Vísir - 07.01.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 07.01.1980, Blaðsíða 23
08CÍ mfcnsl V lías’/ <* V vísm Mánudagur 7. janúar 1980 Umgjón': Halldór íReynisson siónvarp ki. 20.40: Landsleik- irnir við Póiverla á dagskrá „Aðaluppistaðan i iþrótta- þættinum i kvöld verða landsleik- ir tslendinga og Pólverja sem háðir voru nú um helgina”, sagði Bjarni Felixson, iþróttafrétta- maður sjónvarpsins, i samtali við Visi. Bjarni sagði, að liklega yrðu þar aðallega sýndar svipmyndir frá landsleiknum sem fór fram i gær, sunnudag, en e.t.v. einnig úr landsleiknum á laugardaginn. Að auki verða svo sýndar i þættinum svipmyndir frá komu danskra badmintonmanna hingað til lands nú um áramótin, en þar var fremstur 1 flokki Jesper Helldie, einn af þekktari badmintonmönn- um Dana. Loks yrði sennilega sýnt eitthvað frá heimsbikar- keppninni á skiðum. Bjarni var spurður um starf fyrirhugaðs aðstoðarmanns sins og sagði hann að sá kæmi til með að sjá um annan hvern iþrótta- þáttinn á mánudögum og liklega yrði hann aðallega um trimm- iþróttir á dagskrá en ekki keppnisiþróttir. Islendingur i darraðardansi inni I vitateig Pólverja I landsleikjunum nú —HR um helgina. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tónleikasyrpa. 14.30 M iðdegi ssa g an : „Gatan” eftir lvar Lo-Johansson. Gunnar Benediktsson þýddi. Halldór Gunnarsson les (13). 15.00 Popp. Þorgeir Astvalds- son kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Sfðdegistónleikar Sinfóniuhljómsveit Islands leikur „Dimmalimm kóngs- dóttur”, ballettsvitu eftir Skúla Halldórsson: Páll P. Pálsson stj. / Pierre Fourn- ier og Filharmoniusveitin i Vin leika Sellókonsert i h-moll op. 104 eftir Dvorák: Rafael Kubelik stj. 17.20 Framhaldsleikrit barna ogunglinga: „Bjössi á Tré- stöðum” eftir Guðmund L. Friðfinnsson. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Leik- endur, i 6. og siðasta þætti: Stefán Jónsson, Guðbjörg Þorbjarnarddttir, RUrik Haraldsson, Baldvin Halldórsson, Auður Guömundsdóttir Jón Aðils og Kristin Jónsdóttir. Kynn- ir: Helga Þ. Stephensen. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Arni Böðvarsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Andrés Kristjánsson fræöslufulltrúi talar. 20.00 Við, — þáttur fyrir ungt fólk. Jórunn Sigurðardóttir sér um þáttinn. 20.40 Lög unga fólksins. Ásta R. Jóhannesdóttir kynnir. 21.45 Utvarpssagan : „Þjófur i Paradis” eftir Indriða G. Þorsteinsson Höfundur byrjar lesturinn. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Hvað er vits- munaþroski? Guðný Guðbjörnsdóttir flýtur er- indi. 23.00 Verkin sýna merkin. Þátturum klassiska tónlist i umsjá Ketils Ingólfssonar. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. ÚRVARP KL. 19.40: UM DAGINN OG VEGINN Á ÁRAMÚTUM „Ég fer úr einu i annað I þess- um þætti og minnist þar m.a. á áramótin og það sem við blasir i islenskum stjórnmálum”, sagði Andrés Kristjánsson, fræðslufuli- trúi og fyrrverandi ritstjóri I samtali við Visi, en hann talar um daginn og veginn i útvarpinu i kvöld. Andrés sagðist ætla að ræða litillega um árið sem var að liða og árið sem framundan er, eins og tiðum er gert um áramót. Einnig ætlaði hann að minnast á ár trésins, sem nú væri nýhafið og ennfremur kæmi hann eitthvað inn á orðuveitingar i þessu spjalli sinu. Loks sagði Andrés að liklega mundi hann koma inn á ein fjög- ur-fimm atriði i þessu erindi. Yrði umfjöllun hans almenns eðlis en hvergi mjög sértæk. —HR 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglvsingar og dagskrá 20.20 Múmfn-álfarnir. önnur myndin af þrettán um hinar vinsælu sögupersónur Tove Jansson. Þýðandi Hallveig Thorlacius. Sögumaöur Ragnheiður Steindórsdóttir. 20.40 tþróttir.Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 21.10 Feigöarflug. Hinn 10. september 1976 varð árekstur tveggja flugvéla yfir Zagreb i Júgóslaviu. Ahafnir og farþegar beggja fórust, alls 176 manns. 