Vísir - 09.01.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 09.01.1980, Blaðsíða 3
Miðvikudagurinn 9. janúar 1980. 3 BAKNIB STÆKKAR STÖÐUGT Husnæði stjórnarráðsins pyrfli að Drefaldast næstu 20 árln Á næstu 20 árum mun Stjórnarráð Islands þurfa á 12.663 fermetra húsnæði að halda til við- bótar þeim 5.100 fermetrum, sem rikið á nú til af- nota fyrir ráðuneytin. Kostnaður við byggingu þessa húsnæðis yrði á núverandi verðgildi um 4 milljarða króna. Þetta kemur meðal annars fram i greinargerð húsameistara rikisins um húsnæðisþörf ráðu- neyta nú og næstu 20 árin. Greinargerðinni fylgja tillögur að uppbyggingu framtiðarhúsnæðis fyrir ráðuneytin og er þar gert ráð fyrir að skrifstofur þeirra allra verði á svæði, sem afmarkast af Skúlagötu, Ingólfs- stræti, Lindargötu, Sölvhólsgötu, Skuggasundi og Klapparstig. Þeir,sem unnu þessa greinar- gerð eru Garðar Halldórsson, húsameistari rikisins, Magnús K. Sigurjónsson, deildararki- tekt, Hörður Bjarnason, fv. húsameistari, Sigurður Gisla- son, yfirarkitekt, Birgir Breið- dal, deildararkitekt, Björn Kristleifsson, arkitekt og Svavar Þorvarðsson, deildar- byggingarfræðingur, en starfið hvfídi þó mest á þeim tveim fyrsttöldu. Um allan bæ Fyrstu ár Stjórnarráðs Islands voru öll ráðuneytin til húsa i Stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu. Smám saman hafa ýmis ráðuneyti yfirtekið Arnar- hvol, en nú eru átta stjórnar- ráðsskrifstofur, eða hlutar af þeim, til húsa á niu stöðum i borginni, og eru þá leigðar geymslur ekki taldar með. Nær helmingur þessa húsnæð- is er leiguhúsnæði, en alls hefur Stjórnarráð Islands til umráða 9.753 fermetra. Það mun kosta um 1,4 milljarða króna að byggja yfir þau ráðuneyti, sem i dag eru i leiguhúsnæði. Yfirlitsteikning af svæðinu. Dökku reitirnir tákna nýbyggingar, en þeir ljósu steinhús, sem látin yrðu standa áfram. Þota Arnarflugs með fyrlrfólK frð Brasilfu Rikisstjórnin i Sao Paulo, Brasiliu, hefur tekið Boeing þotu Arnarflugs á leigu til að flytja rikisstjórann, ásamt 70 manna hóp, milli staöa i Mið- Austurlöndum fram til 17. janú- ar. Meðalstaða sem flogiö veröur til eru, Riyadh, Jeddah og Bag- hdad. Þotan sótti hópinn til Rómar og er flugstjóri ferðarinnar Lúð- vik Sigurðsson. Þetta likan sýnir tillögur húsameistara að þreföldun húsnæðis stjórnarráðsins á svæðinu miili Skúla- götu og Lindargötu. Margföldun starfsliðs Frá árinu 1904 til 1. april 1979 hefur starfsmönnum stjórnar- ráðsins fjölgað um 299, eða úr 12 i 311. Þessi aukning nemur að meöaltali 4 starfsmönnum á ári. Siðustu árin hefur þeim þó fjölg- að mun örar. A milli áranna 1975-1978 bættust árlega við 11,2 stöðugildi. 1 framtiðarspá húsameistara er gert ráö fyrir að lágmarkið 12 stöðugildi bætist við árlega næstu 20 árin. Að baki hverjum starfsmanni stjórnarráðsins er 19,2 fermetra brúttóhúsrými. I samræmi viö það er áætlað, að lágmarksaukning á húsnæði ráðuneytanna næstu 20 árin verði 8.030 fermetrar til við- bótar þvi húsnæði, sem ráöu- neytin nota i dag. Tillaga húsameistara er sú, að þetta húsnæði verði allt á svæðinu milli Skúlagötu og Lindargötu. Þvi verði skipt i tvo aðalflokka, skrifstofurými og þjónusturými, þar sem öllum ráðuneytunum verði veitt þjón- usta af ýmsu tagi. Þar verði mötuneyti, móttaka, fundarað- staða, vélritun, fjölföldun, geymslur og fleira þess háttar. I niöurlagi greinargeröar- innar ersett fram sú skoðun, að það sé ráðuneytunum ómet- anlegt öryggi að búa við eigin húsakost þótt leiga geti um stundarsakir virst ódýrari lausn. Þá er á það bent að á ofangreindu svæöi eigi rikis- sjóður miklar húseignir og stór- ar óbyggðar lóðir. Auk þess virðist vera möguleikar til kaupa á eignum á svæðinu. Loks er lögð áhersla á hag- kvæmni þá, sem skapist við aö ráðuneytin séu á sama svæöi, bæði með tilliti til starfseminn- ar og rýmisnýtingar. —SJ —H.S.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.