Vísir - 11.01.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 11.01.1980, Blaðsíða 14
18 ■ Hefur r.t.o. ■ aldrel heyrt ■ gamansðgur i afSkotum? M.H.G. hringdi: „Mig langar til aft svara R.T.Ó. sem skrifaöi um I™ Bryndisi Schram i Visi 9. janúar sl. Mér finnst fyrir neöan allar hellur aö niöa manneskjuna svona. Hann talar um að fara illa með Gyöinga, en þá langar mig til að spyrja hann hvort Ihann hafi ekki heyrt gaman- sögur af Skotum? Og hvort þær Ihafi orðið til vegna þess að Skota séu svona heimsk þjóð? IA minu heimili er alltaf horft á Stundina okkar og hefur svo Iverið gert i mörg ár. Við erum sammála um það að hún hefur Ialdrei verið betri — sérstaklega vegna þess að Bryndis lætur Ibörnin svo mikið koma fram. Vonumst við þvi til að hún haldi I áfram með Stundina okkar”. Frá og með sunnudeginum 6. janúar hef ég ákveðið að kveikja aldrei framar á sjón- varpstæki minu á sunnudags- eftirmiðdögumt Kemur það til af þvi að eftir að hafa horít á Stundina okkar áður tiltekinn dag, missti ég alla lyst á gyðingakökunum, sem ég átti í stömpum uppi i skáp. Fékk ég einnig andstyggð á Gyð- ingum, þ.e.a.s. pottablómum, sem skreytt hafa heimili mitt árum saman. Liggur þetta nú allt i hrærigraut i öskutunnunni. Óttast ég nú að hin viðurstyggi- lega figúra og fordómari, brandarabankastjórinn, taki upp á þvi að segja Skota- brandara, sem hefðu þær afleið- ingar að allur „Skotinn” minn („viskiið”) færi sömu leið. Húsmóðir i Hafnarfirði M.H.G. spyr hvort R.T.Ó. hafi ekki andstyggö á Skotum einnig, vegna Skotabrandar- anna. „Ep siáif komin af Gyð- íngaættum” „Óttast ég nú að hin viðurstyggilega figúra og fordómari, brandarabankastjórinn, taki upp á þvi að segja Skotabrandara...” seglr Bryndls Scltram I svarl tli R.T.Ó. Ég hef fylgt þeirri reglu að láta afskiþtalausar umsagnir um „Stundina okkar” i lesenda- dálkum blaðanna, hvort heldur þær eru til lofs eða lasts. En þegar farið er að væna mig um kynþáttafordóma i garð Gyðinga, get ég ekki orða bund- ist. Ég hef sjálf alla tið verið mikill aðdáandi Gyðinga vegna sögulegra afreka þessarar þjóðar i þágu menningar, vis- inda og lista. Ég get þvi fallist á að fyndni á þeirra kostnað sé gáleysisleg, ef hún er tekin alvarlega. í þessu samhengi sakar ekki að geta þess, að forfeður minir i föðurætt, sem settust að hér á landi við upphaf 19. aldar, voru Gyðingakaupmenn frá Schles- vik-Holstein og gott ef Gyðingar eru ekki i móðurættinni lika (sagt er að Gyðingar hafi bætt blóð hennar). Sem slik ætti ég e.t.v. að taka umrædda Gyð- ingabrandara til min. Ég er hins vegar ekkert móðguð við Binna. Hafa ber i huga, að til eru hundruð safnrita með „Skota- bröndurum”, „Irafyndni” o.s.fr. Við skulum ekki vera of hátiðleg. Bryndis Schram I I I I I I I I I I I I I I I G I I I I I I I I I I I I I Starfsmenn slónvarpslns stýrl umræðum S.B. Akureyri hringdi: Ég fæ ekki orða bundist vegna umræðuþáttarins sem var i sjónvarpinu á miðvikudags- kvöldiö um barnabókmenntir i landinu. Það er vist óhætt að fullyrða, að aldrei hafa jafn- margir sérfræðingar sagt jafn- litið af viti um jafnþýðingar- mikið mál og stöðu barnabókar- innar i'slensku á bókamarkaðn- um. Eini maðurinn, sem hélt sig niöri á jörðinni var að minu mati örlygur Hálfdánarson, bókaútgefandi, en hinir þátttak- endurnir virtust hafa allar heimsins áhyggjur á herðum sér og ekki sjá neina ljósa punkta framundan. Stúlka , sem kynnt var sem bókasafnsfræðingur i þættinum, virtist helst sjá þá möguleika til lausnar vandanum að banna út- gefendum að gefa út barna- bækur af erlendum uppruna, og bókmenntafræðingurinn, Silja Aðalsteinsdóttir, var á þvi að banna ætti útgefendum að gefa út bækur til að græða á þeim, það væri allt annað að leyfa mönnum að framleiða og græða á fötum og mat. Allsherjarbarnasérfræöingar Rikisútvarpsins sem með þessum þætti virðist vera M-ðin ómissandi til vandamálaum- fjöllunar i Sjónvarpinu lika og heitir Gunnvör Braga eða Bragadóttír, talaði einna lengst um ekki neitt i þættinum og kom það engum, sem fylgst hefur með henni i útvarpinu á övart. Eitt var þó rétt, sem hún