Vísir - 09.01.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 09.01.1980, Blaðsíða 24
Miðvikudagur 9. janúar 1980 síminner 86611 Spásvæði Veðurstofu tslands eru þessi: 1. Faxaflói, 2. Breiðafjörð- ur, 3. Vestfiröir, 4. Norður- land, 5. Norðausturland, 6. Austfirðir, 7. Suðausturland, 8. Suövesturland. Veðurspá dagslns Yfir Skandinaviu er 1035 mb. háþrýstisvæði, en 750 km vestur af Reykjanesi er 970 mb. lægð sem er farin að grynnast. Um 600 km SV af Hvarfi er 960 mb. lægð sem fer allhratt NA. Heldur kólnar i bili. Suðvesturiand til Vestfjarða: S og SV-kaldi og slydduél eða skúrir i dag en vaxandi SA i nótt. Allhvasst og rigning með morgninum. Norðurland: S-stinningskaldi og sfðar kaldi en gola í nótt. Skúrir og siðan slydduél vest- an til, þurrt austan til. Norðausturland: S-stinnings- kaldi og þurrt norðan til i dag en dálitil rigning sunnan til. S og SV gola eða kaldi og bjart veður i nótt. Austfirðir: Allhvöss S-átt og rigning i dag, SV-kaldi og þurrt i nótt. Suðausturland: Allhvöss S og SA-átt og siðar kaldi og rign- ing fram eftir degi en siöan SV-kaldi og skúrir. veðrið hérog bar i Kiukkan sex f morgun: Akureyri alskýjaö 7, Bergen skýjaö -r2, Helsinki snjókoma -f-5, Kaupmannahöfn alskýjað -f-l, Oslóalskýjað -=-3, Reykja- vik 2, Stokkhólmur snjókoma -t- 3, Þórshöfn alskýjað 5. Klukkan átján I gær: Aþena skýjað 11, Berlinþoku- móða -r- 4, Chicago skýjaö -rlO, Feneyjar þoka +1, Frankfurt þokumóða 1, Nuuk skýjað -t- 9, London mistur 5, Luxemburg skýjaö 1, Las Palmas skýjað 17, Mallorca skýjað 10, Montreaísnjóél -f4, Paris alskýjað 3, Róm þoku- móða 6, Malaga léttskýjað 15, Vin þokumóða + 2, Winnipeg skafrenningur -r30. Loki segír „Við viljum ekki bara sitja og sitja” segir Viimundur við Þjóöviljann og á við ráöherra- stólinn. Hvernig væri þá bara aö standa upp? I i I I I L I i : I Stelngrímur um útreikninga ÞjóOhagsstofnunar: „TILLðeilR FRUNSðKNM FLQKKSIHS ERU BESTAR" „Mér líst stórkostlega vel á þessa útreikninga því samkvæmt þeim eru okkar tillögur bestar og maður hlýtur að ætla að umræður um aðgerðir hljóti að byggjast á þeim tillögum sem koma best út að mati Þjóðhags- stofnunar" sagði Stein- grímur Hermannsson formaður Framsóknar- flokksins í morgun þegar hann var spurður um álit á útreikningum Þjóð- hagsstofnunar sem Geir Hallgrímsson afhenti þingf lokkunum í gær. A fundi með formönnum flokkanna í gærmorgun var ákveðið að hittast aftur á fimmtudag eftir hádegi og ræða þær leiðir sem Þjóðhagsstofnun hefur reiknað út i umræddu plaggi. Þetta eru fimm leiðir sem byggjast á i fyrsta lagi óbreyttri stefni, efnahagstillög- um Framsóknarflokksins, efna- hagstillögum Alþýðuflokksins, hugmyndum þeim sem komiö hafa fram um niðurfellingu á verðbótum fram til 1. sept- ember gegn 25-30 milljaröa króna félagsmálapakka og loks svipuð leið nema hvaö 15% hámark er sett á niöurfellingu verðbóta. Tveir menn frá hverjum flokki munu kanna leiðir i efna- hagsmálum. Frá Sjálfstæðis- flokki Jónas Haralz og ólafur G. Einarsson, Framsóknar- flokki Halldór Asgrimsson og Guðmundur G. Þórarinsson, Al- þýðuflokki Kjartan Jóhannsson og Sighvatur Björgvinsson og Alþýðubandalagi Svavar Gests- son og Geir Gunnarsson. Svavar Gestsson var i morgun spurður hvernig honum litist á útreikninga Þjóðhagsstofnunar. „Mér list dauflega á þá: , en það er ekkert farið að ræöa það i þingflokknum ennþá. Það vantar þarna ýmsar skýringar, einkum hvar á að taka peninga tilað standa undir þeim útgjöld- um sem gert er ráð fyrir” sagði Svavar. — JM - sagOl Vaughan. aöalsamnlngamaður breska ollufyrlrtæklslns BN0C „Það eru mikil likindi fyrir þvi að samkomulag náist f