Vísir - 17.01.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 17.01.1980, Blaðsíða 4
4 LOÐFÓÐRUÐ GÚMMÍSTÍGVÉL gul/blá — stærðir: 22-27. Verð kr. 11.500.- stærðir: 28-35.Verð kr. 11.995.- dökkblá/ljósblá — stærðir: 31-35. Verð kr. 11.995.- Minni númerin komin aftur VÍSIR Fimmtudagur 17. janúar 1980. STRUMPA-SJIGVEL PÓSTSENDUM STJÖRNUSKÓBÚÐIN Laugavegi 96 (viö hliöina á Stjörnubiói). Simi 23795. Skrifstofustarf Viö útgáfu Lögbirtingablaðs og Stjórnartíð- inda er skrifstofustarf, hálfan daginn, eftir hádegi, laust til umsóknar. Krafist er stúdentsprófs, góðrar íslenskukunnáttu og vélritunarkunnáttu. Umsóknir sendist skrifstofu útgáfunnar, Laugavegi 116, fyrir 22. þ.m. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 15. janúar 1980 Urval af bílaáklæðum (coverum) Sendum í póstkrofu Altikabúoin Hverfisgotu 72 S 22677 Erum f luttir í ÁRMÚLA 22 nýtt simanúmer 83022 KJARAIM UMBODS - & HEILDVERZLUN Nýr Ungverjaianfls- afturkippur fyrir Moskvu-kommúnisma Sovétrikin hafa með innrás sinni i Afghanistan áorkað tvennu: Á meðan innbyrðis sundrungar gætti hjá NATO fyrir jólin vegna umræðnananna um nýju eldflaugaskotpallana, þá standa aðildarrikin núna einhug- ar saman á fundunum i aðal- stöðvunum i Brussel þessa dag- ana. Og um leið hafa Rússar gert allar vonir um Evrópu-kommún- isma-einingu óhugsandi um ófyr- irsjáanlega framtið. Með öðrum orðum sagt, hafa Sovétmenn sundrað trúbræðrum sinum i NATO-löndunum, en um leið þjappað rikisstjórnum þess- ara landa betur saman, en þau hafa gert lengi. Skiija nú Carter betur Meðal þessara bandamanna USA er mikill skilningur á þvi, aö Carter Bandarikjaforseti skyldi telja sig þurfa að biðja þingið um að fresta i bili umf jöllun sinni um SALT-samkomulagið, sem beið samþykktar öldungadeildarinn- ar. Þessi skilningur er hins vegar ekki jafnútbreiddur hvað varðar ákvörðunina um að takmarka kornsöluna til Rússa. Aðrar að- gerðir gegn Moskvu eftir innrás- ina i Afghanistan virðast þó njóta fulls samþykkis. Þessir örlagaatburðir siðustu viku hafa vakið efasemdir um stefnu NATO varðandi „afvopnun með vigbúnaði”, eins og kölluð eru þau viðhorf, að best sé að mæta Sovétmönnum við samn- ingaborðið verandi sjálfur sterk- ur. Það eru ekki efasemdir um, að þær staðhæfingar, að komm- únistar skilji ekkert og virði ekk- ert annað en styrkleika og valdið, séu réttar. Heldur hitt, að þessi stefna muni fá nokkru áorkað til vigbúnaðartakmarkana i bráö. Þetta hefur ekki komið helstu andstæðingum kjarnorkuvopna i Evrópu til þess að hlaupa upp og hrópa: Hvað sögðum við ekki?! Það eru miklu frekar hinir, sem voru aðaltalsmenn þess, að nýjar eldflaugaskotstöðvar væru reist- ar i Evrópu, sem geta sagt það sama og þeir hafa alltaf sagt: Það er vonlaust að treysta á góð- an vilja Kremlstjórnarinnar, þegar menn ætla að reyna að gæta öryggishagsmuna vestan- tjaldslanda. Holland og Belgia vildu að fyrst yrði reynd samningaleiðin við Sovétrikin, en siðan ákveðið að reisa eldflaugaskotpallana, ef þessar samningatilraunir leiddu ekki til neins. Þessi ásteytingsat- riði frá fundinum 12. desember heyrast nú ekki lengur nefnd. A dögunum staðfestu öll rikin á NATO-fundi i Brussel, að þau stæðu einhuga að baki ákvöröun- inni um kjarnorkuvopnin. Um leiö lögðu þau enn einu sinni á- herslu á, að tilboðið um samn- ingaviðræður við Sovétmenn standi enn. Franskur undlrlægju- háttur Frakkland, sem ekki er aðili að hernaðarsamstarfi NATO, ætlar ekki að gripa til viðskiptalegra refsiaðgerða gegn Sovétrikjun- um. Þessi ákvörðun