Vísir - 10.01.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 10.01.1980, Blaðsíða 8
VISIR Fimmtudagurinn 10. janúar 1980 utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: Olafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Halldor Reynisson, Jonina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdó'fir, Páll Magnússon, Sigurveig Jðnsdbttir, S<emundur Guðvinsson. Iþrottir: Gylfi Kristjánssbn og Kjartan L. Pálsson. Ljðsmyndir: Gunnar V. André'sson, Jens Alexandersson. Utlil og hönnun: Gunnar Trausti Guðbibrnsson, Magnus Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. \ Auglysingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 4.500 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu 230 kr. eintakið. Prentun Blaðaprent h/f I Vísir skýrði f rá því í gær, að út- færsla landhelginnar við Græn- land í 200 sjómílur væri nú til um- ræðu í dönsku ríkisstjórninni. Norskir fjölmiðlar hafa haldið fram, að útfærslan yrði 1. apríl. Ekki fékkst það atriði staðfest í Danmörku, en Eyvind Bolle sjá- varútvegsráðherra Norðmanna sagði að ákvörðun Dana um út- færslu myndi ýta á að Norðmenn færðu út landhelgina við Jan Mayen í 200 sjómílur. Af þessu er Ijóst, að við islendingar verðym nú að snúa okkur aftur að Jan Mayenmál- inu, sem legið hef ur í láginni um skeið, en umræðum um það var fyrst frestað vegna stjórnmálaá- standsins í Noregi og síðan vegna stjórnarkreppunnar hér á landi. Svo sem menn rekur minni til varðekki einu sinni útkljáð í Jan Mayen-viðræðum islendinga og Norðmanna, hvernig veiðikvót- um þjóðanna á loðnu við Jan Mayen yrði skipt á sumarvertíð- inni, hvað þá önnur ekki siður þýðingarmikil mál. Loðnudeilan hefur nú verið vakin upp vegna þess að íslensk veiðiskip hafa byrjað loðnuveið- ar að nýju og sjávarútvegsyfir- völd á Islandi hafa lýst yf ir að ó- hætt sé að veiða meira magn úr stof ninum en norskir og íslenskir fiskifræðingar urðu ásáttir um á r«ko Litil eða engin upplýsingamiðlun islenskra stjórnvalda varðandi okkar hlio Jan May- enmálsins hefur orðið til þess að almenningsálitið og fjölmiölar I Noregi hafa tekio mjög neikvæöa afstöou til málstaðar okkar. Þessu þarf aö breyta meo öflugri kynningarstarfsemi og styrkja þannig stöðu okkar fyrir væntaniega samningagero. síðasta ári. Sú ákvörðun byggist á nýjum niðurstöðum íslenskra fiskifræðinga af rannsóknum, sem Norðmenn áttu engan hlut að. Af lestri norskra blaða er Ijóst, að lítið sem ekkert hefur komið f ram þar i landi um ástæður þess að Islendingar telja óhætt að veiða meira en áður hafði verið rætt um og hefur sá upplýsinga- skortur orðið til þess að al- menningsálitið er mjög andsnúið okkur og afstaða sjómanna og út- vegsmanna mjög neikvæð í garð okkar. Ber þar enn að sama brunni og oftast fyrr i deilum okkar við aðrar þjóðir, að upplýsingamiðl- un íslenskra stjórnvalda er í mol- um og ráðamenn virðast aldrei geta skilið hvers virði það er í milliríkjasamskiptum af þessu tagi að reka öfluga kynningar- starfsemi á málstað okkar. Þegar Jan Mayenmálið var sem mest á dagskrá hérlendis á siðasta ári var á þetta bent og var þá meðal annars rætt um nauð- syn þess að gera Norðmönnum grein fyrir ýmsum staðreyndum sem snerta ísland og Jan Mayen. f þessu sambandi má minna á ferðir Islendinga til eyjunnar og nýtingu hlunninda þar ásamt sögulegum heimildum, sem auka rétt okkar til Jan Mayen og auð- linda við eyna. Sömuleiðis þarf að leggja áherslu á ástæður þess að við lítum á loðnustof ninn sem íslenskan fiskistofn. Nauðsynlegt er að íslensk stjórnvöld komi á framfæri í Noregi öllu því sem máli skiptir varðandi Jan Mayenmálið áður en formlega verður gengið frá nokkru við Norðmenn um út- færslu