Morgunblaðið - 12.10.2001, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
SKATTAMÁL SETT Á ODDINN
DAVÍÐ Oddsson, formaðurSjálfstæðisflokksins, settiskattamál á oddinn þegar
hann setti 34. landsfund Sjálf-
stæðisflokksins í Laugardalshöll-
inni í gær og var ljóst af máli
hans að þau mál munu verða of-
arlega á baugi í næstu kosninga-
baráttu.
„Nú hefur Geir Haarde fjár-
málaráðherra upplýst að mark-
viss niðurgreiðsla á skuldum rík-
issjóðs undir forystu hans og
Friðriks Sophussonar hafi þýtt að
við höfum nú 20 þúsund millj-
ónum meira úr að spila á heilu
kjörtímabili,“ sagði Davíð. „Þetta
er vegna þess að vaxtagreiðslur,
ekki síst til útlendinga, hafa
lækkað um fimm þúsund milljónir
á ári. Okkur í ríkisstjórninni þótti
rétt að nota rýmri stöðu til að
halda áfram lagfæringum á skatt-
kerfinu. Þegar ég tala um lagfær-
ingu í skattkerfinu er ég að tala
um hana í okkar merkingu en
ekki vinstri manna. Ég hef nefni-
lega tekið eftir því að vinstri
menn bæði hér á landi og annars
staðar kalla skattahækkanir sínar
gjarnan „metnaðarfullar umbæt-
ur í skattkerfinu“.“
Davíð Oddsson taldi síðan upp
helstu umbætur sjálfstæðismanna
í skattkerfinu undanfarin 10 ár í
14 liðum og bætti síðan við í átta
liðum þeim umbótum, sem til-
kynnt var í liðinni viku að ákveðið
hefði verið að efna til, þar á með-
al að lækka skatt á fyrirtækjum
úr 30 af hundraði í 18 af hundr-
aði.
Hann sagði að þetta væri ekki
endanlegur listi: „Við erum ekki
hættir. Báðir stjórnarflokkarnir
eru því fylgjandi að í næsta
áfanga verði eignarskattar á fólk
og fyrirtæki algjörlega afnumdir.
Þeir skattar ættu því að heyra
sögunni til innan fárra ára.“
Það er fagnaðarefni að formað-
ur Sjálfstæðisflokksins skuli lýsa
yfir því að ekki verði látið staðar
numið með þeim skattalækkun-
um, sem þegar hafa verið til-
kynntar. Í því sambandi verður
að segja að afnám eignarskatts er
í raun réttlætismál því að þar er í
raun ekki verið að skattleggja
verðmætasköpun, heldur taka
skatt af eign fyrir þá ástæðu eina
að hún er til og er þá búið að
skattleggja hvert handtak við
byggingu hennar og á einhverju
stigi hverja krónu, sem notuð er
til að kaupa eignina.
Davíð Oddsson vék að sjávarút-
vegsmálum í ræðu sinni og sagði
meðal annars: „Þar mun þó lengi
deilt og kannski svo lengi sem
land byggist. Allstór hópur
flokksmanna hefur verið hlynntur
svonefndu veiðileyfagjaldi á sjáv-
arútvegi og talið það eitt mesta
réttlætismál samtímans. En engu
fámennari hópur hefur verið því
andsnúinn og talið það skaða
sjávarútveginn og landsbyggðina.
Ég hef skipað mér í síðari hóp-
inn. Nú finnst sumum ekki nógu
langt gengið í tillögum nefndar
sem skilaði miklu áliti um fram-
tíðarskipan sjávarútvegs hvað
þetta atriði varðar. Og um það
má auðvitað deila eins og annað.
En um hitt er ekki hægt að deila,
hvor framangreindra hópa hefur
gefið meira eftir þegar að grund-
vallaratriðinu sjálfu kemur og
það eiga menn að muna og meta.
Við skulum endilega takast á um
sjávarútvegsmálin hér á fundin-
um, en við skulum gera það þann-
ig að flokkurinn hafi af því bæri-
legan sóma.“
Það er rétt hjá formanni Sjálf-
stæðisflokksins að með því að
fallast á veiðileyfagjald í grund-
vallaratriðum hafa bæði Vilhjálm-
ur Egilsson og Tómas Ingi Ol-
rich, sem sæti áttu í
endurskoðunarnefnd sjávarút-
vegsráðherra og hafa verið
þekktir að öðru, stigið stórt skref
til sátta. Það er líka mikilsvert að
forystusveit LÍÚ hefur fallist á
greiðslu veiðileyfagjalds.