aðalatriö- um i umræðunum i dag og á 8' morgun”, sagði mr. Vaughan, aöalsamningamaður breska fyrirtækisins BNOC, en hingað er hann kominn til að semja um sölu á gasoliu til Islendinga. Vaughan var spurður, hvort þetta breska tilboð væri hagstæð- ara en á Rússaoliunni, en hann sagði að það væri Islendinga sjálfra að dæma um. Hins vegar 1 yrðum við eftirleiðis ekki háðir einum aðila um ollukaup og ætti BNOC að geta séð okkur fyrir ná- lægt 50% af oliuþörfinni. Um verðið sagöi hann, að miðað væri við „main stream” verð, sem væri langtlmaverö og ekki eins breytilegt og á Rotterdammark- aðnum, en Rússaolian væri miðuö við hann. Ekki vildi hann þó segja til um nákvæma verðlagningu á bresku oliunni, þvi að Bretar væru sjálfir ekki endanlega búnir að ákveða verðið á Norðursjávar- oliunni fyrir þetta ár. Ekki væri þó fyrirsjánleg nein stórkostleg hækkun á oliuverðinu. Verðið ætti þvi ekki að verða ágreiningsatriöi milli þeirra og islensku oliunefnd- arinnar. Vaughan sagði, að liklega yröi samið um 125þús. tonn af gasoliu, sem afhent yrðu á seinni helmingi ársins. Þá væru þessi viöskipti hugsuð til frambúðar og þá með fleiri oliutegundir i huga. Að lok- um sagði hann, að samkomulag i aðalatriðum ætti að nást núna, en liklega yrði gengið frá samning- um ismáatriðum fyrir 15. janúar. —HR „Það er ekki fyrirsjáanieg nein stórkostleg hækkun á oliuverðinu”, sagði mr. Vaughan aðalmaður bresku oliusamninganefndarinnar.sem ræðir I dag viölslensku olíunefndina. Visismynd JA. „SAMK0MULAG ffni AD NAST í AÐALATRIDUM” EKIR A10 tRA UREHO TIu ára gamall drengur slasað- ist i umferðinni á Akureyri i gær. Slysið varð um eitt-leytið i gær- dag. Drengurinn var á gangbraut á Þórunnarstræti, við gatnamót Hamarsstigs, er hann varð fyrir bifreið. Drengurinn lærbrotnaði og hlaut smáskurði á höfði en slapp við frekari meiðsli. — ATA „Konurí landlnu ættu að sameinast um hæfa konu” seglr Soffla Guömunús- dóttlr á Akureyrl um forsetakosnlngarnar „Það hefur enginn farið fram á það við mig að ég gæfi kost á mér til forsetaframboðs”,sagöi Soffia Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri. Sá orðrómur hefur ver- ið á kreiki aö Soffia myndi gefa kostásérog 2. janúar taldiSvart- höfði næsta vist,' aö hún færi i framboð. „Mig langar til aö vita hvewi- hefurveriðað dreyma mig þarná á Visi. Svo mikið er vist, að þessi skrif komu mér á óvart. Hins vegar hef ég heyrt. að reyntsé að finna konu til aðfara i framboðogþað er skoðun min, að konur ilandinu ættu að sameinast um hæfa konu til þessa embætt- is”. — Myndir þú gefa kost á þér, ef ieitaö yrði til þin? „Þar sem enginn hefur leitað til min, finnst mér ekki timabært að svara þessari spurningu”. —ATA i I I I 1 I I 1 Fær 20tn century Fox leyfl tll innflutnlngs á fllum? „Þaö verður hungur róður” seglr Pall A. Pálsson, ylirdýraiæKnlr „Ég er hræddur um að þetta verði þungur róður fyrir þá> en það hefur engin ákvörðun verið tek- in ennþá", sagði Páll A. Pálsson, yfirdýralæknir, þegar Visir spurðist fyrir um möguleika 20th Century Fox kvikmynda- félagsins til að fá að flytja hingað inn ffla og fleiri sirkusdýr. Visir greindi frá þvi fyrir helgina, að umsókn þessa efnis hafi komið til stjórnvalda. Yfir- dýralæknir kvaðst hafa beöið um nánari upplýsingar um fjölda og tegundir dýra, sem sótt er um leyfi fyrir, en svar við þvi hafi ekki borist ennþá. Dýrin átti að nota við kvik- myndun fornaldarmyndar, sem heitir Leitin að eldinum. Að sögn Páls var á það minnst i umsókninni, að filana ætti aö dulbúa sem mammúta og flytja þá austur að Krossá, þar sem kvikmyndun er fyrirhuguð. — SJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.