fiskveiðilögsögu við eyna og nýtingu á sjávarfangi eða auðlindum á landgrunninu í kringum eyna og á henni sjálfri. Þessi upplýsingamiðlun getur verið í margvíslegu formi, en aðalatriðið er að við látum ekki norsku þjóðina, sem án efa hefur veruleg áhrif á stefnu ráða- manna sinna, grundvalla afstöðu sína til Jan Mayenmálsins á ein- hliða norskum upplýsingum. Það kann ekki góðri lukku að stýra fyrir okkur íslendinga, sem eig- um að geta haft sterka stöðu í samningagerð þjóðanna um Jan Mayenmálið. Að eignast heimili Anna K.Brynjúlfsdóttir: JÚLÍA OG SNORRI. Myndirnar teikn- aði Sólveig Þorbergsdóttir. Hergill, 1979; Höfundur bókarinnar JUlia og Snorri heitir Anna K. BrynjUlfs- dóttir. HUner kennari að mennt og starfaði sem slikur um nokk- urra ára skeið. Núna skrifar hUn bækurhanda börnum og sér um barnasiðu í Visí. JUlia og Snorri er sjötta bók Onnu. Hinar eru Bangsabörnin 1964, Bangsa- börnin i Hellalandi 1965, Matti Patti 1976, Geimveran Trilli 1977ogRennum á regnboganum 1978. Allar þessar bækur eru skrifaðar með yngstu lesend- urna i huga og sömu sögu er að segja um JUliu og Snorra. 1 fyrri bókum sinum skrifar Anna um frekar óraunverulega hluti. Þannig fer hún svipað að og flestir þeir sem skrif a bækur handa yngsta fólkinu. Hérna f er hún þó aö segja frá raunveru- leikanum, lifi og tilveru barna. Efnið sem hUn byggir söguna á er ofarlega á baugi um þessar mundir, þ.e. vandamál flótta- manna i fjarlægum heimsálf- ym. Islendingar hafa fengið grein- argóðar lýsingar á kjörum flóttamanna i fjölmiðlum á undanförnum mánuðum. Svar þjóðarinnar var að taka að sér hóp flóttamanna frá Vietnam, sem nU eru orðnir islenskir. Þetta fólk sem hvergi gat höfði sinu hallað hafði eignast heimili bókmenntir Sigurður Helgason skrifar um barnabækur eftir langvarandi hörmungar. Júlia litla fæddist i Eþiópiu. Þar bjó hUn við mjög bág kjör þegar kona sú, sem seinna varð móðir hennar fann • hana og veitti henni umhyggju og hjálp. JUlia var foreldralaus og þvi ákvað konan að taka hana að sér. Skömmu eftir heimkom- una gif tist móðir JUliu og verður barnshafandi. Þegar sU litla kemur loks til Islands er Snorri bróðir hennar rétt nýfæddur, Sagan lýsir daglegu lifi þessara tveggja barna á fyrstu æviárun- um. Þar koma fyrir flest þau vandamál sem snUa að foreldr- um sem þurfa að vinna Uti. Sagan um JUliu og Snorra er mjög einföld. Þar eru engar málalengingar. Samt held ég að sá kjarni sem mér virðist höf- undur vera að benda á nái vel til lesenda. Sagan er fyrst og fremst jákvæð. HUn vekur spurningarhjá börnum. JUlia er* svört og Snorri hvitur. Samt hugsa þau mjög svipað, finna til á svipaðan hátt og þykir vænt um aðra á sama hátt. Þannig er verið að benda á, að börnin séu eins, enda þótt þau bUi á sitt hvorum hluta hnattarins. Loka- kaflinn lýsir þvi hvernig tvö börn, annað hvitt og hitt svart sjá veröldina út um gluggann á herberginu sinu. Það gerist á jólanóttina og þau skynja þá gleði og þann fögnuð/Sem jólin veita börnum^nákvæmlega eins. Sagan er mjög geðþekk. Hún er laus við þann æsing sem margar barnabækur byggjast á. Hun segir bara frá hlutunum eins og þeir eiga sér stað. Ég tel bókina vera mjög frambærilega á barnabókamarkaðinum. Teikningarnar i bókinni eru eftir Sólveigu Þorbergsdóttur, sem er 15 ára gömul og nemandi i Vighólaskóla i Kópavogi. Þær eru prýðilegar og mér finnst vel til fallið að leita til barna og unglinga varðandi slik verkefni. Það er ótrUlega margt sem þau eru fær um að gera. Letur á bókinni er mjög skýrt. Það ætti að vera illa læsum börnum til hagræðis, þvi að besta leiðin til að verða læs, er jU að æfa sig að lesa bækur. SigurðurHelgason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.