Annars má gera ráð fyrir að
deilur um smábátaútgerðina muni
ekki síður og kannski fremur
setja svip á umræður um sjáv-
arútvegsmál á landsfundi að
þessu sinni.
Ummæli Davíðs Oddssonar um
Háskóla Íslands vöktu athygli:
„Við sjálfstæðismenn teljum
þjóðarnauðsyn að búa við öflugan
meginháskóla í landinu og við
teljum Háskóla Íslands rísa vel
undir því. En það breytir ekki því
að við styðjum og fögnum allri
samkeppni við hann. Við erum
stolt af Háskóla Íslands, en við
hikum ekki við að segja að það
þarf að gera gagngerar breyt-
ingar á stjórnfyrirkomulagi innan
hans. Það er fullveikt og stirt og
ekki fyllilega í takt við nútíma
stjórnarhætti, þótt þar haldi
margir ágætir menn um tauma.
Það skortir mjög á að háskóla-
mennirnir sjálfir hafi tekið
stjórnunarlega veikleika Háskóla
Íslands til alvarlegrar umræðu,
en fjöldi dæma frá liðnum árum
sýnir að nauðsynlegt er að gera
gagngerar breytingar án tafar
eigi háskólinn að hafa í fullu tré
við alþjóðlega samkeppni.“
Undir þessi orð formanns Sjálf-
stæðisflokksins munu margir
taka. Það er löngu tímabært að
gera víðtæka breytingu á stjórn-
kerfi Háskóla Íslands.
Hinir fjölmennu landsfundir
Sjálfstæðisflokksins eru mikið
pólitískt afl eins og dæmin sanna.
Þar koma saman fulltrúar ólíkra
þjóðfélagshópa, hagsmuna og
sjónarmiða og móta í sameiningu
stefnu stærsta stjórnmálaflokks
þjóðarinnar. Það er ekki síst
þessi vettvangur, sem tryggt hef-
ur Sjálfstæðisflokknum þann
styrk og þá stöðu, sem hann hef-
ur í íslensku þjóðfélagi.
D
AVÍÐ Oddsson, for-
sætisráðherra og for-
maður Sjálfstæðis-
flokksins, kom víða
við í setningarræðu
sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokks-
ins í gær. Fjallaði hann m.a. um ár-
angur flokksins í ríkisstjórn á und-
anförnum árum og sagði
Sjálfstæðisflokkinn hafa ákveðna
stefnu og skýr markmið. ,,En hann
er ekki kreddufastur í samstarfi og
hefur ekki knúið á um að fá notið yf-
irburðastöðu sinnar í íslenskum
stjórnmálum. Þannig hefur hann
sætt sig við í samningum við sam-
starfsflokka að ráðherrasætum sé
skipt jafnt, þrátt fyrir mikinn stærð-
armun flokka. Auðvitað má finna að
því að kosningaúrslit séu þannig
leiðrétt eftir á, en á hinn bóginn ýtir
þessi tilhögun undir að traust ríki á
milli samstarfsflokka,“ sagði Davíð.
Hann vék einnig að stöðunni á
vettvangi stjórnmálanna í ræðu
sinni og sagði m.a. að sér þætti lík-
legt að Vinstri grænir byðu ekki
fram í eigin nafni í næstu borgar-
stjórnarkosningum og að hann teldi
að það myndi veikja flokkinn og
draga úr sérstöðu hans þegar fram í
sækti. ,,Framsóknarflokkurinn var
farinn að sækja í sig veðrið í höf-
uðborginni, en sú þróun stöðvaðist
er flokkurinn hvarf sem sjálfstæð
stjórnmálaleg eining í höfuðstaðn-
um,“ sagði Davíð.
