Vísir - 09.01.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 09.01.1980, Blaðsíða 8
VÍSIR Miftvikudagurinn 9. janúar 1980. 8 utgefandi: Reykjaprenl h/f Framkvæmdastióri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: olafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jonina Michaelsdóttir, Kaírin Pálsdoftir, Páll Magnússon, Sigurveig Jonsdóttir. Sæmundur Guðvinsson. Iþrottir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. André'sson, Jens Alexandersson. ullil og hónnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnus Olafsson. Auglysinga og sölustjóri: Páll Stefánsson Askrift er kr. 4.500 á mánuði Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. I innanlands. Verð i lausasölu 230 kr. eintakið. Auglysingar og skrifstofur: Prentun Blaðaprent h/f Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. MJkTTUR HLUTLEYSIS I REYND Sovéskir skriðdrekar á flugvellinum i Kabúl, höfuðborg Afganistan. Það hefur iitið þýtt að sýna stjórnendum þeirra hlutleysisyfirlýsingu afgönsku þjóðarinnar. Hernám Sovétríkjanna i Afganistan er enn eitt skipbrot hinnar svokölluðu hlutleysis- stef nu í heiminum. Og afgreiðsla Sovétríkjanna á tillögu fimm hlutlausra ríkja í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, sem skor- uðu á Sovétríkin að verða á brott með her sinn úr hinu hlutlausa Afganistan, er annað áfall til við- bótar fyrir hlutlausu þjóðirnar. Sovétríkin vísuðu henni ósköp einfaldlega á bug með neitunar- valdi sínu. Þannig gera Sovétríkin hvort tveggja í senn: beita hlutlaust smáríki hervaldi og ganga í ber- högg við vilja hlutlausra þjóða, sem þau á undanförnum árum hafa lagt megináherslu á að veðra sig upp við. Auðvitað eru það engin ný sannindi, að hlutleysi reynist einskis nýtt til varnar, þegar her- veldum býður svo við að horfa. Þjóðverjar lögðu á sínum tíma undir sig hlutlaus Evrópuríki. Hið sama gerðu Sovétríkin í enn ríkara mæli, og þau réðust m.a.s. sérstaklega á riki, sem þau höf ðu ábyrgst hlutleysið fyrir. Við Islendingar erum jafnvel í hópi þeirra þjóða, sem hafa fengið að reyna það, að vilji til hlutleysis og hlutleysisyf irlýsingar duga skammt. Og það voru hvorki Þjóðverjar né Sovétríkin, sem rufu hlutleysi okkar heldur Bret ar sem við höfum um aldir tal- ið okkur fremur vinveitta þjóð þrátt fyrir það, að alvarlegar snurður hafi nokkrum sinnum hlaupið á þráðinn í samskiptum okkar og þeirra. Það breytir engu í þessu sambandi, að sjálfsagt höfum við mátt telja okkur hólpna, að Bretar urðu fyrri til en Þjóðverjar að hernema landið í seinni heimsstyrjöldinni. Megin- máli skiptir, að hlutleysið dugði ekki til varnar f yrir ísland frek- ar en fyrir önnur lönd, þar sem á hefur reynt. Eina vörnin, sem dugað getur gegn yfirgangi ofbeldisafla, er að þau viti af nægilegum styrk á móti. Styrk skilja allar þjóðir og virða, en veikleiki reynist þjóð- um oft ómótstæðileg freisting til yf irgangs. Þetta eru gömul og ný sannindi, sem þjóðir heims og allir hugsandi einstaklingar eiga að þekkja. Við íslendingar, sem ekki bú- um yfir nægilegum styrk sjálfir, höfum í Ijósi okkar eigin reynslu og annarra tryggt öryggi okkar með þátttöku í Atlantshafs- bandalaginu og sérstaklega með varnarsamningnum við Banda- ríkin, öflugasta lýðræðisríki heims. Að sjálfsögðu höfum við íslendingar enga ástæðu til að óttast áreitni Sovétmanna vegna óvildar þeirra í okkar garð. En fyrir hinu getum við með engu móti lokað augunum, að land okkar er þannig í sveit sett, að yfirráð yfir því væru jafnvel miklu þýðingarmeiri fyrir Sovét- rikin heldur en nokkurn tíma yfirráð þeirra yfir grannríkinu Afganistan. Ef (sland væri óvar- ið, eins og Afganistan mátti heita, væri landið auðveld bráð fyrir Sovétherinn hvenær sem Sovétherrunum þóknaðist. Það er greinilegt, að innrás Sovétríkjanna í Afganistan er m.a. liður í áætlun þeirra um að þjarma að ríkjum Vestur-Evrópu og króa þau af. Sovétríkin eru á góðri leið með að ná aðstöðu til að ioka fyrir olíuflutningaleiðir frá Persaflóa til Vestur-Evrópu. Hvers gætu þau frekar óskað sér að auki en að komast yf ir aðstöðu til að loka samgönguleiðum milli Vestur-Evrópu og Banda- ríkjanna? Með yfirráðum á íslandi væri þeirri