Vísir - 10.01.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 10.01.1980, Blaðsíða 1
 Fimmtudagur 10. janúar 1980/ 8. tbl. 70. árg. ■ iLOGU MLEVFÍSBI HDÍÍÍéU ! ALLRA VEWA UNDIRBÚIN S Samkvæmt beim verður að sækja um leyfi fyrir ðll fiskiskip ,,Það hefur verið i undirbúningi löggjöf um að leyfisbinda allar veiðar i islenskri fiskveiðilögsögu” sagði Björn Dagbjartsson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra i samtali við Visi. Björn sagði að nú þegar væri búið að lögbinda ýmsar veiðar, t.d. rækju- og skelfiskveiðar og nú siðast loðnuveiðarnar og væri þvi bara eftir að stiga þetta skref til fulls og lögfesta það að fiskiskip þurfi að fá leyfi til að stunda veiöarnar. Hingað til hafi ekki þótt mögulegt að leyfisbinda togveiðar ef þær færu eftir þeim reglum sem þegar giltu um slikar veiðar og þvi gæti hver sem vildi stundað þessar veiðar. Með þessari fyrirhuguðu löggjöf yrði eitt látið yfir alla ganga og þorsk- veiðar þar með settar undir sama hatt og aðrar veiðar. Undirbúningur að þessari lög- gjöf er til kominn vegna þess að nokkur brögð munu vera aö þvi að togarar sigli með afla sinn i stað þess að landa honum hér enda þótt vitað sé til að sum- staðar skorti fiskvinnslustöðvar hráefni. Fyrirhuguð löggjöf ætti þvi að geta komið þar á meiri samræmingu. — HB Týsmáiið: Dóms- rannsókn er lokið „Þegar við höfum lokið við að ganga frá skýrslum málsins og tæknideildin lokið sinum störfum verður málið sent til Asgeirs P. Asgeirssonar á Akureyri sem var forseti sjódómsins” sagði Þórir Oddsson vararannsóknarlög- reglustjóri í morgun um Týsmál- iö. Þórir sagði að siðan myndi Asgeir senda þessi gögn ásamt endurriti réttarins á Akureyri til saksóknara rikisins. Sjórétti á Akureyri vegna þessa máls lauk siðdegis i gær og komu þá 12 skipverjar fyrir dóminn. Ekkert nýtt kom fram i dóminum igær og eruskýrslur skipverja aö mestu samhljóöa. Varðskipið Týr lét úr höfn á Akureyri klukkan 17 i gær en áður hafði Pétur Sigurgeirsson vígslu- biskup farið um borð og fór fram stutt helgiathöfn. — SG Loðnan fundln „Fyrsta tilkynning um loðnu- veiði kom rétt fyrir miðnætti” sagði Andrés Finnbogason i Loðnunefnd, er Visir ræddi við hann i morgun. Tveir bátar, Isleifur VE og Gullberg VE, eru komnir inn á Bolungarvik og á leiðinni eru Hrafn GK og örn KE. Eru þeir allir með fullfermi. Fannst loðnan milli Vikurháls og Hala, eða djúpt út af Barðagrunni. Bátarnir voru dreiföir hingað og þangað, en stefna nú allir á miðin. Þeir sem austastir voru i leitinni, verða a .m.k. sólahring aö komast þangaö. Leitarskipið Bjarni Sæmunds- son var statt út af Vestfjörðum, en þurfti að fara inn á Isafjörð i Verið er að árita skattskýrslublöö Reykvikinga hjá Skýrsluvélum þar sem þessi mynd var tekin I morgun. Stefán Evertsson, vinnslu- stjóri, sést hér við eina áritunarvélina. Visismynd: JA. I morgun Avlsanamállð prjú ár (kerflnu: „Hðfum ekki treyst okkur ni að leggja fram ákæru l máimu” - seglr Bragl Stelnarsson. saksóknarl „Þaö er verið að safna gögnum um þetta mál I Seölabankanum og ég held að þaö sé ekkert að frétta eins og er”, sagöi Bragi Steinarsson, saksóknari er Visir spurði hann hvar „Avlsanakeðjumáliö” svokallaða væri niðurkomið i kerfinu. A sinum tlma fór fram einhver umfangs- mest rannsókn sem um getur, vegna þessa máls, en siöan rannsókninni lauk, hefur litið um það heyrst. „Sumarið 1978 fengum viö málskjölin i hendur og sumariö ’79 sendum við þaö til Seðlabank- ans til frekari rannsóknar. Rann- sóknina, sem þar fer fram má kalla hina hlið málsins, þaö er reikningsfærsla bankanna á um- ræddum tékkareikningum. Ég gæti trúað þvi að hægt væri að vinna i þessu máli árum saman, þetta var haugur af tékkum, sem erfitt var að finna upphaf eða endi á. Máliö hefur veriö til meðferöar i þrjú ár og meðferðin sýnir, að við höfum ekki treyst okkur til að leggja fram ákæru, eins og málið lá fyrir, og nú er málið sem sagt hjá kærandanum, þaö er Seðla- bankanum.” — ATA „SKEMMTIFERÐ POPPflRA” - seglr Elður Guðnason um ferð tónllslarmanna líi Gannes „A fundi rikisstjórnarinnar var þetta mál kynnt.en það gekk I gegn um iðnaðarráðuneytiö. Þetta erindi er þess eðlis aö þvl var vlsaö til fjárveitingarnefndar Alþingis”, sagði Vilmundur Gylfason ráðherra I samtali við VIsi, um beiðni Hljómplötuútgáfunnar um styrk til utan- farar hljómlistarmanna til Cannes I Frakklandi. „Ég held að þetta sé eilifðar- Hljómplötuútgáfunni i samtali söltun. Eiður Guðnason.formaður við Visi. fjárveitinganefndar. sagði að nefnd hans hefði veigameiri mál „Við höldum áfram að reyna, að fjalla um en skemmtiferð þvi það verður ekki aftur snúiö”. poppara”, sagði Jón Ólafsson hjá — KP. HLAIIP í SKAFTÁ „Hlaupið hefur þróast fremur hægt i nótt og yfirborð árinnar hefur hækkað um 25-30 senti- metra til viðbótar við þá tvo metra sem hækkunin var I gær”, sagði Oddsteinn Kristjánsson bóndi i Hvammi i morgun, þegar Visir hafði samband við hann vegna hlaupsins sem byrjaði i Skaftá i gær. „Ég hef ekki trú á að þetta verði miKlu meira núna vegna þess hversu skammt er um liðið frá siðasta hlaupi”, sagöi Odd- steinn. Hlaup koma nokkuð óreglulega i Skaftá, en þó er algengast að þau komi með um 1 árs millibili. Siðasta hjaup kom i september á nýliðnu ári. —P.M.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.