1 þessari leiknu, bresku sjónvarpsmynd er leitast við að lýsa aödraganda árekstursins og leitað orsaka hans. Leikstjóri Leslie Woodhead. Aöalhlutverk Anthony Sher, ■< Davik de Keyser, Nick Brimble og David Beames. Þýöandi Kristmann Eiðsson. 22.40 Dagskrárlok. ÞJOÐSTJÖRN MÚDEL 1939 IAÐSIGI Munstur stjórnarmyndunar- viðræðna vefst nokkuð fyrir mönnum núna i andartakinu. Sú sveifla til vinstri, sem boðuö hafði verið sjálfstæðismönnum i tveimur greinum i Morgunblað- inu verður afskrifuð sem mis- skilningur. Þar hefur þróun mála erlendis gripið inn i eins og oft fyrrum, og munu atburð- irnir i Afganistan, svo notaö sé orðalag rikisfjölmiðils, hafa haft mikið að segja. Sú innrás hefur ekki enn verið ritskýrð að fullu, en eflaust verður seint vitnað i Alexander Haig, sem hefur fyrir nokkru lýst þvi hvernig Rússar hygðu tryggja sér Islam með einskonar faðm- lagi, sem hæfist i Afganistan. Sérfræðingar okkar i erlendum málum þekkja litið til hernaðar- listar og þaðan af siður að þeir lesi nokkuð eftir Alexander Haig. Hvað um það. Lúðviskan og Sjálfstæðisflokkurinn fjar- lægðust að mun þá daga, sem Rússar unnu ötullega að þvi að leggja undir sig borgir og bæi I Afganistan. Það var svo ekki fyrr en i gær, að fólk gat séð að vinstri villa Sjálfstæðisflokksins var á enda. Þá birti Morgunblaðiö frétt á forsiðu þess efnis, aö Rússar hefðu verið að æfa innrás I Is- land á einhverri eyju I baltiska sjónum. Undir slikri fréttaþjón- ustu þýðir varla að telja Sjálf- stæðismönnum trú um að sam- starf við kommúnista á tslandi sé einhver söguleg nauðsyn, hvað svo sem yfirlýsingum Steingrims Herm annssonar líður. Nú er orðinn naumur timi til stefnu um myndun stjórnar fyrir landið. Ástæöulaust er að tefja timann öllu lengur, að óaf- greiddum fjárlögum, i kerfis- bundið vafstur um frekari til- raunir. Vitað er að Fram- sóknarflokkur og Alþýðuflokkur hafa komið sér saman um efna- hagsstefnu, þótt landbúnaðar- mál hafi ekki veriö rædd út í hörgul. Sjálfstæðisflokkur getur yfirstigið þá þröskulda, sem standa I vegi fyrir þvi að hann hafi hingaö til getað sætt sig við tillögur Framsóknar og Alþýðu- flokks. Hann getur með góöu móti nálgast efnahagsráðstaf- anir þeirra. Þá kæmi upp svo- nefnt þjóðstjórnarmunstur frá árinu 1939. Siðar hlaut það nafn- ið Stefania. Þjóðstjórnar- munstriö frá 1939 er sem sagt hugsanlegt. Sá er þó munurinn að Alþýðubandalagið hefur nú mikið meiri tök á verkalýðs- hreyfingunni, og myndi eflaust beita henni hart i stjórnarand- stöðu viö nýja þjóðstjórn. Þetta « er þvi spurningin um að þora með fjörutiu og niu þingmenn gegn ellefu. Takist hins vegar ekki að mynda þessa þjóöstjórn virðist aðeins ein leið eftir, og það er aö mynda utanþingsstjórn. Þing- menn eru eðlilega viökvæmir fyrir sliku. Þeir eru kjörnir af landsfólkinu til að fara með æðstu mál þjóöarinnar, og fólk skiptist I flokka einmitt til að málum þess verði ráðið á þingi. Dugi hins vegar ekki að mynda t.d. stjórn með fjörutíu og niu manna meirihluta á bak við sig, getur Alþingi eflaust fáar ráð- stafanir gert til að koma I veg fyrir utanþingsstjórn. Sú utanþingsstjórn sem sat að völdum frá 1942-45 tók ekki við sambærilegum vanda og þeim, sem nú blöur viö dvrnar. Að visu hafði verið um 80% verð- bólga I landinu, en sérstakar að- stæður ollu þvi að ekki var hætta á atvinnuleysi. Sú utanþings- stjórn sem nú yrði mynduð ætti eflaust erfitt með að starfa með þinginu. Þó mætti það takast. Auðvitað er utanþingsstjórn enginn glæsikostur. Tilgangs- laust væri annað en verja hana falli, þangað til kominn væri starfshæfur meirihluti innan þingsins. Þingmönnum er þvi I sjálfsvald sett hvað hún sæti Icngi. Hvað sem þessum vanga- veltum Hður, þá er komiö að þvi að Geir Hallgrlmsson skili af sér umboðinu, og þá velta aðeins á einum manni þau , úrræðatök, sem við biðum eftir. , Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.