hefur kallað fram haröa gagnrýni af hálfu gaullistanna, sem eiga að heita enn' aðili að samsteypustjórn Frakklands. Gaullistar krefjast þess, að stjórnin standi með USA (án þess þó að USA sé nefnt á Marchais: Hvaö skyldi húsbóndinn i Moskvu nú ætlast til af mér? nafn þó). Blaðið ,,Le Monde” lét þau orð falla um afstöðu rikis- stjórnarinnar, eða réttara sagt viðbragðsleysi, að hún væri „ýkt hæverska”. Georges Marchais, leiðtogi franskra kommúnista, verður ekki sakaður um, að hafa verið jafn óþarflega orðvar i þessu sambandi. Flokkur hans tók sér þó ruma viku til umhugsunar, áður en hann brá við opinberlega vegna innrásarinnar i Afghan- istan. En þegar fram var kominn hinn hundtryggi stuðningur við krossferð Kremlverja, leiddi það til þess, að Francois Mitterrand, leiðtogi socialistaflokksins franska, tók af skarið með það, að klofningur þessa gamla kosn- ingahræðslubandalags yrði hér eftir aldrei aftur brúaður. Evrópukommúnisminn, sem einkenndur hefur verið af sjálf- stæði sinu gagnvart móður Moskvu, hefur þar með misst — ef hann hefur einhvern tima haft hann---franska kommúnista- flokkinn úr röðum sinum. Er vel 1 liklegt, að þau vonbrigði, sem Marchais hefur valdið mörgum kjósendum sinum i Frakklandi, eigi eftir að segja- til sin i bæði skoðanakönnunum og kosning- um. Mótmælin við innrásinni i Tékkóslóvakiu 1968 sýndu á sin- um tima, að innan franska kommúnistaflokksins var vilji til þess að sýna, að flokkurinn væri óháður Moskvufyrirmælum. Þessi nýi undirlægjuháttur flokksforystunnar við Kreml- herrana mætir varla miklum •skilningi hinna óbreyttu flokks- manna. Evrðpukommar roðna Aður en Marchais fór til Moskvu að votta Kremlherrunum hollustu sina og stuðning, heim- sótti hann hinn italska starfsbróð- ur sinn, Enrico Berlinguer, leið- toga italska kommúnistaflokks- ins. Að þeim viðræðum loknum var gefin út sameiginleg yfirlýs- ing, og var sú ekki margorö eða fjálg. Hún var heilar 23 linur og aöutan var Afghanistan þar hvergi nefnt á nafn. ftalski kommúnistaflokkurinn hefur harðlega gagnrýnt innrás Sovétmanna i Afghanistan, eins og spænski kommúnistaflokkur- inn, sem minna kom á óvart, þvi að spænskir kommúnistar þóttu dæmigerðari Evrópukommar. Það er i leiðinni eftirtektarvert, að kommúnistaflokkur Júgó- slaviu, eins austantjaldsrikjanna, stendur itölsku og spænsku flokk- unum nær i þessu máli en sá franski. Sjá menn fram á, að kólna muni þelið milli júgóslav- neskra og franskra kommúnista i kjölfar þessa. Fundur þeirra Marchais og Berlinguer hafði fyrir löngu verið ákveðinn, og varð þvi ekki frest- að, eins og italskir kommúnistar barma sér nú yfir. Kommúnistar Berlinguers vonast enn eftir „sögulegu samstarfi og mála- miðlun” með kristilegum demó- krötum og aðild að rikisstjórn, enda ástandið á Italiu þannig núna, að slik „nýsköpunarstjórn” þar gæti þótt æskileg til þess að glima við vandamálin. Þegar þannig horfir má ljóst vera, að fundurinn við „svikarann” Marchais var hið vandræðaleg- asta mál. Þvi getur liðið á nokkru áður en þessir tveir leiðtogar láta sjá sig saman aftur. „Evrópukommúnisminn á framtiðina fyrir sér. Franski kommúnistaflokkurinn mun leika þar leiðandi hlutverk”, sagði Marchais sjálfur i ágúst siðasta sumar. En meðan hann gekk rauðan dregilinn til faðmlaga við Kremlherrana i heimsókn sinni til Moskvu, fjarlægðist hann jafn hröðum skrefum það takmark sitt. Ef það þá nokkurn tima var nokkuð meira en ryk til þess að þyrla i augu franskra kjósenda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.