aðstöðu náð. Þó að varnir íslands haf i þann- ig meginþýðingu fyrir aðrar þjóðir Atlantshafsbandalagsins, ailtfrá Bandaríkjunum til Tyrk- lands, skipta þær mestu máli fyrir okkur Islendinga sjálfa. At- burðir eins og árásin á afgönsku þjóðina eiga að vera okkur á- minning að halda sífellt vöku okkar í þessum efnum. THAILENDINGAR EFLA VARN- IR SlNAR GEGN VIETNAM - landamærahéruö rfkjanna sem eldflm púðurtunna Vietnam heldur áfram áróðursstriði sinu gegn Thailandi í von um að vekja upplausn og óstöðugleika i landinu en leiðtogarnir i Bang- kok vonast samt sem áður til þess að ekki komi til meiriháttar inn- rásar Vietnama. Könnunarferöir herliðs frá Hanoj yfir landamær- in, stórskotaliös og eldflaugaárásir halda áfram en það er álit þeirra sem gerst þekkja til að stjórnin i Bangkok hafi reiknaö dæm- ið rétt. Hermenn Thailands við gæslu á landamærunum. Landamæri aðeins 150 km frá Bangkok Thailendingar eru samt við- búnirhinu versta. Þeir hafa ný- lega fengiö hergögn frá Banda- rikjunum og þar á meðal M-48 skriödreka, brynvarða bila, þyrlur, þungar vélbyssur, rakettur og vopn gegn skrið- drekum. Bandariskir skrið- drekastjórar hafa einnig verið sendir til landsins i nokkrum mæli. Þessar vopnasendingar hafa styrkt stöðu Thailendinga við landamærin sem eru, á köfl- um, aðeins i tæpra 150 kilómetra fjarlægð frá höfuðborginni Bangkok. Enn sem fyrr eru þó aðal- varnir Thailendinga dipló- matiskar og pólitiskar aðgerðir en þeir eru eina rfkið i Suöaust- ur-Asiu sem átti nógu hæfa leiö- toga til að sleppa við nýlendu- kúgun Vesturlanda, Dipló- matiskar heimildir telja, að Hanoj fylgist náið með fram- gangi mála i samningaviðræð- um Kinverja og Sovétmanna og að árangur þessara viðræðna gæti reynst Thailendingum heilladrýgrien nokkur loforð frá Washington — og þar með talið loforð Zbigniew Brzezinski, ör- yggismálafulltrúa Carters um að Bandarikin ábyrgðust öryggi Thailands. Japanir reynast hjálplegir Thailendingar binda einnig nokkrar vonir við Japana, en forsætisráðherra þeirra, Masayoshi Ohira hvatti nýlega Vietnama til þess að draga her- lið sitt brott frá Kampútseu, i yfirlýsingu sem hann birti eftir fund með forsætisráðherra Singapore, Li Kúan Jev. Japan er eina landið, að Sovétrikjun- um frátöldum, sem veitir Viet- nömum efnahagsaðstoð og Japanir skáru nýlega á 56 millj- ón dollara fjárhagsaðstoð sem Vietnamar þurfa lifsnauðsyn- lega á að halda til að komast hjá hungursneyð. Það er og thailenskum leið- togum nokkur styrkur hve mikil úlfdð er milli kommúnistaleið- toga i landinu. Deilurnar um Vietnam hafa klofið kommún- istaflokk landsins og einn vara- forsætisráðherra Kina, Ji Peng- fei, sagði blaðamönnum i Beij- ing að hann hefði hvatt thai- lenska kommúnista til að leggja Bangkok-stjórninni lið i baráttu gegn „vietnömskum heims- valdasinnum”. Hriktir í stoðum kommúnistaf lokksins Aðalfundur miðstjórnar Kommúnistaflokks Thailands átti að vera haldinn i október en var frestað, að þvi er talið er vegna deilna innan flókksins. Þær snúast um það hvort flokk- urinn eigi að einbeita sér að þvi — i anda Maó formanns —■ að berjast i sveitahéruðunum eða hvort fylgja eigi fordæmi Viet- nama og snúa sér að þéttbýlis- svæðunum. Thailensk yfirvöld telja að i rauninni sé tekist á um framtið flokksins sem barist hefur með ágætum árangri i áratug i landamærahéruðum Thailands. Ásakanir ganga á vixl Á landamærasvæðunum eru samankomnir meira én 85 þús- und flóttamenn frá Kampútseu og sennilega álika margir frá Laos og rikir mikil hungursneyð meðal flóttamannanna eins og kunnugt er. Vietnamar ásaka Thailendinga fyrir að leggja andstæðingum þeirra lið i þess- um héruðum en Thailendingar harðneita þvi, játa á hinn bóg- inn hreinskilnislega að þeir hafi ekki fulla stjórn á þessum svæð- um. Ef Hanoj-stjórnin er stað- ráðin i að leggja til atlögu er næsta auðvelt að finna ein- hverja tylliástæðu i landamæra- héruðunum og sendiherra Thai- lendinga i Hanoj, sem nýlega var kallaður heim, segir: ,,Ef til vill munu Vietnamar ekki gripa til vopna en þeirra hugsana- gangur er ekki okkar, Þvi erum við reiðubúnir gegn hverju sem vera skal”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.