Vísir - 09.01.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 09.01.1980, Blaðsíða 6
6 Jón P. Jónsson fyrrum landsliösmaður dr Val var ekki f skýjunum yfir árangri eöa getuíslenska landsliösins I Minden I gær frekar en aörir... „Liðíð ungl og ekki nógu agað” - segir Jón Pélur Jðnsson. leikmaður með Dankersen og fyrrum landsiiðsmaður. um isienska iiðlð Frá Gylfa Kristjánssyni á Baltic Cup I Minden i Vestur-Þýska- landi: — Jón Pétur Jónsson, sem var einn aðalmaðurinn í liði Islands i B-heimsmeistarakeppninni á Spáni sl. vetur.var meðal áhorf- enda aö leiknum við Austur-Þjóð- verja hér i gærkvöldi, en hann er eins og kunnugt er leikmaður með Dankersen og búsettur i Minden. „Það var nú ekki beint gaman að vera tslendingur og horfa á þetta”, sagði hann er við töluðum viðhann eftir leikinn. „Leikurinn við Vestur-Þýskaland i dag verð- ur ekki siður erfiður, en hann á ekki að þurfa að tapast svona stórt, ef einhver hugsun verður i leik íslenska liðsins. Jóhann Ingi landsliðsþjálfari hefur sagstmundustanda ogfalla með þessu liði. Er það gott og blessað, en þetta er allt of mikil og of ör endurnýjun hjá honum Það sást i þessum leik að liðið er of ungt og óagað. Menn spiluðu þennan leik eins og hann væri leikur i hraðmóti — lætin og fumið á öllum var þann- ig. En það er einmitt það, sem lið eins og þetta austur-þýska vill. Það er með markvörð, hraðaspil og margt annað til að sýna á móti og kann að nota sér veikleika andstæöinganna. Þetta er sennilega fyrsti alvöru- landsleikurinn hjá um 70% af Is- lensku leikmönnunum. Það var allt of lítil hugsun i leik þeirra og liðsins I heild, þótt svo að flestir leikmennirnir búi yfir talsverðum krafti. Þaö er stórt að tapa með tiu marka mun i landsleik, og von- andi bitnar það ekki á þeim i næstu leikjum. En menn verða aö sætta sig við þetta og geta þakkað Jens Einarssyni markverði að ekki fór verr. Ef hann hefði ekki varið svona vel, er ekki gott að segja hvernig þessi martröð hefði endað”... „Hvar eru Deir sem skjóta meö hægri hendi?” - snurði annar pýsku dómaranna Frá Gylfa Kristjánssyni á Baltic Cup i Minden i Vestur-Þýska- landi: „Ég hef aldrei séö landsliö leika fyrr sem hefur ekki eina einustu hægri-handar skyttu”, sagði annar dómari leiksins i gærkvöldi, Vestur-Þjóðverjinn Werner Belitz, er við töluöum við hann eftir leikinn. Hariow ruglaði kertið Ahugamannaliðið Harlow rugl- aði allt kerfið hjá veðmöngurun- um á Bretlandi i gærkvöldi með þviaö slá 2. deildarliöið Leicester City út úr bikarkeppninni. Fyrir leikinn stóðu veðmálin 10.000 á móti 1 að Harlow yrði bik- armeistari Englands, en eftir 1:0 sigurinn i gærkvöldi uröu veð- mangararnir að slá helmingi af, og eru möguleikar Harlow nú taldir 5000 á móti 1. Arsenal komst einnig áfram i bikarkeppninni með 2:1 sigri yfir Cardiff og sömuleiðis West Ham, sem sendi 1. deildarliðið West Bromwich út i gærkvöldi, einnig með 2:1 sigri. Þrir aðrir leikir fóru fram i bik- arkeppninni, en lauk öllum meö jafntefli og veröa liðin þvi að mætast i þriöja sinn. Úrslit þeirra urðu: Blackburn?Fulham 1:1, Rochadale-Bury 1:1 og Crystal Palace-Swansea 3:3 —klp— Þau voru í sérflokki Tékkar hafa valiö iþróttamann og konu ársins 1979 hjá sér. tþróttakona ársins þar var kjörin Helena Fibingerova, sem á heimsmetið I káluvarpi kvenna, 22.32 metra, en iþróttamaöur árs- ins var kjörinn hlauparinn Karel Kolar. Fengu þau bæöi langflest atkvæöi Iþróttafréttamanna i Tékkóslóvakiu... —klp — Hann átti þar við, að enginn Is- lendingur sótti upp vinstri væ ig- inn á vellinum og skaut með hægri hendi, enda brugöust stór- skytturnar þar gjörsamlega, Hélt þvi dómarinn eins og margir aðr- ir i húsinu, aö Island ætti enga hægri handar skotmenn. „Annars fannst mér islensku piltarnir likamlega sterkir og meö smáheppni áttu þeir að geta skoraö 5 til 6 mörk i viðbót”, sagði hann. „En ástæöan fyrir þessu stóra tapi er fyrst og fremst þaö, að þeir voru of bráðir i sókninni og sátu svo eftir þar, þegar þeir áttu að flýta sér i vörnina”. Ekki vildi sá þýski spá fyrir okkur um úrslitin i leiknum við heimsmeistarana I handknattleik i kvöld. Hann yppti aöeins öxlum og hló, og gaf greinilega i skyn að hann teldi möguleika Islands i þeim leik hverfandi litla. Stórskyttur eins og Þorbergur Aöalsteinsson sem er á þessari mynd — Siguröur Gunnarsson og fleiri „hægrWiandarmenn” skorubu ekki eitt einasta mark i leiknum....

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.