Vísir - 09.01.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 09.01.1980, Blaðsíða 4
VÍSIR Miövikudagurinn 9. janúar 1980. INNRITUN FER FRAM MIÐVIKUDAG 9. JAN., FIMMTUDAGINN 10. JAN. OG FÖSTUDAGINN 11. JAN KL, 17.-21 í MIÐBÆJARSKÓLA KENNSLUGREINAR OG ÞÁTTTÖKUGJÖLD A VETRARÖNN: PRÓFDEILDIR: VIÐSKI PTADEILD 1. ÖNN, HEILSUGÆSLUDEILD2. Önn. 28.000 FORNÁM 19.000 AÐFARANAM 19.000 ALMENNIR FLOKKAR: TUNGUMAL ISLENSKA STÆRÐFRÆÐI BÓKFÆRSLA 15.000 VÉLRITUN LEIKFIMI ÆTTFRÆÐI ISLENSKA F. ÚTLENDINGA I fl. 15.000 ÍSLENSKA F. ÚTLENDINGA II. fl. 22.000 BARNAFATASAUMUR 29.000 SNIÐAR OG SAUMAR 29.000 POSTULINSMÁLNING 29.000 MYNDVEFNAÐUR 22.000 HNÝTINGAR 15.000 BÓTASAUMUR 15.000 TEIKNUN OG AKRILMÁLNING 22.000 BYRJENDAFLOKKAR VERÐA (: norsku, ís- lensku f. útlendinga, þýsku, sænsku, ensku, frönsku, itölsku, spænsku, bókfærslu, ætt- f ræði og öllum ofangreindum verknámsgrein- um. EKKI ER INNRITAÐ I GEGNUM SIMA. ÞÁTTTÖKUGJ ALD GREIÐIST VIÐ INNRITUN. olaóburóarfólkj óskast! SÓLEYJARGATA MIKLABRAUT Bragagata Nauðungaruppboð sem auglýst var i 60., 63. og 65. tbl. Lögbirtingablaös 1979 á Grjótaseli 6, þingl. eign Arna Guöbjörnssonar fer fram eftir kröfu Galdheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri föstudag 11. janúar 1980 kl. 16.00. Borgarfótetaembættiö I Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var 160., 63. og 65. tbl. Lögbirtingablaös 1979 á hluta I Gyöufelli 16, þingi. eign Vais S. Kristinssonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik og Veö- deildar Landsbankans á eigninni sjálfri föstudag 11. janú- ar 1980 kl. 16.45. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 60., 63 og 65. tbl. Lögbirtingablaös 1979 á hluta i Grýtubakka 24, þingl. eign Guölaugar Þorleifsdótt- ur fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavik á eigninni sjálfri föstudag 11. janúar 1980 kl. 16.15. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik. UPP8RIP HJA MANNRÆNIHGJUM Á IIALlU 1979 var uppgripaár hjá mann- ræningjum á Italiu, þar sem þeir öngluöu um 20 milljaröa lira (tæpir 10 milljaröar fsl. kr.) f lausnargjöldum. Lögreglan ætlar þó að það sé ekki nema brot þeirra útgjalda, sem hinir fjárpindu sæta vegna mannránanna. Börn i skólum i Sviss Það er þvi ekki nema aö von- um, að meöal efnafólks hefur gripið um sig mikil mannráns- fælni. Iönaöarfurstar kauphéðn- ar, læknar og lögfræöingar i góö- um álnum eru sagöir hafa greitt hundruöir milljóna króna til er- lendra tryggingarfélaga, sem bjóða upp á tryggingu gegn mannránum. A Italiu er sllkur kaupskapur tryggingarfélaga bannaöur. Til viöbótar við þaö eru siöan hrikaleg útgjöld i lffvaröarlaun- um, skotheldum gluggum, bryn- vöröum bifreiöum, rafeindaviö- vörunarkerfum, þjálfuöum hund- um og fram eftir götunum. Kvi'ðinn viö brottnám hefur sett heimilislif þessa fólks meira og minna úr skorðum. Margir há- tekjultalirvistabörnsini skólum erlendis. Margir I nágrannaland- inu Sviss. Enn á valdi ræningjanna Alls var sextiu og einum manni rænt á árinu 1979. Þaö eru ellefu færri en á metárinu 1977, en til muna fleiri en meöaltalið yfir síö- ustu 45 ár. Sextán fórnardýranna eru enn á valdi ræningjanna. Tryggingar og bankalán hafa gert fólki mögulegt að fara I kringum lögin,eftir aö dómstólaf reyndu aö sporna viö þessari óhugnanlegu iöju meö þvi aö banna greiöslu