Morgunblaðið - 12.10.2001, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 12.10.2001, Qupperneq 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 19 VALDÍS Hallgrímsdóttir og Árni Heiðar Ívarsson frá Ísafirði sigr- uðu í kvenna- og karlaflokki í keppninni Þrekmeistari Íslands, sem fram fór í Íþróttahöllinni á Akureyri um síðustu helgi. Keppnin var gríðarlega spenn- andi og erfið en keppendur fóru í gegnum tíu æfingar í kapphlaupi við klukkuna. Valdís kom alla leið frá Noregi til að keppa, þar sem hún er bú- sett ásamt fjölskyldu sinni og þótt hún eigi aðeins nokkra mánuði í fertugsaldurinn, var sigur hennar mjög öruggur. Þórey Tómasdóttir hafnaði í öðru sæti og Hrönn Ein- arsdóttir í því þriðja. Þessar þrjár konur eru allar í kringum fertugsaldurinn og reyndust mun kröftugri en þær yngri. Dean Martin knattspyrnumaður úr KA hafnaði í öðru sæti í karla- flokki og Lárus M. Daníelsson í því þriðja. Í liðakeppni karla sigraði sveit frá Vaxtarræktinni á Akureyri en í kvennaflokki sveit frá æf- ingastöðinni Lífstíl í Reykja- nesbæ. Þetta var í fyrsta skipti sem þessi keppni fer fram hérlendis en hún var haldin að breskri fyr- irmynd. Keppnin Þrekmeistari Íslands Morgunblaðið/Kristján Valdís Hallgrímsdóttir kom alla leið frá Noregi til að taka þátt í keppn- inni og sigraði með glæsibrag í kvennaflokki. Valdís og Árni Heiðar sigruðu Hagyrðinga- og sönghátíð LIONSKLÚBBUR Akureyrar og Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi efna til hagyrðinga- og sönghátíðar í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla í kvöld, föstudagskvöldið 12. október, og hefst það kl. 20.30. Þetta er í fjórða sinn sem skellt er á skeið á vísna- og söngsviðinu í þágu góðra málefna sem Lionsmenn vinna að. Í ár verður ágóðanum var- ið til tækjakaupa fyrir Heilsugæslu- stöðina á Akureyri. Tveir læknar á stöðinni, Pétur Pétursson og Hjálm- ar Freysteinsson, koma fram ásamt Stefáni Vilhjálmssyni yfirkjötmats- manni á Akureyri, Birni Ingólfssyni skólastjóra á Grenivík og Jóhannesi Sigfússyni bónda á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Þjálfari sérsveitarinnar og kynnir kvöldsins verður Birgir Svein- björnsson. Björg Þórhallsdóttir skemmtir gestum með söng á með- an hagyrðingar kasta mæðinni en undirleikari hennar verður Daníel Þorsteinsson. Miðaverð er 2.000 krónur og er forsala í Bókabúð Jónasar á Akur- eyri. REVÍAN Allra meina bót eftir Jón Múla og Jónas Árnasyni verður sýnd í Lóni við Hrísalund í kvöld 12. október og annað kvöld, en sýningar hefjast kl. 21. Uppfærslan er á vegum Karlakórs Akureyrar – Geysis og verður hún sýnd í Lóni á föstudags- og laugar- dagskvöldum næstu helgar. Karlakórinn hefur fengið til liðs við sig vaska sveit ungra leiklistar- og söngáhugamanna sem munu koma fram ásamt félögum úr karlakórnum. Allra meina bót var færð upp á Ak- ureyri fyrir mörgum árum og var hljómsveit Ingimars Eydal þá í aðal- hlutverki, en áratugir eru liðnir frá því að karlakór á Akureyri setti upp revíu! Karlakór Akureyrar – Geysir hefur fram til þessa haft það hlutverk að halda uppi heiðri karlakóra á Ak- ureyri. Söngstjóri er Erla Þórólfsdóttir. Eftir leiksýninguna verður slegið upp harmonikkudansleik. Allra meina bót í Lóni KVENNAKÓRINN Léttsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Gler- árkirkju á laugardag, 13. október, og hefjast þeir kl. 17. Fyrir léttum söngsystrum fer stjórnandi kórsins, Jóhanna V. Þór- hallsdóttir, og undirleikarar eru Að- alheiður Þorsteinsdóttir og Tómas R. Einarsson. Aðalheiður hefur jafn- framt útsett flest þau lög sem kórinn syngur. Lög Léttsveitarinnar eru yfirleitt á léttari nótunum og er efniviður sóttur um víða veröld. Efnisskrá tón- leikanna er afar fjölbreytt. Íslensk og erlend lög af ýmsu tagi en þó ber lagavalið nokkurn keim af árstíðinni á norðurslóð. Miðasala verður við innganginn. Glaðnar yfir Glerárkirkju SIGRÍÐUR Eyrún Friðriksdóttir leikkona heldur söngleikjatónleika í Deiglunni laugardagskvöldið 13. október. Undirleikari er Agnar Már Magnússon og flytja þau lög úr ýms- um söngleikjum; Annie, Litlu hryll- ingsbúðinni, Kabarett, Galdrakarlin- um í Oz og fleiri. Sigríður útskrifaðist sem leikkona úr Guildford School of Acting sum- arið 2000. Fyrsta verkefni hennar eftir útskrift var hjá Leikfélagi Ak- ureyrar síðasta vetur í stríðsáraleik- ritinu „Ball í Gúttó“ eftir Maju Ár- dal. Agnar Már er djasspíanóleikari og hefur stundað nám m.a. í New York, Hollandi og Tónlistarskóla FÍH, þar sem hann er nú kennari. Söngleikjatónleikar í Deiglunni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.