Vísir - 15.01.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 15.01.1980, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 15. janúar 1980 3 taréttl: Saksóknari rakti siðan fram- burði Sævars, Kristjáns Viðars og Tryggva Rúnars Leifssonar um þá atburði, sem áttu sér stað um- rædda nótt. Guðmundur hafi komið með Kristjáni þangað heim eftir dansleikinn, en áður höfðu þeir hist i Hafnarfirði á- samt Tryggva Rúnari. Þeir þremenningarnir reyndu að fá Guðmund til að láta þá hafa peninga fyrir áfengi, en hann neitaði og talaði þá um, að hann væri kominn inn I dópbæli. Atök urðu, þar sem þremenningarnir veittust að Guðmundi meö þeim afleiðingum, að hann hlaut bana af. Viðstaddir átökin voru Albert Klahn, er hafði ekið þeim félögum um nóttina, og Gunnar Jónsson, sem var i för með Albert. Segist Albert hafa ekið Gunnari heim eftir að átökin voru yfirstaðin, en komið síðan aftur og flutt lík Guð- mundar i bil sinum út i Hafnar- fjarðarhraun. Samkvæmt framburði Krist- jáns, Sævars og Tryggva áttu þessir likflutningar sér stað á svipaðan hátt og Albert lýsti þeim. Eftir að ákæra hafði verið gefin út i málinu en áður en það var flutt fyrir Sakadómi, sneru þeir Sævar, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar við blaðinu og kváðust gjörsamlega saklausiraf málinu. Sævar kvaðst hafa verið i öðru húsi þessa nótt. Tryggvi Rúnar sagðist aldrei hafa komið i þetta hús og Kristján Viöar lýsti þvi yf- ir, að hann vissi ekkert um hvarf Guðmundar Einarssonar. Þaö var ekki fyrr en i aprii 1977 að Gunnar Jónsson kom inn i málið sem vitni og var hann sótt- ur til Spánar. Við yfirheyrslur rámaði hann i átök þarna á Ham- arsbraut. Manndráp eða slys? Saksóknari lauk ekki ræðu sinni Við upphaf þinghaldsins. Frá vinstri: Björn Helgason, hæsta- réttarritari, Þór Vilhjálmsson, Logi Einarsson, Björn Svein- björnsson, forseti Hæstaréttar, Benedikt Sigurjónsson, Armann Snævarr, hæstaréttardómari og Sigurgeir Jónsson. hæstaréttar- dómari, til vara i þessu máli. Þórður Björnsson, rikissaksókn- ari, flytur mál sitt. um Guðmundarmálið i gær. Björn Sveinbjörnsson, forseti Hæstaréttar, óskaði eftir þvi aö hann reifaði málið einnig með til- liti til 215. og 218. greinar hegn- ingarlaga, en þær fjalla um manndráp af gáleysi og líkams- meiöingar. Þegar málið var flutt i saka- dómi taldi Bragi Steinarsson vararikissaksóknari, er sótti málið þar, að ásetningur hefði myndast um manndráp, er átökin stóðu yfir. Refsiramminn fyrir manndráp af gáleysi er hins vegar allt annar og hámarksrefsing þar er sex ára fangelsi. Sönnunargögn eru fá i málinu, þar sem lik Guðmundar hefur ekki fundist. Blóðdropar fundust á gólfteppi að Hamarsbraut 11, á frakka Kristjáns Viðars og i bil Alberts Klahn, en ósannað er að blóðið hafi verið úr Guðmundi. — SG. Sævar Ciesielski stendur hér milli lögreglumannanna, er gæta hans. (Vísism. B.G.). Efnahagsmálatlllðgur AlDýðubandaiagslns: Verölag lækki nú pegar um 6%! Þak verðl sett ð leyfðar verðhækkanir • 1.5% launaskattur fatii niöur • vextlr lækkl um 8-10% á árinu 22 milllarða útglaldaaukningu rlkissióðs m.a. mæit með veituskatti • Nýtt elnaiiagsmðiaráðuneyti verði stofnað Efnahagsmálatillögur Alþýðu- bandalagsins, sem miðstjórn flokksins samþykkti um helgina, gera m.a. ráð fyrir, að allt verö- lag f landinu verði strax fært niður um 6%.Til þessað auövelda fyrirtækjum að mæta þessari al- mennu verölækkun verði 1.5% launaskattur felldur niöur og vextir verði lækkaðir um 8-10% á árinu. A miðstjórnarfundi Alþýðu- bandalagsins um helgina lágu fyrir Itarlegar skýrslur frá ýms- um nefndum innan flokksins um stefnu I efnahags- og atvinnumál- um og félagslegum efnum ýms- um. Unnið var að þvi I gær að ganga frá útdrætti um meginat- riði, og átti að ganga frá þvi plaggi á fundi þingflokks Alþýðu- bandalagsins nú i morgun. Takmörkun veröhækkana Auk almennu verðlækkunar- innar, sem áöur er getiö, munu tillögur Alþýðubandalagsins gera ráð fyrir, að sett veröi hámark á leyfðar veröhækkanir á árinu. Þannig verði aðeins leyföar 7% verðhadikkanir frá 1. febrúar til 30. april, 6% frá 1. maí til 30. júli og 5% frá 1. ágúst til 30. septem- ber. Gert er ráð fyrir, aö gengi Is- lensku krónunnar verði mun stöö- ugraen veriö héfur, og m.a. verði það ekki fellt vegna fiskverðs- ákvöröunar, heldur komi þar til afnám oliugjalds, sem hækki skiptaverð, og félagslegar úr- bætur fyriri sjómenn. Útgjöld: 22 milljarðar. Kostnaðarauki ríkissjóðs vegna þeirra aðgerða, sem tillögurnar gera ráð fyrir, er áætlaöur 22 milljarðar. Þessu á að mæta með ýmsum ráðstöfunum. Þar munar mest um veltuskatt, sem þó á ekki að koma á fyrirtæki I sjávar- útvegi, fiskiðnaði, landbúnaði eða útflutnings- og samkeppnisgrein- um. Þessi skattur á að gefa af sér 6 milljaröa. Einnig er gert ráð fyrir aö spara rlkissjóði 8,5 milljarða I út- gjöld með þvl aö greiða ekki niður skuldina við Seðlabankann, heldurlátahana halda sér eins og hún var. Meðal annarra tekjuaflandi til- lagna mun vera útgáfa rikis- skuldabréfa, semekki verði notuö til nýrra framkvæmda. Nýtt efnahagsmála- ráðuneyti 1 tillögunum er að finna 3ja ára áætlun um frekari aðgerðir. Gert er ráð fyrir, að sett verði á fót sérstakt efnahagsmálaráöuneyti, sem taki viö sumum deildum fjármála- og viöskiptaráöuneyta og stofnunum, sem um efnahags- mál fjalla, svo sem Þjóðhags- stofnun. Ríkisstjórn á að skipa sérstaktáætlunarráð, sem annast framkvæmd áætlunarinnar og heyrir einnig undir þetta efna- hagsmála rá ðune yti. — ESJ ERKSMIDJUUTSOLUN Hjá okkur ffáið þið gáðan ffatnað (Bak við gagnla Litavershúsið) Grensásvegi 22

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.