lausnargjalda. Sumar þessar lausnargjaldskröf- ur hafa farið upp I tvo milljaröa lira, eins og þegar oliuhöldinum Dino Armani var rænt. Þaö ber á því, aö konum og börnum fari fjölgandi, sem rænt er, en körlum fækkandi. Bendir þaötilþessaö „nýja mafian” ætli ekki aö viröa gamlan skikk stiga- manna á Sardiniu og Sikiley, sem rændu einvöröungu fullhörönuö- um karlmönnum. Nokkur mannránanna bera merki nákvæmrar hernaöarlegr- ar skipulagningar I framkvæmd- inni. Eins og þegar flokkur manna gekk á land og geröi strandhögg á Sardinlu, þegar bræðrunum Giorgio og Marina Casana var rænt, en þeir eru bankastjórasynir. Hörmungar fórnardýr- anna önnur mannrán bera vitni tölu- veröu hugarflugi ræningjanna. Hinum átta ára Fabio Sculli var rænt af einum sllkum, sem Iklæddur prestsskrúöa kom I skóla drengsins I Reggio Cala- bria, og sagöist fjölskylduvinur, sem sendur heföi veriö aö sækja barniö. Uppáhaldsaöferö ræningjanna er þó árás i dimmu fyrir utan heimili fórnardýrsins eöa vinnu- staö, en siöan er flúiö i öruggan felustaö, sem er gjarnan einhver af stórborgum Noröur-Italiu, eöa dreifbýliö á Sardiniu og Suö- ur-Italiu. Fórnardýrin eiga venjulega illa vist I prlsundinni. Mörgum er hún einskær martröö. Andrea Zanesini, iöjuhöldur frá Mllanó, var tólf mánuöi á valdi ræningja sinna. Mestan þann tíma var hann bundinn á höndum og fótum og fyrir augun. Hann fékk ekkert nema dósamat að næra sig á. Evellna Cattaneo, kaupsýslu- kona frá Milanó, var dauða nær, 977 daga á valdi ræningjanna, þegar fjölskylda hennar aö lokum fékksttilþessað greiöa 21milljón króna lausnargjald. Angelo Jacorossi, „dfseloliu- kóngurinn” frá Róm, fékk naumt skammtað aö borða, en I staöinn nógar bækur aö lesa, sem var að- eins önnur tegund sálarkvalar, þvi að bækurnar voru allar vinstriáróöur. Sum mannránanna voru pólitlsks eölis, eins og rániö á Aldo Moro hér um áriö. þegar hún fékk lungnabólgu I sinni prisund. Þaö mál vakti mikla athygli á Italfu því að móöir hennar neitaði aö greiöa lausnargjaldiö, og kvaöst ekkert hiröa um, hvaö af dóttir hennar yröi. En Evelinu var sleppt eftir Rolf Schild, verkfræöingur, stendur enn i samningaumleit- unum viö ræningja konu sinnar og dóttur. Schildmálið óleyst. Hugsanlegt þykir, aö hryðju- verkasamtök standi aö einhverj- um þessara mannrána til þess að fjármagna byltingarathafnir sin- ar. Ein af þessum „byltingarhetj- um” ljóstaöi upp fyrir dómi, aö tengsl voru milli hryöjuverka- hóps hans og glæpalýðs undir- heimanna. Fabrizk) de Andre, sem er höf- undur dægurlagatexta, og kona hans, Dori Ghezzi, sem er kunn poppsöngkona, máttu liða kulda og skort 1118 daga, þar sem þeim var haldið I gryfju á Sardiniu. Þau voru látin laus fyrir rúmri viku, og sögöu svo frá, aö þaö heföi flögrað aö þeim aö fyrirfara sér. — De Andre hefur lað aö þvl, aö hann muni semja popptexta um prlsundina, og er ekki aö efa, aö sá mun gera lukku. Meöal þeirra, sem enn eru á valdiræningjasinna.erhin 51 árs gamla Daphne Schild og fimmtán ára dóttir hennar, Annebel. Þeim var rænt I nágrenni sumarhúss þeirra á Sardlniu I ágúst siöasta og um leiö Rolf Schild verk- fræöingi og kaupsýslumanni frá London. Rolf var sleppt til þess aö sækja lausnargjaldið. Samkvæmt siöustu fréttum standa enn yfir- samningaaumleitanir viö bófana.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.