Vísir - 19.01.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 19.01.1980, Blaðsíða 3
Laugardagur 19. janúar 1980. 3 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍS- LANDS í HAMRAHLÍÐARSKÓLA Stjórnandi Paul Zukofsky Efnisskrá: SnorriS. Birgisson: Þáttur fyrir blásara og slagverk (1978) Atli Heimir Sveinsson: Hreinn SOM 74 (1974) Jón Þórarinsson: Um ástina og dauðann (1950) Einsöngur: Ruth L. Magnússon Herbert H. Ágústsson: Sinfonietta (1973) Jón Ásgeirsson: Sjöstrengjaljóð (1968-9) Jón Leifs: Þrjár myndir op. 44 (1955-60) Það verður ekki annað sagt en að tónlistarhátlð sú, sem Tón- skáldafélag Islands efnir til undir nafninu „Myrkir músik- dagar”, færi myndarlega af stað með þessum tónleikum. Aheyrendur fylltu sal Hamra- hliðarskólans, og meðal þeirra voru forsetahjónin. I upphafi flutti formaður Tónskálda- félagsins, Atli Heimir Sveinsson, stutt en röggsamlegt ávarp, þar sem hann gerði grein fyrir tilgangi félagsins með þessu framtaki i skammdeginu, en til- gangurinn er tviþættur: annars vegar að minna á þann menn- ingararf, sem hin eldri islensku tónskáld hafa látiö eftir sig, hins vegar að vekja athygli á þeirri nýsköpun, sem fram fer og raunar stendur með miklum blóma um þessar mundir. I samræmi við þetta spannar efnisskrá tónleikanna vitt yfir svið islenzkra hljómsveitar- verka, allt frá Jóni Leifs, sem fyrstur Islendinga mun hafa samið þess háttar verk, til Snorra Sigfúsar Birgissonar, sem er i hópi allrayngstu tón- skáldanna. Verk Snorra Sigfúsar, en það hefur ekki heyrzt fyrr hér á landi, varð prófraun fyrir lúðra- þeytara og slagverksmenn Sinfóniuhljómsveitarinnar, sem þeir stóðust yfirleitt með prýði, og jafnframt hin ágætasta æfing fyrir þá. Það ber kunnáttu hins unga tónskálds gott vitni, en sýnir hins vegar eitt sér aðeins eina hlið á hæfileikum hans. Það var vel til fundið að hefja tón- leikana með þvi. Raunar er þessi „fanfare” svo stór i snið- um, að hann mundi hafa dugað ágætlega til að kveöja hljóðs fyrir stórum umfangsmeiri tón- listarhátið en þá, sem nú er i vændum. tónlist Verk Atla Heimis hefur aldrei verið flutt áður, en það er að sögn tónskáldsins samið undir áhrifum sýningar á myndlist Hreins Friöfinnssonar, sem haldin var i Galleri SOM 1974. „Þetta voru ákaflega fingerðar myndir — næstum ekki neitt — einstaka linur á stangli á hvit- um grunni, eða næstum hvit- um!", segir Atli, en sýningin hafði hrifiö hann mjög. Að breyttu breytanda mætti ef til vill lýsa tónverkinu meö likum hætti. Það er ekki viðburöarikt á ytra borði, en þeim mun auðugra að fingerðum blæ- brigðum og skemmtilegu sam- spili i tónum, tima og rúmi. Sinfóniuhljómsveitin hljómaði vel á þessum stað, og góð tilbreyting er að fá aö heyra hana einstöku sinnum annars staðar en I Háskólabiói. Ein- stakir flokkar hennar fengu að reyna sig hver i sinu lagi: blásarar I verkum Snorra Sig- fúsar og Herberts H. Agústs- sonar, strengjaleikarar I verki Jóns Asgeirssonar. Þetta hefur vafalaust verið þeim góður og þarfur skóli, ekki sizt þegar viö stýriö er jafnágætur stjórnandi og Paul Zukofsky. Ahugi hans á islenzkri tónlist er mikið ánægjuefni, og þakkarvert, að hann skuli gefa sér tima frá um- fangsmiklum störfum slnum um lönd og álfur til þess að rétta okkur á þessum heimshjara örvandi hönd. Ruth L. Magnússon skilaði einsöngshlutverki sinu eins og bezt varð á kosið. Það er ekki á hverjum degi, sem boðið er upp á tónleika meö alislenzkri efnisskrá, og ef til vill kunna einhverjir að halda, að slfkir tónleikar hljóti aö vera einhæfir og kannske leiðinlegir. Ég held aö þetta hafi afsannazt hér. Það mun mega segja, að hér hafi verið „eitthvaö fyrir alla”, eða flesta að minnsta kosti, fjölbreytnin var ótrúlega mikil, og hafi einhverjum viö- stöddum leiðzt, var ákaflega litið látiö á þvi bera. Jón Þórarinsson. Það er sannkölluð fj ölskylduskemmtun að koma með fjölskylduna á verksmiðjuútsöluna. Þar geta allir fengið eitthvað við sitt hœfi, flauelsbuxur, gallabuxur, hakibuxur: *. ................ « Barnastærðir 2—14 óra. Dömustærðir 24—36 tommur. Herrastærðir 24 — 40 tommur. Og úrvalið af alls konar skyrtum, peysum, úlpum og blússum er alveg stórkostlegt. Prísarnir fó alla til að brosa. Opið kl. 9-7 í dag - laugardag verksmiðju- útsalan (Bak við gamla Litavers-húsið) Grensósvegi 22 LÆRIÐ AÐ SMÍÐA OG FLJÚGA FLUGMÓDELUM. Námskeið hefst í módelsmíði þann 22. jan. (fyrir 12 ára og eldrí) TÓmSTUnDflHÚSIÐ HF LougouegilSl-Reykiouil: $=31901 ALLT TIL MÓDELSMÍÐA Fjarstýringar: 2ja-3ja-4ra Mikið úrval af glóðarhaus og og 6 rása. rafmótorum. Balsaviður í flökum • Balsaviður í listum Furulistar* Brennidrýlar Flugvélakrossviður *ÁI og koparrön stálvír Smáhlutar (fittings) til módelsmíða Verkfæri til módelsmíða og útskurðar o.fl. o.fl. Höfum einnig flugmódel í sérstökum pakkningum fyrir skóla á mjög hagstæðu verði. _______________Póstsendum Flugmódel i miklu úrvali, svifflugur og mótorvélar fyrir fjarstýringar linustýringar eða fritt fljúgandi. Fjarstýrð bátamódel i miklu úrvali. Fjarstýrðir bilar, margar gerðir <ná allt að 5Ó km, hraða.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.