Vísir - 07.01.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 07.01.1980, Blaðsíða 16
vísm Mánudagur 7. janúar 1980 Umsjón: Katrin Páls- dóttir ___ ÞAÐ BESTA 79 - ÞAD BESTA 79 - ÞAB BESTA 79 Asa Solveig rithöfundur. „Dvðlin á Kirkjubóli notalegasti tími ársins” - segir Ása Sólveig, rithðfundur „Þetta ár var sérstaklega viðburðarrikt. En það sem er minnisstæðast voru tvær vikur, sem ég dvaldi á Kirkjubóli á Hvitársiðu”, sagði Ása Sólveig rithöfundur. ,,Ég var þarna f þrjár vikur og þetta er notalegasti timi árs- ins i minningunni. Þetta er gamla húsið hans Guðmundar Böðvarssonar, sem nú er i eigu rithöfundasambandsins og Borgarfjarðarsýslu. Þarna kom ég þegar ég hafði skilað af mér bókminni f ágúst i sumar. Þetta var kærkominn hvildartimi, en ég hafði verið með bökina i smiðum frá þvi um áramötin. Verðlaunin úr rithöfundasjöði Rikisútvarpsins koma sér að sjálfsögðu vel, en nefnd sú, sem ákveðurhver skuli hreppa þau, gerir ekki beinlinis grein fyrir þvi hvers vegna hún velur við- komandi. Ég hef skrifað fyrir útvarp og sjónvarp nokkur leik- rit, og kannski vegur það eitt- hvað. Minnisstæðasta kvikmyndin frá árinu er mynd Woody Allen, Manhattan, sem ég sá i London. Þetta er eina kvikmyndin, semég get tekið út úr, en reynd- ar sá ég ekki margar kvik- myndir á árinu. Ég er ánægð með leiksýning- ar yfirleitt, þetta var ágætt ár. Það er nú ekkert, sem ég man eftir sem mér fannst miklu betra en annað. Ég sé ekki ástæðu til þess að hafa á móti einhverjum sýningum, þó þær höfði ekki til min persónulega. Ég sé flestar sýningar leikhús- anna, en er frekar sein, þannig að ég sé frekar siðustu sýningar en þær fyrstu. Af sýningum á árinu er mér minnisstæð samsýning grafik- listamanna i Norræna húsinu i haust. Þar voru mörg skemmti- leg verk. Þá man ég einnig eftir sýningu i' Galleri Súm, sem skemmti mér. Þar man ég einkanlega eftir strigaskóm á rauðum púðum. Bókin hans Sigurðar A. Magnússonar. Kalstjarnan, stendur ein og sér. Það er lika sá heimur, sem hann skrifar um, sem er mörgum þekktur i Reykjavik, þó fólk hafi gjarnan ekki hátt um það. Það er fjölda- margt fólk á minum aldri sem ólst upp i bröggum. Þeir voru margir við Suðurlands veg vest- ur i bæ og inni i Laugarnesi. Svo ég snúi mér að veðrinu, þá er desemberveðrið ofarlega i kollinum á mér. Ég hef ekki áð- ur lifað vorveður i þeim mánuði. —KP. Fundað um aðstððu leiklistarinnar Leiklistarráð, sem skipað var samkvæmt leiklistarlögum frá 1977, hélt sinn fyrsta fund ný- lega. Fundurinn stóð daglangt að Kjarvalstöðum og þar voru saman komnir 23 fulltrúar ráðs- ins. A fundinum kom fram að ýmsuer ábótavant varðandi að- stööu leiklistar i landinu, þrátt fyrir mjög athyglis verðan áhuga landsmanna á þessari listgrein. Leiklistin er m.a. i miklu fjárhagssvelti. löllum nágrannalöndum okk- ar þykir það sjálfsagt að styðja þannig við bakið á leiklistar- starfsemi, að sjálfsaflafé þurfi ekki að fara fram úr 15 til 20 prósentum. tslensk leiklist verður aftur á mdti sjálf að afla sér meginhluta rekstarfjár sins, þar sem áhugamannafélög eiga i hluteða frjálsir leikhópar. Leikfélag Reykjavikur, Leik- félag Akureyrar rúmlega 50 prósenta og Þjóðleikhúsið um 35 prósenta. Allt til toka siðasta ársvar t.d. áhugamannafélögum gert að gi'eiða söluskatt af öllum sýn- ingum sinum, sem að sjálfsögðu eru settar á svið endurgjalds- laust af hálfuleikenda. Hefur nú loks verið ráðin bót á þvi og söluskattur felldur niður af áhugamannasýningum, en heldur áfram að vera þungur baggi á atvinnuleikhúsunum. Leiklistarráð mun beita sér fyrir því, að leiklistarlög verði i sifelldri endurskoðun, þannig að þau kom til móts við óskir og þarfir þegnanna hverju sinni. Þá er ekki sist mikilvægt að efla af öllum kröftum innlenda leik- ritun, sem þegar hefur sannast að getur blómgast, sé henni vel sinnt. Framkvæmdastjórn leik listarráðs skipa: Vigdis Finn- bogadóttir, formaður, Helga Hjörvar, Pétur Einarsson og örnólfur Arnason. Banskur gftarielk- arl í Norræna húslnu Danski gitarleikarinn Tom Methling heldur tónleika i Nor- rænahúsinu á miðvikudag klukk- an 20.30. Tom Methling hefur hlotið tónlistarmenntun sina bæði i Danmörku og á Spáni, en þar hefur hann dvalist árum saman. Hann hefur haldið tónleika i Dan- mörku, Noregi, Hollandi.