Vísir - 13.01.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 13.01.1980, Blaðsíða 14
% V * vtsm Mánudagurinn 14. janúar 1980. nýja ára- Þióðsljðrn besta lausnin tugarins J.S. Húsavik hringdi: Mig langar til aö þakka Þor- steini Sæmundssyni, stjarn- fræðingi, fyrir pistilinn, sem hann flutti i útvarpinu i vikunni um það hvenær áratugurinn hefst. Það er auðvitaö rétt hjá honum, að við teljum frá einum og upp i tiu, en ekki upp I niu, þannig að áratugurinn er ekki búinn fyrr en áriö 1980 er liöiö. Þá byrjum viö að telja nýjan áratug. Mér finnst undarlegt hve margir vilja hafa þetta á hinn veginn og miða viö þá tugatölu, sem breytist i ártalinu, og telja nýjan áratug byrjaöan þegar átta tekur við af sjö i ártalinu. Þorsteinn Sæntundsson. Þakkir tii Þorsteins vegna Skrifum Morgunhiaðsins i Sandgerðismáiinu mólmæll ,,Ein velkunnug” hringdi: „Mér finnst skrif Morgun- blaðsins 10. jandar um handtöku manns i Sandgerðismálinu, minna mig á Geirfinnsmálið á sinum tima þegar saklausir menn voru handteknir og settir i fangelsi Ég er kunnug þessu máli i Sandgerði og veit aö gæsluvarð- haldsúrskurður var ekki kom- inn þegar þetta birtist i blaðinu og hef ég þær upplýsingar frá lögfræðingi minum. Þvi finnst mér skritið að Morgunblaðið blási þetta svona út. Kannski er verið að sakfella drenginn til þess að selja blaðið betur, en ég vil mótmæla slikri auglýsinga- starfsemi, og einnig vinnu- brögðum rannsóknarlögregl- unnar, sem tekur manninn á hæpnum forsendum. Auk þess er það rannsóknarlögreglustjóri rikisins Hallvarður Einvarðs- son, sem lætur hafa þetta eftir sér og það áður en gæsluvarð- haldsúrskurðurinn er kominn.” Bréfritara finnst Hreinn Loftsson hafa staðið sig vel i skrifum sinum um bækur I Visi. Eru gagn- rýnendur að kaupa sér friö hjá bókaút- gefendum? Ánægður lesandi skrifar: Mér hefur stundum fundist að gagnrýni blaðanna á bókmennt- ir gæti verið markvissari og harðari. Gagnrýnendur hafa stundum greinilega bara verið að kaupa sér frið hjá bókahöf- undum. Ég var þess vegna m jög ánægður með það að Visir skyldi fá Hrein Loftsson til þess að skrifa bókmenntagagnrýni núna fyrir jólin og áfram, þvi að hann skrifar mjög glögga og góða dóma, harða og sann- gjarna. Ég fylgist eins vel með þjóðmálaumræðunni og ég get og hef lesiö bækurnar sem hann skrifar um t.d. Sjálfstæðisstefn- una, Uppreisn frá miðju, Falið vald, Kommúnistahreyfingin á Islandi o.fl. og er alveg sam- mála honum um þær. Viö þurf- um að fá fleiri slfka menn til þess að taka þátt i þjóðmálaum- ræðunum og færri nöldrara og menn sem segja ekkert annað en „selvfölgeligheder”. Miklir guðsvolaðir sauðir eru nú þessir heiðursmenn, sem þjóðin kaus yfir sig fyrir jólin. Þeir veröa nú bara aö fyrirgefa þótt ég taki svona til orða. Nú eru þeir á góðri leið með að glutra niður einu rökrdttu niður- stöðu kosninganna. Þar á ég að sjálfsögðu við þjóðstjórn, stjórn allra flokka. Um hvað var kosið? Auðvitað um stjórnina i efnahagsmálun- um og ekkert annað. Að losa þjóðina við verðbólguna. Hvernig er nú best að gera það? Væri td. best að láta kommana dansa lausa og espa verkalýð- inn á móti öllum ráöstöfunum. Spyrji hver sjálfan sig, hvort honum finnst hann hafa efni á verkföllum, vöruskorti og þvi sem fylgir. Eða væri skárra að ihaldið væri fyrir utan. Með Mogga, Visi og Dagblaðið i flengreið að siga saman blessuðum vinstri vinunum svo þeir helst töluðust ekki við. Þokkaleg stjórn það. Nú, Framsókn vill ekki i stjórn með Sjálfstæðisflokki, Alþýðubandalag ekki heldur, en saman hafa þeir ekki þingstyrk. Viðreisn Sjálfstæðisflokks og krata hefur heldur ekki nægan þingstyrk og hvað er þá eftir? Jú, minnihlutastjórnir og em- bættismannastjórnir, eins og þær eru nú gáfulegar. Nei, eina rökrétta stjórnin I dag er þjóðstjórn. Þessa stjórn vill fólkið, þótt svo liti út, að stjórnmálamennirnir þori ekki. Fólkið vill losna við verðbólg- una og það veit, að sá draumur rætist ekki ef einhverjir dansa lausir. Þjóðstjórn leysir lika annan Áttundi eða níundi áratugurinn? „Fólkið vill þjóöstjórn, þótt svo liti út að stjórnmálaforingj- arnir þori ekki.” vanda. Valdabrölt krata og komma i verkalýðshreyfing- unni. Allir vita að hvorugur