Vísir - 13.01.1980, Blaðsíða 1
HÍ «
Mánudagur 13. janúar 1980, 11. tbi. 70. árg.
r " Mlðstjðrn1 fti D v"ö u Da n da la g sTns™s a m Dy 5rKlr"t ííl ö gu F " éf nah agsm áium"""
..MHJAÐ VIB AÐ NA VEM-
BðLGUNNI í 25% A ARINU"
- segir ólaffur Ragnar Gpfmsson. formaDur framkvæmdasilórnar AlDíðuöandalagslns
„Þessar tillögur miða að þvi að tengja saman skammtlma- og langtimaaðgerðir I efnahagsmálum og
skiptast i tvo megin-hluta", sagði Ólafur Ragnar Grimsson, alþingismaður og formaður framkvæmda-
stjórnar Alþýðubandalagsins, þegar Visir spurðist fyrir um þær efnahagsmálatillögur, sem voru sam-
þykktar á fundi miðstjórnar Alþýðubandalagsins i gær.
„í fyrsta lagi eru það itarleg-
ar tillögur um fyrstu aðgerðir i
efnahagsmálum, sem miða að
þvl að ná verðbólgunni niður i
25% á þessu ári. Samtimis þvi
verður sett i gang þriggja ára
áætlun, sem nær til fyrstu mán-
aða ársins 1983, um áframhald-
andi hjöðnun verðbólgu, upp-
byggingu islenskra atvinnuvega
og jöfnun lífskjara. Fyrra
markmiðinu verður náð með
samblandi af niðurfærslum og
millifærslum".
— Geta þessar tillögur orðið
grundvöllur að stjórnarmynd-
un?
„Menn voru einhuga um það á
miðstjórnarfundinum, að Al-
þýðubandalagið ætti nú að gera
tilraun til stjórnarmyndunar á
grundvelli þessara tillagna. Við
munum kynna hinum flokkun-
um þessar tillögur, þegar þar að
kemur, og afstaða þeirra ræður
svo hvaða möguleikar opnast.
Ef við fengjum umboöið i dag,
erum við tilbúnir að senda hih-
um flokkunum tillögurnar strax
á morgun". —P.M.
Þaö var þröngtá þingi Idómsal Hæstaréttar I morgun þegar málflutningur hófst f Geirfinnsmálinu svo-
nefnda. Fremst á myndinni til hægri er einn ákærðra, Sævar Cicielski, við hlið rannsóknarlögreglu-
manns, en aftar eru meðal annarra fréttamenn. Visismynd: BG
Pétur Thorsteinsson
í forsetaframboð
Pétur Thorsteinsson am-
bassador lýsti þvi yfir i gær, að
hann hygðist gefa kost á sér til
forsetaframboðs.
Frambjóðendur til forseta-
kosninganna eru þar með orðnir
tveir. Albert Guðmundsson
alþingismaður tók sem kunnugt
er ákvörðun um framboð á sið-
asta ári.
Ýmsir fleiri eru enn að hugsa
sinn gang i þessu efni. Armann
Snævarr hæstaréttardómari
sagði i morgun, að enn væri
ekkert að frétta hjá sér, og Guð-
laugur Þorvaldsson, rikissátta-
semjari, sagði að hann hefði enn
ekki gert upp hug sinn i sam-
bandi við þetta mál, en yfir-
lýsingar frá sér væri að vænta
fljótlega. —SJ.
Pétur Thorsteinsson
Elding í sfmstoð
Bilun varð i sjálfvirka sima-
kerfinu i Vik I Mýrdal i gærmorg-
un. Taliö er að eldingu hafi lostið
niður i stöðvarhúsið meö fyrr-
greindum afleiðingum.
Strax og bilunarinnar varð vart
um sexleytið um morguninn var
haft samband við simstöðvar I
Reykjavik og á Hellu um öryggis-
linu, þar sem önnur slmalfnu-
sambönd voru óvirk.
Við athugun kom I ljós, að
stöðvarhiisið, sem er efst á
Reynisf jalli, hafði laskast, senni-
lega vegna eldingar. Miklar
skemmdir urðu á tækjum
stöðvarinnar, sem voru nyieg.
Bráðabirgðasambandi var
komið á um ellefuleytið og sjálf-
virka sambandið var komið I lag
um kvöldmatarleytið.
Málflutnlngur í Qelrflnnsmállnu hófst fyrir Hæstarétti f morgun:
Bpeytlup fpambupðup epíu
breytip ekki mðlflutningi
Munnlegur mál-
flutningur í Geirfinns-
málinu hófst fyrir
Hæstarétti klukkan 10 i
morgun og hóf þá Þórð-
ur Björnsson ríkissak-
sóknari
sína.
sóknarræðu
Erla Bolladóttir kom fyrir
dóm á föstudaginn og lýsti þvi
þar yfir að hún drægi fyrri játn-
ingar sinar I málinu til baka.
Kvaðst hUn aldrei hafa farið til
Keflavíkur kvöklið 19. nóvem-
ber 1974. er Geirfinnur hvarf,
aldrei heyrt á Geirfinn minnst
og ennþá siður hefði hún aðstoð-
að við að koma liki hans fyrir,
eins og hiin hafði áður lýst.
Þessi breytti framburður
Erki breytir engu um f ramgang
málflutningsins fyrir Hæsta-
rétti. Aður höfðu þeir Sævar
Ciesielski og Kristján Viðar
Viðarssondregið fyrri játningar
slnar til bakaen það hafði engin
áhrif á dóm sakadóms sem
kveðinn var upp 19. desember
1977.
Buist er við að sóknarræöa
Þóröar Björnssonar rikissak-
sóknara standi fram á miðviku-
dag eða fimmtudag og síðan
komast verjendur sakborning-
anna að . Málflutningur mun þvi
standa yfir I hátt I tvær vikur.
—SG