBf Akranes: Skírteinaafhending í Rein frá kl. 2-5. Sími 1630. Kenndir verða: Barnadansar Discodansar Jass-dansar Stepp (a la „Singing in the rain"); Samkvæmisdansar Tjútt, rock og gömlu dansarnir. Upplýsingar og innritun í síma 84750 frókl. 1-7 Kennslustaðir: Reykjavík Hafnarfjörður Mosfellssveit og Akranes Kenni til brons-, silfurs- og gullstigs. Teg: 4775 Litur: grátt og svart rússkinn. Stæröir: 3 1/2-7 1/2 Hæll: 9 cm. Verð 35.370.-. Teg: 440. Litur: svart leöur. Stærðir: 3 1/2-7 1/2 Hæll: 8 1/2 cm. Verð: 31.560.- FYRIR ÁRSHÁ TÍÐINA: Teg: 177. Litur: rústað lebur. Stærðir: 3 1/2-7. Hæll: 10 1/2 cm. Verö 29.990.- Teg: 454. Litur: Brúnt rússkinn Stærðir: 3 1/2-7 1/2 Hæll: 8 1/2 cm. Verö: 34.680.-. Teg: 48. Litur: Gull og silfur. Stæröir: 4 1/2-7 Hæll: 9 cm. Verð: 12.560.-. Teg: 4705. Litur: grátt og rústað rússkinn. Stærðir: 3 1/2-7 Hæll: 9 cm. Verð 34.750.- Teg: 422. Litur: grátt rússkinn. Stærðir 3 1/2-7 1/2 Hæll: 9 cm. Verö 31.560. Teg: 425. Litur: rústað og grátt rússkinn. Stæröir: 3 1/2-7 1/2 Verö: 34.680.-. STJÖ R N USKÓB ÚÐ1N Laugavegi 96 — Við hliðina á Stjörnubiói — Sími 23795 — Póstsendum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.