þessara flokka fer I stjórn núna án hins, vegna komandi kosn- inga i ASl. Báðir ætla sko aldeil- is að vera lausir viö ábyrgð á nauðsynlegum aðgerðum, sem hinn gæti bent á i ASl valda- baráttunni, að keppinauturinn hefði staðið að. Sjálfstæðisflokkurinn er auð- vitað hálfvolgur þarna lika, þvi auðvitaö á hann þarna stór Itök. T.d. er hann nú búinn að hirða farmannasambandið og svo heldur hann auðvitað verslun- armannafélaginu og fleiru. Þessir kappar virðast þvi allir svo hræddir við hina að þeir þora engu. A meðan má þjóðin liða fyrir verðbólguna, sem er auðvitað orðin algjört „innan- félagsmál” þjóðarinnar, ef svo mætti að orði komast og enginn máttur fær stöðvað nema þjóðin sjálf. Eru stjórnmálaforingjarnir ef til vill hræddir um það aö flokk- ar þei.rra klofni? Auðvitað myndast einhver stjórnarand- staða i flokkunum sjálfum. Svo fá ekki allir „sin” ráðherra sæti þá stundina. „Mörg vandamál á stóru heimili”, eins og kallinn sagði. En þvi miður verður ekki séð við öllu á sama tima. Flokk- arnir koma til með að ráða við óánægjuna. Þeir klofna ekki. Svo koma tímar, þegar gera má hina óánægðu i flokkunum að ráðherrum. En fyrst þarf að leysa verðbólguna. Til þess kaus þjóðin þessa heiðursmenn númer eitt og þeir verða ein- faldlega að herða sig upp I það. Til þess er þjóðstjórn best fallin. Kjósandi Ósköp geta þeir verið þreyt- andi þessir rimvisu menn. Nú virðist það vera aöalsmerki þeirra að sannfæra landslýð um að niundi áratugurinn sé enn ekki hafinn. Það má vel vera að út frá þrætubókarlist sé þetta alveg hárrétt hjá þeim — að áratugur- inn byrji á einum en ekki núlli og þvi séum við enn stödd á átt- unda áratugnum, en ekki þeim niunda. Hitt er það að það er nú orðin föst málvenja meðal al- mennings að segja að nýr áratugur (eða árhundrað) byrji þegar núlli er náð, þannig að 1980 byrjar niundi áratugurinn, árið 2000 hefjist þriðja árþús- undið o.sv.frv. Liklega verður þetta mál til- efni til enn einnar skiptingar- innar i þjóðfelaginu. Á þvi herr- ans ári 1980 verður allur þorri manna kominn fram á niunda áratuginn, en fáeinir spakir og rimfróðir menn verða ennþá á hinum áttunda. Rimlaus. sandkorn Sæmundur Guðvinsson skrifar ífc-. \ í Hðfða Borgarfulltrúar I Reykjavik, varamenn þeirra og fleir i gestir komu saman til gleðskapar I Höföa á föstudag I fyrri viku. Slikt er I sjálfu sér ekki I frá- sögur færandi nema fyrir það að tveir af þeim er þarna voru staddir lentu i mjög heitum umræðum, enda úr sinn hvor- um flokki. Deilunni lauk ekki fyrr en frummynd úr gifsi af Einari Benediktssyni skáldi og fyrrum húsráðanda i Höfða féll I gólfið og brotnaði. — Styttan mun hafa verið send i viðgerð og talin jafngóð á eft- ir. Vonandi stilla fulltrúar meirihlutans deilum sínum I hóf á næstunni i þessum húsa- kynnum. Útvarp Akureyri Tæknilega séð er enginn munur á gæðum útvarps eftir þvi hvort sent er Ut frá Útvarpshúsinu við Skúlagötu eða frá stUdlói útvarpsins á Akureyri. Tæknimeistari nyrðra er Björgvin JUnfusson og þar er svo sannarlega rétt- ur maður á réttum stað. Nú mun hafa komið til um- ræðu að auka efni i útvarpi sem sent verður frá Akureyri eða tekið þar upp. Það yrði án vafa til að auka fjölbreyttni útvarpsefnis og þvi vel þegiö framtak. Siðan þarf útvarpið að koma sér upp aðstöðu viðar á landinu en á Akureyri, svo útvarpið sé ekki aðeins fyrir alla landsmenn heldur leggi menn Ur öllum landshlutum eitthvað í pUkkið. Hvar eru friðardúfur? Kommúnistaflokkar á Vest- urlöndum hafa flestir fordæmt innrás Rússa I Afganistan svo ekki sé nú talað um fordæm- ingu manna Ur öðrum flokk- um. Ekki heyrist hins vegar stuna eða hósti frá ýmsum „friðarnefndum ” sem starfandi eru hérlendis eða samtökum sem setthafa verið á fót til að mótmála striðs- rekstri þegar aðrar þjóðir en Sovétrikin eiga i hlut. Hins vegar hefur Þjóðviljinn fjallað málefnalega um innrásina. Mistðk — Þú segir að það hafi verið ■ fyrir mistök sem þú stalst 24 hnifum, göfflum og skeiðum, sagði dómarinn. — Já, já. Þetta voru helber mistök og ekkert annaö. Ég vissi ekki betur en þetta væri úr hreinu silfri, en svo kom i ljós að settið var bara húðað með silfri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.