Vísir - 15.01.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 15.01.1980, Blaðsíða 12
VÍSIR Þriðjudagur 15. janúar 1980 12 VÍSIR Þriöjudagur 15. janúar 1980 13 Sú var tiðin, að gamalt fólk til sveita hélt að veðurfræðingar gætu haft áhrif á veðurfarið til hins betra. Fengu þeir þá jafnvel ákúrur, ef veðrið brást og það gerði ofsarok með fimbulkuida og stórhrið. Liklegaer þessi „magiski” skiiningur á starfi veðurfræðinga svo gott sem úr sögunni, en þó er ekki vist að menn geri sér grein fyrir hvernig starfi þeirra er háttað — að nútima veðurþjónustu er margslungið net upplýs- ingasöfnunar og túlkunar þeirra upplýsinga. Okkur fannst þvi við hæfi að gera nokkurt veður úr starfi Veðurstofu íslands og heimsóttum hana einn „góðan” veðurdag þegar útsynningsél buldu þar á gluggum. Allt frá Nuuk til Feneyjar., Borþór Jónsson, veöurfræöingur og deildarstjóri veöurstofunnar á Keflavlkurflugvelli, fylgdi okkur um húsakynni Veöurstofunnar og hófum viö feröina á fjarskipta- deildinni , en þar er tekiö á móU öllum veöurskeytum, innlendi/m sem erlendum, sem berast til Veöurstófunnar. ,,Við fáum veöurskeyti á þriggja tima fresti frá 11 stööum á landinu, en alls eru það um 40 veöurathugunarstöövar, sem senda skeyti daglega. Hingaö fáum við einnig skeyti frá útlönd- um,en einnig frá skipum og flug- vélum og jafnvel veöurtunglum”. Þessar upplýsingar, sem berast til Veðurstofunnar, koma frá stöðum úti um allan heim, eöa allt frá Nuuk á Grænlandi til Feneyja á Italiu. Þær koma flestar á fjarrita, en slöan skráir tölva þessar upplýsingar og prentar þær. Slðan tekur veðurspárdeild- in viö þeim og skráir á veöurkort. Veðurspár allt að 5 daga fram í timann. Þegar við komum á veöurspárdeildina voru aðstoðar- menn veöurfræöinganna I óða önn aö færa „tólf-veöriö” inn á kort, þ.e.a.s. upplýsingar, sem borist höföu um veöriö kl. 12 á hádegi. Þær eru siöan notaöar, þegar næsta spá er gerö. „Viö gerum venjulega 24 tima spár daglega, en einnig eru gerðar spár á 48 tima fresti”, sagöi Borgþór. Hins vegar gera Bandarikjamenn allt aö fimm daga spár og fáum viö þær frá bandarisku veðurstofunni”. — Hversu áreiöanlegar eru þær? „Þær geta sagt meö þó nokkuö mikilli nákvæmni fyrir um veöriö, en þegar þær bregöast eru þær lika kolrangar”. Eins og áður segir gerir Veður- stofan 24 og 48 tima spár, en þar aö auki eru svo geröar minni spár átta sinnum á sólarhring. Eins og gefur að skilja eru þær ná- Texti: Halldór Reynisson Myndir: Jens Alesanders- son. kvæmari en langtimaspárnar. Þær eru sendar út i útvarpi jafn- óöum og þær eru geröar, en að auki eru svo sendar út aövaranir, ef óveöur er i aðsigi. Að spá i veðrið. En hvernig veröa veöurspár til? Þegar aöstoöarmenn veöur- fræöinganna hafa fært inn á kort nýjustu veðurfregnir, tekur vakt- hafandi veöurfræðingur viö. Ókunnugir kynnu aö ætla aö nú settust veöurfræðingarnir út i glugga og gáöu til veöurs (stærö glugganna á spádeildinni kynni aö staðfesta þessa skoöun) — en svo er nú ekki. Veöurfræöingurinn staösetur fyrst lægöir og hæöir á veöur- kortiö á grundvelli þeirra upplýs- inga, sem hann hefur. Slöan tekur hann fram háloftakort, sem sýnir vindstrauma i 5 km hæö, eöa miöja vegu I andrúmsloftinu. 1 þessari hæö eru vindstraumar mun stööugri en niöri viö yfir- boröiö og gefa þeir þvi góöar vis- bendingar um þaö, hvernig lægðir og hæöir kunna að hreyfast, og breytast. A þessum upplýsingum, ásamt eölisfræöilegum formúlum og veöurfræðiiegum galdrastöfum sem leikmanni eru huldir, byggja þeir siðan spár sinar og láta sól- ina skina eöa regniö dynja, jafnt á réttlátum sem ranglátum. Kominn er þefur i kopp- inn minn 1 gömlum sögum okkar Islend- inga er oftsinnis talaö um aö menn hafi verið veöurglöggir og getaö sagt fyrir um veöur. Viö spuröum Borgþór, hvaö hæft væri I sliku: „Jú, þaö er rétt aö ýmsir gamlir menn voru veöurglöggir og fóru