Alþýðublaðið - 17.03.1922, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.03.1922, Blaðsíða 1
Alþýðubla €3-©H4£ i&é mÉ JklfaýðmA&toÍmwm 1922 Föitudagins 17. marz. 64 tölubiað Eftir Philiþs Price. . **Frim að Cannes-fundinum hafði Lloyd George tekist mæta vel að treysta stöðu síaa sem forsætis ráðherra, og að treysta aðstöðu ráðandi stéttanna í Englandi — auðvaldsins — í alþjóðamáium. Hann var búinn að koma friði á við Íra, var búina að boða ktpp- hlaup Breta við Bandaríkin um yfirhöndina í fiotamálum, og sá fram á hvernig hægt væri að hnekkja hervarnarstefnu Frakka á meginlandinu, með því að láta þýzka auðvaldið, sem nýlega var risið úr öskunni eítir eld þýzku biltingarinnar, fá þátttöku i al- þjóða fjármálahring er stofnaður skyldi til þess að flá Mið Evrópu ■og Rússland. En fall Briands og upprisa Poincaré í valdastól, hefir /yrst um sinn brugðið kefli fyrir fætur ráðagerða hans. Hinar stöðugu tilraunir frönsku stjórnarinnar til þess að Iáta ekk- ert verða úr Genúafundinum, til- raunir sem Northcliífe-blöðin ensku hafa dyggilega stutt, svo og tregða Bandarfkjanna til þess að skifta sér af Evrópumálunum, til þess að geta hert að auðvalds- stjórnunum að borga sér stríðs- skuldhnar, alt þetta hefir gert stjórn Lloyd Georges veikari, og sett hana á ný í þá hættu að 'henni verði hrundið. En hefir aðstaða brezka auð- valdsins ekki batnað út á við síðasta mánuðinn (janúar), þá hefir hún því síður batnað inn á við. Tvö eru viðfangsefnin sem virðist ómcgulegt að ráða fram úr. Annað er hið háskalega ásig- komulag fjármála brezka ríkisins (feiknastór halli er fyrirsjáanlegur á næstu fjárlögum, en hvað stór er ekki hægt að segja enn). Hitt er hin ófyrirsjáanlega háa byltinga- aida í Egyptalandí, og á Ind landi, — þessum tveim hyrningar- steinum brezka heimsveldisins i austri Til þess nú að ráða fram úr þessum vandræðum, þarf ráða neyti Lloyd Georges að nota all- ar brellur og brögð. Áthugum nú fyrra viðfangsefn ið. Hvernig íæst nú Lioyd George við fjármáiaerviðleikana. Enn þá sjást þess engin tákn að ástandlð fari batnandi, hvað iðnaðinum viðvíkur. Hagskýrslurnar fyrir desembermánuð sýna lægri tölur fyrir útflutt og innfiutt, en nokkru sinni áður. Tala þeirra manna sem eru atvinnulausir fer enn fremur upp á við. Tekjur af óbeinum sköttum, innfiutcinstoli- um og framleiðslutollum fara minkandi, eg Bandarfkin ganga hart eftir því að fá borgaðar rcntur og afborganir af herlánun um. Það er þvf ekki nema um eitt fyrir Lloyd George að ræða, og það er að skera niður f stórum stfl, fjárveitingar ríkisins. Nojthclffe blöðin hafa séð hvert vindurinn blés og hafa því sfðustu mánuðina hafíð ógurlegan „sparn aðarleiðangut*, í von um að geta á þann hátt komið sér vel við smáborgarana (millistéttirnar). Stjórnin hefir sett sparnaðarnefnd undir forustu kanadiska fjármála mannsins sir Aukland Geddes, til þesö að athuga á hvern hátt væri hægt að færa fjárveitingar ríkis- ins niður um 175 miijónir steri ingspunda Með því að afnema ýmsar stjórnardeildir og fækka i öðrum, hefir þegar verið séð hvernig spara má 75 miij. sterl ingspund, en enn þá er eftir að ráða fram úr hvernig færa megi gjöldin enn þá niður um 100 milj. sterlingspuada, svo jafnvægi komist á fjárlögin. Að sögn hefir nefndin nú fundið ráð til þess að færa gjöldin niður um aðrar. 75 miljónir, en eftir eru esn þá 25 milj. Af þessum 75 milj. ætlar Geddesnefndin að iáta spara 45 milj. sterlingspurda á þvf að lækka fjárveitingar tii landherr, sjóhers og lofthers. Má af þessu Innilegt hjartans þakklæti vottun við öllum sem sýndu okkur sam- úö og hluttekningu við fráfall og jarflarför eisku sonar okkar, Hróifs Porsteinssonar. Guflrun Guflmundsdóttir. Porsteinn Porsteinsson. marka hve mikilsverð Washington ráðstefnan var í þá átt að treysta brezka heimsveldið fjárhagsiega. Af ráðstefnutmi leiddi, að Lloyd George gat sparað mikið, en það kostaði það, að verða að beyja sig undir alræði Hardings forseta Bandarfkjanna, játast takmörkun berskipabygginga, og hætta banda- laginu við Japan. Eins og þrosk aðasti hluti verkalýðsins á Eng- iandi sá fyrir, þá var Washington ráðstefnan ekkett annað en kænskubragð, tii þess að frelsa heims-auðvaldið frá fjárþrotinu. (Frh.) Sala þjófljarða. % Þingmaður Strandamanna flytur nú í þinginu frumv. til Iaga um sölu þjóðjarðarinnar Borðeyri. — Færir hann þessar ástæður fyrir sölunni: „Samkvæmt 2. gr. þjóðjarða- sölulaganoa getur ábúandinn á Borðeyri ekki fengið ábýlisjörð sína keypta, nema með sérstökum lögum, vegna þess að Borðeyrar- kauptún er bygt í landi jarðar- innar. Nú er þannig háttað með þetta kavptún, að staðhættir gera það að verkum, að óhugsandi er að það eigi fyrir sér nokkurn vöxt eða frekari framfarir, sem cokkru máli geti skift í þessu eíni. Það virðist því formsatriði eitt að leyfa þessum manni að ná

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.