20 þúsund milljónum meira úr
að spila á heilu kjörtímabili
Davíð fjallaði í ítarlegu máli um
aðgerðir í skattamálum og þær
skattalækkanir sem ríkisstjórnin
hefur ákveðið og sagði: ,,Nú hefur
Geir Haarde fjármálaráðherra upp-
lýst að markviss niðurgreiðsla á
skuldum ríkissjóðs undir forystu
sinni og Friðriks Sophussonar hafi
þýtt að við höfum nú 20 þúsund
milljónum meira úr að spila á heilu
kjörtímabili. Þetta er vegna þess að
vaxtagreiðslur, ekki síst til útlend-
inga, hafa lækkað um fimm þúsund
milljónir á ári. Okkur í ríkisstjórn-
inni þótti rétt að nota rýmri stöðu til
að halda áfram lagfæringum á
skattkerfinu. Þegar ég tala um lag-
færingu í skattkerfinu er ég að tala
um hana í okkar merkingu en ekki
vinstri manna. Ég hef nefnilega tek-
ið eftir því að vinstri menn, bæði hér
á landi og annars staðar, kalla
skattahækkanir sínar gjarnan
„metnaðarfullar umbætur í skatt-
kerfinu“! Hverjar hafa verið okkar
helstu umbætur í skattkerfinu síð-
astliðin 10 ár? Aðstöðugjaldið ill-
ræmda var fellt niður. Virðisauka-
var 50% þegar sjálfstæ
tóku við stjórnarforystu fy
um. Skattur á húsaleigubæ
ur afnuminn. Stórlega verð
úr stimpilgjöldum. Gólf s
hátekjuskatts hækkar um
og með árinu 2001.
Þetta eru aðgerðir í okk
fundarmenn góðir. Þetta er
við sjálfstæðismenn köllu
verulegar umbætur í skatt
Og ég vil undirstrika að
ekki endanlegur listi. Við e
hættir. Báðir stjórnarflokk
því fylgjandi að í næsta áfa
eignarskattar á fólk og fyr
gjörlega afnumdir. Þeir
ættu því að heyra sögunni
fárra ára. Og ef áhrifa ok
stæðismanna gætir áfram
stjórninni mun áfram verða
þessari braut í framtíðinn
um þess fullvissir að rí
mun vel þola þessar br
vegna góðrar stöðu sinnar
minnkandi vaxtabyrði, ein
áðan nefndi. Það er einnig
reynsla að sanngjarnir ska
sér betur í ríkissjóð en
skattar. Sanngjörn ska
hvetur fólk og fyrirtæki til
skattstofninn stækkar smá
skattur á matvæli var lækkaður úr
24,5% í 14%. Skattur á fyrirtæki var
lækkaður úr 50% niður í 30%. Skatt-
ur á lífeyrissjóðsiðgjöld var afnum-
inn. Skattfrádráttur vegna hluta-
bréfakaupa var tryggður allan
tímann. Heimilaður var skattfrjáls
viðbótarlífeyrissparnaður. Persónu-
afsláttur hjóna verður að fullu milli-
færanlegur. Afnuminn var tekju-
tenging barnabóta með yngri
börnum. Barnabætur hækka um
500 milljónir á ári í þrjú ár í röð sem
er ígildi skattalækkunar til þeirra
sem barnabóta njóta. Skattprósenta
í staðgreiðslu var lækkuð í áföngum
um 4,33%. Bifreiðagjöld lækkuð.
Skemmtanaskattur felldur niður.
Skattar á gjaldeyrisviðskipti felldir
niður. Jöfnunargjöld á innfluttar
vörur felld niður.
Nú síðast hafa eftirfarandi um-
bætur verið ákveðnar: Skattfrjáls
gólf eignaskatta einstaklinga hækka
um 20% til að mæta hækkun fast-
eignamats. Sérstakur aukaeignar-
skattur verður afnuminn. Almennur
eignarskattur einstaklinga lækkar
um helming úr 1,2% niður í 0,6%.
Eignarskattur fyrirtækja lækkar
um helming. Tekjuskattur fyrir-
tækja lækkar úr 30% í 18% en hann
Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfs
Áfram haldið
á braut skatta
lækkana í
framtíðinni
Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflo
ins, sagði í setningarræðu á 34. landsfundi Sjálfstæðisflokks
gær, að báðir stjórnarflokkarnir væru því fylgjandi að í næ
áfanga umbóta í skattamálum verði eignaskattar algjörlega
numdir. Ef áhrifa sjálfstæðismanna gæti áfram í landstjórn
muni áfram verða haldið á braut skattalækkana í framtíðin
Gestir fylgjast með setningu landsfundar Sjálfstæði