þeir þá gjarnan eftir skýjafari. Þó töldu sumir sig geta fundiö þetta út með þvi aö hlusta eftir lækjarniö eöa þyti vinda, hversu mikið sem er nú aö marka slikt. Ég læröi eitt sinn góöa visu sem lýsir einniitt slikum óvenjuleg- um aöferöum viö aö segja fyrir um veður: Veltast f honum veörin stinn veiga mælti skoröan Kominn er þefur í koppinn minn, kemur hann senn aö noröan. Erum við að fara inn i nýtt kuldaskeið? Af veburspárdeild hverfum viö á veðurfarsdeild, en sú deild sér um aö afla og halda til haga upp- lýsinum um veöurfar og veður- farsbreytingar yfir langan tima. Viö spurðum Þóri Sigurösson, deildarstjóra veöurfarsdeildar. hvort hægt væri aö sjá eitthvert munstur i veöráttu yfir langan tima. „Það er erfitt aö segja til um þaö, en hins vegar hafa menn talaö um, aö seinni hluti hverrar aldar sé kaldari en sá fyrri. Hvaö sem hæft er I þvi, þá var seinni hluti 19. aldar kaldari en sá fyrri og nú, eöa allt frá árinu 1964,hefur veriö töluvert kaldara en var á fyrri hluta þessarar aldar. Hins vegar ná veöurathuganir svo skammt aftur I timann, aö erfitt er aö segja til um þetta meö nokkurrri vissu. Veöurathuganir hérlendis hófust ekki fyrr en um 1800 og voru þá lauslegar, en reglulegar veöuratbuganir hófust hér á landi áriö 1845 og þá I Stykkishólmi”. Veöurfarsdeild Veöurstofunnar gefur út skýrslur yf ir veöurfar og heldur til haga öllum upplýsing- ingum sem berast Veöurstofunni um veöur. Þá sinnir þessi deild þvi ovenjulega hlutverki aö gefa út vottorö um veöurfar vegna málareksturs. SagöiÞdrir aöá sl. ári hefðu þeir gefiö út um 50 slik vottorö og þá aðallega vegna um- feröarslysa eöa sjóslysa. Veðurþjónustan á ís- landi kostar nær millj- arð. Auk þeirra deilda, sem hér hefur veriö vikiö aö, eru á Veður- stofunni tækjadeild, sem annast allan veöurathugunarútbúnaö og annast þar ýmislegt, sem snertir allar þær veöurathugunar- stöövar sem eru út um allt land. Þá er hafisdeild, sem annast haf- isathuganir og jaröskjálftadeild, sem annast jaröskjálftamælingar og athuganir. „Hér á Veðurstofunni starfa alls um 50 manns og eru þá ekki taldir meö veöurathugunarmenn úti á landi, en þeir eru um 140”, sagöi Hlynur Sigtryggsson, veðurstofustjóri, þegar viö spurö- umst fyrir um umfang Veöurstof- unnar. Hlynur sagöi aö á landinu væru um 40 skeyta- og veðurathug- unarstöðvar, 50 stöövar sem mældu úrkomu og sendu upplýs- ingar um hana mánaöarlega, en aö auki væru svo um 40 skip sem sendu veðurathuganir, þegar þeim þætti henta. En hvaö skyldu öll þessi veöur- þjónusta kosta? Hlynur fræddi okkur á þvi, aö á sföasta ári heföu veriö áætlaöar 972 milljónir króna til Veðurstofunnar, en þar af fengjust endurgreiddar frá út- löndum 255 milljónir vegna veðurþjónustu viö islenska flug- sflórnarsvæöiö. „Þessi mikli kostnaöur viö veöurathuganir er i beinu hlut- falli viö þá miklu þjónustu, sem kallaö er á. Viö búum á misveöra- sömu landi, þar sem litið er um veðurathuganir á ýmsum mikil- vægum stööum og verðum viö aö Jenný Pétursdóttir, aöstoðar- maöur veðurfræöinga, les hér af úrkomumæli Veöurstofunnar i Reykjavik. sjá helstu atvinnugreinum þjóðarinnar eins og fiskveiöum og landbúnaöi, ásamt og meö fluginu fyrir fullnægjandi upplýsingum um veöur, þar sem það hefur mikiö aö segja I þessum atvinnu- greinum” sagöi Hlynur Sig- tryggsson, veöurstofustjóri, aö lokum. Loks er veðurspáin send út á öldum ljósvakans: Sigriöur ólafsdóttir er hér aö lesa veöurspána f útvarpiö. Og hér eru „spámennirnir”: Knútur Knudsen, vakthafandi veöurfræöingur spálr hér þó frekar i myndavélina en veðrið, en standandi hjá honum er Borgþór Jónsson.veöurfræöingur. Hingaö berast veðurathugunarskeytin og er þeim safnaö inn á tölvu. Sveinn Magnússon fjarskipta maöur meö veöriö á hádcgi á skerminum hjá sér. Og svona Htur veöriöút — suö-vestan kaldiog él,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.