Vísir - 11.01.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 11.01.1980, Blaðsíða 5
5 Katrln Páls- dóttir skrifar VÍSIR Föstudagurinn 11. janúar 1980 Engir Óiymp- íuleik- ar Varaforseti Banda- rikjanna, Walter Mon- dale, hefur lýst þeirri skoðun sinni, að ekki eigi að halda Ólympiu- leikana i Moskvu á þessu ári, eins og ráð- gert er. Hann sagði, að leikarnir ættu að flytjast frá Sovétrikjunum i mót- mælaskyni við útþenslustefnu Rússa. Mondale sagðist álita að rétt væri að flytja leikana annað hvort til Montreal eða Munchen. Báðar þessar borgir hefðu frábæra að- stöðu til að taka á móti iþrótta- fólki og gestum. Ólympiuleikarnir voru i Mon- treal 1976, en i Munchen 1972. Carterstjórnin hefur tekið undir þessa skoðun varaforsetans. Þeg- ar hefur Carter forseti tilkynnt um niðurskurð á kornsölu til Sovétrikjanna og einnig að Bandarikjamenn muni að öllum likindum hætta við þátttöku i leikunum. Kanadiskir embættismenn, sem leitað var til i gær um skoðun þeirra á að flytja ólympiuleik- ana, voru ekki hrifnir af hug- myndinni. Vegna þróunar mála undanfar- iðeru menn farnir aö efast um, að nokkrir Ólympiuleikar verði haldnir að þessu sinni. Ef ekkert róttækt skeður á næstu vikum, er óvist hvernig þetta vandræðamál leysist. Sýni andstæöing- um umburðarlyndi Óeirðir voru i borginni Tabriz i Iran i gær. Bilar voru brenndir á götuni úti og nienn réðust að liðsmönnum Khomeinis meö kylfum og bareflum. Allar likur benda nú til þess að Indira Gandhi taki við stjórnartaum- unum á Indlandi i dag eftir mikinn kosninga- sigur. Indira hefur lýst þvi yfir, að hún ætli ekki að hefna sin á þeim, sem stuðluðu að þvl að hún hrakt- ist úr embætti árið 1977. Hún hygðist sýna andstæðingum sin- um umburðarlyndi til að stuðla að samstöðu i landinu. Eftir að kosningaúrslitin voru ljós og sigur Kongressflokksins i höfn, ávarpaði Indira leiðtoga flokks síns. Þá ræddi hún m.a. einnig um að þyrma andstæðing- um sinum. Hún ætlaði ekki að hefna harma sinna. Sonur Indiru, Sanjay, var kjör- inn á þing i þessum kosningum. Hanner sakborningur i einum tiu málum, sem nú eru fyrir dóm- stólum á Indlandi. Indira Gandhi. I krlngum Jörðlna á 44 klukkustundum Hann var upp með sér karlinn, sem steig út úr flugvélinni I Los Angeles i nótt. Enn eitt metið var fallið. Hann hafði sett met i þvi að fljúga kringum hnöttinn með áætlunarflugvélum. Nýja metið er 44 klukku- stundir og sex minútur. Það gamla var 53 klukkustundir. David Springbetts sem er rúm- lega fertugur, segir að þessi ferð hafi ekki kostaö hann túskilding. Hann notaði nefnilega hið flókna tryggingakerfi i Bandarikjunum og lét það greiða ferðina sem kostaði um 8 þúsund bandarikja- dollara. Þær borgir, sem Springbett kom við i voru t.d. London, Bahrain, Singapore, Bangkok, Manila, Tókió og Honolulu. Sovétstjórnln skammar Norðmenn Norðmenn hafa aukið herstyrk við landamæri sin að Sovétrikjun- um vegna atburöanna I Afghan- istan. Sovétstjórnin hefur aldeilis látið I sér heyra vegna þessara ráðstafana Norðmanna. Stjórnin hefur lýst þvi yfir, að Norðmenn séu með þessu háttalagi að stefna friði og öryggi Norður-Evrópu I hættu. Það var fréttastofa Sovétrikj- anna Tass, sem birti fréttina um þessa miklu synd. Þar segir, að ráðstafanir Norðmanna séu að undirlagi Bandarikjanna. Litsj ónvarpstæld sem endast. endaj ^HITAOHI Vilberg&Þorsteinn H “ 11 ■ ■■ Laugavegi 80 símar 10259 -12622

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.