sagði, en það var að bráönauðsynlegt hefði verið að senda þeim barnaleikritahöfundum, sem þátt tóku i samkeppni útvarps- ins greinargerð um hvers vegna leikritum þeirra var hafnað. Þeir geta auðvitað ekki bætt rit- verksin á meðan þeir fá ekki að vita hvaö leikritasérfræðingum stofnunarinnar hefur fundist að þvi, sem þeir senda frá sér. Elva Björk Gunnarsdóttir Aldrei jafn margir sagt jafn lltlð ■■■ Bókaormur i Kópavogi hringdi: Mig langar til að þakka sjón- varpinu fyrir aö taka vanda is- lenskra barnabókahöfunda og útgefenda til meðferðar i þætt- inum „Vöku”, sem lengi haföi þann undirtítií að hann ætti aö fjalla um bókmenntir og listir á liðandi stund. Ýmislegt fróðlegt kom fram i þættinum, einkum þó i byrjun hans, þegar þátttakendur komu á framfæri ýmsum tölulegum upplýsingum um stöðu barna- bókarinnar islensku í saman- buröi viö erlendu bækurnar og alþjóðlega fjölprentið. Þar vil ég sérstaklega nefna upplýs- ingar Silju Aðalsteinsdóttur. Siðari hluti þáttarins fannst mér aftur á móti renna aö miklu leyti út i sandinn, og held ég að þar hafi verið um aö kenna, að vanan stjórnanda slfkra um- ræðna vantaði i þáttinn. Elva Björk, sem staðiö hefur sig mjög vel sem borgarbóka- vörður er sérfræðingur á sinu sviði og hefði gjarnan mátt verða meðal þeirra, sem lögðu eitthvað til málanna i þessum þætti. En hún hefur auðvitað enga reynslu i að stjórna um- ræöum i sjónvarpi og finnst mér það þvi litill greiði við hana af hálfu sjónvarpsins að setja hana i stjórnandastólinn. Það er oft ansi hvimleitt, þegar forráðamenn sjónvarps- ins gripa upp sérfræðinga á þvi sviði, sem til umræðu er og biðja þá að stjórna umræðu- þáttum i stað þess að fá þá sem þátttakendur. Það hefur sýnt sig að sérþjálfaðir starfsmenn sjónvarpsinseiga oftfullt i fangi með að stýra umræðum þótt yfirleitt takist þeim vel upp, en það er fráleit tilætlunarsemi að krefjast slikrar sérþekkingar af fólki sem aldrei hefur ef til vill i sjónvarpið komið. „Hef andstyggð á Gyðingum og gyðingakðkumr i ■ ■ ■ ■ i i i ■ ■ ■ i ■ i i ■ i i ■ ■ ■ ■ ■ ■ i i i ■ ■ ■ i ■ ■ i ■ i ■ ■ i i ■ ■ ■ ■ i i i i i ■ i ■ i i i i i i i i i sandkorn Sæmundur Guövinsson skrifar Talað og talað Umræðuþátturumbarnabók- menntir var I sjónvarpinu i fyrrakvöld. Ekki er ég nú alveg klár á þvi hvort það var Silja Aðalsteinsdóttir sem stjórnaði umræöunum eða Elva Björk borgarbókavörður sem var skrifuð fyir þættin- um. Hins vegar varég alveg jafn nær eftir þáttinn hvort hér væri gott eða slæmt ástand á þessum vettvangi hér. Senni- lega hefur þessi þáttur verið einhverjar eftirhreytur barnaárs þvi þess var vand- lega gætt að sjónarmið barna kæmust ekki að. Hvað seglr Björn nú? Barnaársnefnd ASt hefur lagt til að börnum yngri en 15 ára verði bönnuð öll yfirvinna og börnum innan 16 ára bönnuð öll næturvinna. Sjálfsagt er að koma I veg fyrir þá barnaþrælkun sem viögengist hefur i sjávarpláss- um vfða um land. Hins vegar hlýtur að vera erfitt að banna yfirvinnu barna innan 15 ára á sveitaheimilum, ekki sist um sauðburðinn. Það heid ég að eitthvað hvini I Birni á Löngu- mýri þegar hann heyrir um þessar tillögur. Hitt er svo annaö og meira mál að það er ekki síður þörf á að draga úr hömlulausri yfir- vinnu fullorðinna þar sem margir f oreldrar sjá ekki börn sin nema endrum og eins. Popplð Það er stundum talað um að popptónlist nútimans sé eins og hver annar iðnaöur. Um þetta eru þó skiptar skoðanir eins og best kom i ljós er nokkrir popparar óskuðu eftir opinberum f járstuðningi til fcrðar til Cannes I Frakklandi. Samkvæmt frétt Vísis af málinu i gær var málið tekiö fyrir i rikisstjórninni er það kom þangað frá Iðnaðarráðu- neytinu. Stjórnin visaði þessu til fjárveitinganefndar en þar á Eiður Guðnason formaður nefndarinnar aö hafa sagt að nefndin heföi um veigameiri mál að fjalla en skemmtiferð poppara. Ég legg til að málinu verði visaö til landbúnaðarráðu- neytisins og að poppararnir fái styrk til fararinnar gegn þvi að syngja lof um islenskt lambakjöt sem við erum i vandræðum með aö selja er- lendis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.