Vísir - 17.01.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 17.01.1980, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 17. janúar 1980. 5 Guðmundur Pétursson skrifar Japanskur tollþjónn sést hér á myndinni halda á plastpokanum, sem hefur að geyma hassið, sem McCartney ætlaði aö reykja. Bitillinn Paul McCartney var staðinn að þvi að reyna að smygla með sér nær 220 grömmum af hampi inn i Japan i gær, en tollverðir á Naritaflug- velli Tókió fundu hassið i farangri hans. McCartneý var með konu sina, fjögur börn þeirra og svo meðlimi hljómsveitarinnar Wings, sem fyrirhugaði 11 hljómleika i Japan. Þessi auðugasti rokkkóngur heims viðurkenndi, að hann ætti hassið og hefði ætlað að reykja það i ferðinni. Var hann hnepptur i varðhald. Þung viðurlög liggja við hass- smygli til Japans og getur varðað allt aðfimm ára fangelsi og 800 þúsund króna sekt. Handjárnaður er McCartney leiddur burt af lögreglumönn- um, en hann var hnepptur I varðhald. Hassið ætlaði hann að reykja i hijómleikaferð hljóm- sveitarinnar Wings I Japan. Bítill fangelsaöur fyrir hass-smygl Engin lausn í slálverk- Waidheim I I I I I I Luns og Waldhelm Skrattanum var bærilega skemmt hér á siðunni i gær, þegar mynd af Kurt Waldheim, framkvæmda- stjóra Sameinuöu þjóð- anna, fylgdi frétt frá NATO og hann titlaður Joseph Luns, framkvæmdastjóri I NATO. Vonandi hafa les- ™ endur getað brosaö að asnastrikinu, fremur en láta það ergja sig. Hver sjáandi maður getur af myndunum hér fyrir ofan séð, að þeir eru ekki hið minnsta Hkir. I I I I I I I I I I I I I faiii Breta Leiðtogar þeirra 100 þúsund stáliðnaðarmanna, sem eru i verkfalli í Bretlandi, hafa hótað að stöðvaeinnig allan tilflutning á stáli i landinu og um leið einnig þá 15 þúsund stáliðnaðarmenn sem starfa hjá einkafyrirtækjum og hafa ekki enn tekið þátt í verkfall- inu. Nema samkomulag náist fyrir 27. jarníar. Stáliðnaðarmenn vilja launa- hækkanir, sem að minnsta kosti bæti þeim upp 17% verðbólguna, en þeim hafa verið boönar hinar og þessar kjarabætur, sem sam- tals jafna sig upp með 12% launa- hækkun. Bresku stálverksmiðjurnar hafa verið reknar meö 300 milljóna sterlingspunda tapi á ári, og 'hafa tekið upp harða af- stöðu til starfsmannahaldsins. Uppi eru áætlanir um að fækka starfeliöi um þriðjung á næstu mánuðum og loka nokkrum verk- smiðjum. Veröur fóturlnn teklnn af Tíió? Titó Júgóslavi'uforseti verður hugsanlega að gangast undir aðra læknisaðgerð til þess að láta taka af sér vinstri fótinn vegna hættu á að drep komist i hann. Læknar hins 87 ára gamla leið- toga sögðu i gær, að liðan hans væri orðin betri, þótt blóðtappinn I fætinum væri enn til staðar. — Aðgerðin á sunnudaginn mun að- eins hafa veitt frest. Verða læknarnir senn að ákveöa hvort þeir taki fótinn af Titó en hann á lika við að striða sykursýki, sem gerir meðferðina vandasamari. VILJA SNIflGAIIGA ÓLYMPÍULEIKANA i MOSKVU í SUMAR Carter-stjórnin hefur skorið upp herör i' viðleitni til þess að Ólympiuleikarnir 1980 verði tekn- ir af Moskvu fyrir innrás Sovét- manna i Afganistan. Þótt ýmsir talsmenn Ólympiu- nefndarinnarhafisagt, að of seint sé aö flytja leikana til annarrar borgar, hafa Carter og helstu talsmenn hans oftsinnis látið uppi þær „persónulegu” skoðanir sin- ar, að flytja eigi leikana frá Moskvu,eílegar taki þjóðir heims sig saman um að senda ekki iþróttamenn sina þangað. Slíkt á sér ekkert fordæmi og þykir raunar ekki liklegt, að af þessuverði, nema hugmyndin fái fljótt hljómgrunn innan Banda- rikjanna, i Vestur-Evrópu og múhammeðstrúarrikjum þriðja heimsins. En innrásin i Afganistan hefur hleypt svo illu bldði I Washington- stjórnina, að embættismenn hennar segja aö Bandarikin verði að stigafyrsta skrefið, hvað sem aðrir taki siöan til bragðs. í utan- rikisráðuneytinu i Washington eru sérfræðingarnir þeirrar skoðunar að engin aðgerð önnur mundi hafa jafnmikil áhrif á Kremlherrana og sú aö sniðganga Óly mpiuleikana. Cyrus Vance utanrikisráðherra sagði i viðtali við New York Times i gær, að jafna mætti Ólympiuleikunum i Moskvu við leikana i Berlin 1936, þegar nasistastjórn Adolfs Hitlers streittist við að afla sér virðingar og álits Ut á við. — ,,Ég held, að þaðhafiverið mistökað sækja þá Ólympiuleika”, sagði Vance. Tökum í umboðssölu allar gerðir at hljómflutningstækjum. Mikið úrval. Ef þú vilt kaupa eða selja, komdu þá til okkar. GRENSÁSVEGI50 108REYKJAVÍK SÍMI: 31290

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.