Vísir - 17.01.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 17.01.1980, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 17. janúar 1980. 9 DAVMD FÉKK EKKI KEVPT ðLIÐ ... Sumir mega og sumir ekki: Hér er einn fiugiiöi aö velja sér öliö ljúfa sem svo fáir mega kaupa. VIsis- mynd HeiÖar Baldursson í uniformi færðu Dlór-annars ekki „Ég ætla að fá bjór". — Gjörðu svo vel — ertu flugmaður? „Nei". — Þá hlýturðu að vera sjómaður. „Nei". — Þá ertu í utanríkisþjónustunni. //Nei, af hverju spyrðu maður?" — Nú/ þá færðu engan bjórl! Eftir þessu samtali muna víst margir. Það fór fram í áramótaskaupi sjón- varpsins og lýsti vel í fáum orðum bjórmenningu okkar Islendinga. Hér- lendis eru þaðaðeins vissar stéttir manna sem fá að kneyfa ölið, öllum öðrum er það forboðið—auðvitað nema þeim sem smygla eða brugga sjálfir. Mál þetta hefur nú komist i svíðsljósíð því fyrir skömmu reyndi einn borg- ari þessa lands, sem ekki tilheyrði áðurnefndum stéttum að fara inn í landið með einn kassa af áfengum bjór og það án leyndar. Var hann stöðvaður af tollvörðum. Bjórinn var tekinn af honum og nú hyggst hann leita réttar síns eftir leiðum laganna, því hann telur sig eiga skýlausan rétt á að fá að fara með bjór inn i landið þótt hann sé ekki í einkennisbúningi. Maðurinn sem keypti ölið heitir Davið. I áfengislögum segir, að ríkisstjórninni einni sé heimilt að flytja hingað til lands áfenga drykki eða áfengisvökva hverju nafni sem þeir nefnast og skuli ÁTVR annast innflutninginn. I reglugerð sem gefin var út 1975 segir þó, að ferðamenn og áhafnir skipa og flugvéla megi hafa með sér ákveðið magn áfengra drykkja inn í landið. Um bjórinn gildir nokkuðöðru máli. Bannaðer samkvæmt áfengislögunum að flytja hann inn í landið, en » reglugerðinni frá 1975 og aftur i nýrri reglu- gerð frá síðasta ári, er áhöfnum skipa sem eru 20 daga eða lengur í ferð, heimilt að hafa með sér 48 flöskur af bjór inn f landið. Ef skip er skemur í ferð minnkar skammturinn niður í24 flöskur. Flugliðar mega hafa með sér 12 flöskur. Visir leitaði til nokkurra aðila og spurði þá álits á þessu máli og hvort rétt væri að mismuna mönnum eftir stéttum hvað snerti bjórinnkaup. —HR „Af hverju njóta flugilöar ekkl sðmu réttlnda og íamegar?” Daviö Scheving Thorsteinsson „Samrým- ist varla stjórnar- skránni” seglr Davíð Schevlng Thorsteinsson „Það er mln innsta sannfær- ing, aö þaö samrýmist ekki stjórnarskránni aö mismuna mönnum svona eftir stéttum”, sagði Daviö Scheving Thor- steinsson, en hann var einmitt sá Davlö sem keypti öliö. „Ég kom heim frá útlöndum 15. desember sl. og keypti þá einn kassa af bjór i frihöfninni, alls 12 flöskur. Ég var búinn að hugleiða það i mörg ár hversu miklum rangindum menn væru þarna beittir og allt I einu sauð þarna upp úr og ég keypti bjór- inn”. Davið sagðist aldrei hafa reynt að fela fyrir tollvörðum að hann væri meö bjór i farangri sinum og heföi hann vitanlega verið stöðvaður af tollvörðum sem spurðu hvort hann væri flugliði en hann kvað auðvitað nei við þvi og þvi missti hann bjórinn. „Sú röksemdafærsla að þetta sé i kjarasamningum þykir mér tómt pip, ef hún er notuð. Þá gætum við Guðmundur J. alveg eins sest niður og samið i einum hvelli um bjórinn til handa öll- um launþegum”. Loks sagðist Davið ætla að krefjast svokallaðrar innsetn- ingargjörðar fyrir fógetarétti, ef honum yrði ekki stefnt fyrir að ætla sér að fara inn i landið með bjór. Ætlaði hann þar að krefjast þess, að sér væru af- hentar eigur sinar, þ.e.a.s. bjór- kassinn, sem hann keypti I fri- höfninni. „Það má snúa þessu dæmi við og spyrja af hverju við flugliðar njótum ekki sömu réttinda og farþegar hvað snertir farangur sem við megum taka með okkur inn i landið”, sagði Baldur Oddsson formaður Félags Loft- leiðaflugmanna þegar hann var spurður hvort hann teldi að áhafnir einar ættu að hafa rétt til að taka bjórinn með sér inn i landið. Baldur sagði að flugmenn ynnu ekki eftir sömu reglum og farþegar og þvi væri þessi sér- staða þeirra hvað snerti toll- frjálsan varning inn i landið til- komin. Það væri hins vegar spurning hvort þessi bjórtilhög- un ætti rétt á sér. Baldur Oddsson, formaöur Fé- lags Loftleiöaflugmanna. Höskuldur Jónsson ráöuneytis- stjóri. ..Geri bessa spurningu ekki að umræðuefni” „Ég vil ekki gera þá spurn- ingu að umræðuefni” sagði Höskuldur Jónsson ráðuneytis- stjóri i fjármálaráðuneytinu þegar hann var spurður hvort honum þætti rétt að sumar stéttir manna fengju að kaupa bjór en aðrar ekki, en lög og reglugerðir um þessi mál heyra undir það ráðuneyti. Höskuldur sagði að öllum væru ljósir meinbugir þess að setja þetta atriði inn i reglu- gerð, en það hefði þó verið talið heppilegra að bjórinnflutningur áhafna væri háöur reglugerð, en sjálfdæmi einstakra tollvarða. Þá sagði Höskuldur að það væri raunar einsdæmi að flug- áhafnir fengju að taka bjór með sér inn i landið og tiökaðist það t.d. ekki i nágrannalöndum okkar. —HR „Heimílt að mismuna mðnnum eftir stðrfum” „Það er heimilt að mismuna mönnum eftir störfum” sagði lögfræðingur einn sem ekki vildi láta nafns sins getið, i samtali við Visi. Lögfræðingurinn sagðist ekki telja það neitt brot á stjórnar- skránni þótt sumar starfsstéttir fengju að kaupa bjór en aðrar ekki, en vildi ekki tjá sig um málið nánar, þvi hann hefði ekki kynnt sér það. — HR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.