Þýska- landi og á Spáni. Tónleikarnir i Norræna húsinu eru fyrstu tónleikar hans hér- lendis og á þeim leikur hann m.a. verk eftir J.S. Bach, Fernando Sor, Francisco Tarrega, Villa Lobos og sjálfan sig.Hann leikur á 10 strengja gitar, sem einn þekktast hljóðfærasmiður Spánar hefur smiðaö fyrir hann. Burt Reynolds tekur miöiö viö gerö kvikmyndarinnar ,,Þá er öllu lok- iö”, en i myndinni er hann allsráöandi jafnt aö baki myndavélinni og fyrir framan hana. Lítið var en lokið er Tónabió: Þá er öllu tokið Leikstjóri: Burt Reynolds Handrit: Jerry Belson Tónlist eftir Paul Williams Aðalhlutverk: Burt Reynolds, Dom DeLuise og Sally Field. Bandarisk, árgerö 1978. Maður á besta aldri fær krabbamein og er úrskurðaður dauðvona. Hann heimsækir vini og ættingja til að kveðja en mætir hjá þeim mismiklum skilningi. Maðurinn á aðvonum i sálarstriði og sér fram á að þurfa að heyja það einn. Hetjunni, sem kallaður erSonnyog leikinn af Burt Reyn- olds, berst óvænt hjálp þegar hann er lagður inn á geðsjúkra- hús eftir misheppnaða sjálfs- morðstilraun, gerða til að binda endi á sálarkvalirnar sem fylgdi i kjölfar óttans við krabbameins- dauðann. Hjálpin, sem Sonny fær, er þó ekki frá sjúkrahúslæknunum heldur einum s júklinganna, póiskum fóðurmprðingja, leikn- um af Dom DeLuise. Þeir Sonny reyna hvað þeir geta til að koma Sonny úr tölu lifenda en verður litt ágengt uns Sonny syndir á haf út, kemst i hann krappan og verður ljóst, að hann þráir aðeins lifið. Af þessu stutta ágripi af efnis þræði kvikmyndarinnar sést að Burt Reynolds hefur ekki valið sér auðvelt viðfangsefni. Það eru ekki allir reiðubúnir að hlæja að krabbameini og sjálfsmorði. Dauðvona fólk hefur yfirleitt ekki þótt aðhlátursefni. Það væri án efa fróðlegt að vita hvað fékk Háskólabió heldur sfnum upptekna hætti og sýnir nú sænska mánu- dagsmynd. Mánudagsmynd Háskólabíós: BAGUR I LlFI FBÁ- SKILINNAR KONU Mánudagskvikmynd Háskólabiós aö þessu sinni er sænska kvik- myndin ,,Den Hvide Væg”, sem er gerö af Stig Björkman. Meö aöalhlutverk fara þekktir sænskir leikarar svo sem Harriet Anders- son og Lene Nyman. Kvikmyndin f jallar um dag i lifi fráskilinnar konu. Burt Reynolds til að setja upp skripaleik, er byggir á þvi, sem hinum velmegandi vestrænu þjóðum stendur hvað mestur stuggur af, krabbameini og fylgi fiski þess, dauðanum. ,,Þá er öllu lokið” á sina gdðu kafla. Kvikmyndahúsgesturinn getur hlegið áhyggjulaust annað veifið og gleymt alvörunni, sem kvikmyndinbýðuri raun upp á að hugur áhorfandans beinist að. Burt Reynolds er ágætur gaman- leikari og sama má segja um kvikmynclir Sally Field að ógleymdum Ðom DeLuise sem alltaf er jafn snar- klikkaður og sannfærandi i geð- sjúkling shlut ver kinu. Burt Reynolds hefur lýst þvi yfir i viðtali við Time, að hann óski þess að fá framvegis að ráða hlutverkum sinum og stjdrna sem mestu sjálfur, enda leikstýrir hann ,,Þá er öllu lokið”. Reynolds fékk viljasinum framgengt og við sjáum árangurinn i Tdnabiói þessa dagana. En ósköp þykir mér maðurinn hafa sett markið lágt ef ,,Þá er öllu lokið” er allur afrakstur sjálfsmennsku hans i Hollywood. — SKJ Tom Methling

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.