Vísir - 19.01.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 19.01.1980, Blaðsíða 8
VÍSIR Laugardagur 19. janúar 1980 utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: DaviðGuómundsson Ritstjórar: Olafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Frettastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jonina Michaelsdóttir, Katrirt Pálsdottir, Páll Magnússon, Sigurveig Jonsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. iþrottir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. André'sson, Jens Alexandersscn. Ullil og hónnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnus Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglysingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 06611 7 linur. Askrift er kr. 4.500 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu 230 kr. eintakið. Prentun Blaðaprent h/f Þolinmæðin er að bresta Þingmennirnir sem þjóöin valdi sér til forystu í abventukosningunum, fá ekki háa einkunn hjá almenningi þessa dagana. Biöin eftir myndun meirihlutastjórnar er oröin alltof löng og aö veröa óhjákvæmilegt fyrir forsetann aö kanna alvarlega mynd- un utanþingsstjórnar. Léleg frammistaða stjórn- málamanna við myndun starf- hæfrar ríkisstjórnar í landinu er nú á hvers manns vörum. Seina- gangurinn og úrræðaleysið í þeim efnum er ekki til þess að auka traust þjóðarinnar á kjörnum fulltrúum sínum heldur hefur þvert á móti þau áhrif, að kjósendur telja þá menn, sem þeir völdu í aðventukosningun- um, ekki hlutverki sínu vaxna. f einn og hálfan mánuð hafa forystumenn stjórnmálaf lokk- anna skrafaðsaman formlega og óformlega um vanda þjóðarinnar og öðru hverju sent reiknistofnun flokkanna, Þjóðhagsstof nun, talnaleiki af ýmsu tagi, sem hún hef ur spreytt sig á að fá útkomu úr. Niðurstöður reiknings- dæmanna haf a verið lagðar f yrir næsta fund og skoðaðar og rædd- ar og athugaðar og kannaðar fram og aftur og svo hafa verið búin til ný dæmi fyrir talna- meistarana til þess að spreyta sig á. Þeir hafa svo enn gengið undir reikningspróf og yfirleitt fengið rétt fyrir dæmin og dá- góða einkunn fyrir frammi- stöðuna. Ekki bólar þó enn á því að þessar reikningskúnstir hafi orðið til nokkurs. í dag er enn von á að þjóðhags- stjóri og hjálparmenn hans skili heimaverkefnum sínum til sömu „leiðtoganna", sem undanfarið hafa sent þeim reikningsdæmi, að einum undanteknum, formanni Sjálfstæðisf lokksins, sem ekki fær að vera með í leikn- um að þessu sinni. Niðurstöður Þjóðhagsstofn- unar verða svo ræddar á fundi svokallaðra vinstri flokka, sem teygja nú lopann í fundarsölum Alþingis. I dag komast þeir eflaust að þeirri niðurstöðu, að það hafi verið ansi athyglisverð- ar formúlur, sem reiknað hafi verið út frá i þetta sinn eins og fyrr og eins víst er, að þeir haf i á takteinum ný dæmi handa þjóðhagsstjóra, sem hann fái að reikna næétu daga. Það virðist engu máli skipta hver situr við borðsendann á stjórnarmyndunarviðræðufund- unum og hafi fundarstjórnina með höndum, — allir fundirnir hafa runnið út í sandinn fram að þessu. Þeir stjórnmálafrömuðir, sem þæft hafa málin undanfarnar vikur voru þeirrar skoðunar er þeir hófu kosningabaráttu í haust, að efnahagsmál þjóðar- innar væru komin í öngþveiti og þjóðarheill krefðist þess að tekið yrði á málunum með festu. Allir vissu þeir auðvitað hvernig ætti að leysa vandann og héldu ýmist á lofti glænæýjum lausnum eða vísuðu til gamalla patentlausná, sem þeir hefðu kynnt þjóðinni í næstu kosningum á undan. Það var ekki annað að heyra en þessir snillingar væru sammála um að útlitið væri alvarlegt og grípa yrði til aðgerða sem allra fyrst. Nú er annað uppi á teningnum. Ekkert liggur á. Enginn virðist tilbúinn til þess að fara í ríkis- stjórn með öðrum, en allir hafa flokkarnir þó lausnir á vandan- um. Vandamálið er að þeir geta ekki komið sér saman um leiðirn- ar, og það vandamál virðist ekki hægt að leysa. Þingið er að bregðast hlutverki sínu og þjóðin að missa þolin- mæðina. Ef ekki hillir undir myndun starfhæfrar ríkis- stjórnar alveg á næstunni er óhjákvæmilegt fyrir forseta Islands að kanna í fullri alvöru myndun utanþingsstjórnar, þótt slíkt sé ekki góður kostur í þing- ræðisríki. AF VEÐRINU Einhvern tima, þegar Jónas Hallgrimsson var staddur hjá frændum slnum á Völlum i Svarfaöardal, kvaö hann veöur- visu sem stundum ber yfir- skriftina Molla: Veöriö er hvorki vont né gott, varla kait og ekki heitt. Þaö er hvorki þurrt né vott, þaö er svo sem ekki neitt. Jafnvel þótt veöur sé svo sem ekki neitt, getur þaö veriö gagn- legt á förnum vegi. Einmitt i svona ,,ekki-neitt”-veöri er kannski enn rikari ástæöa en ella til þessaö impra á hugsan- legum veöurbreytingum, ef öll umræöuefni þrýtur og hug- kvæmni er I lágmarki. Þaö var einmitt f „svo sem ekki neitt”-veöri austur I Vagla- skógi, aö vinur minn, ungur og óreyndur, var aö myndast viö aö gjepja konu og spuröi hana f fullkomnu úrræöaleysi hvort þau ættu ekki aö athuga hvernig veöriö væri þarna inni i lundin- um hinumegin viö rjóöriö. Rétt eins og liklegt væri aö allt annaö veöur væri þar nokkra metra I burtu og allt væri undir þvi komiö aö umsvifalaus könnun færi fram á þvi i hverju mis- munurinn væri fólginn. Þessi merkilega rannsókn þdtti ómaksins verö, en blessuö stúlkan tók þetta veöurtal svo alvarlega aö vini minum þótti sáralitill tfmi vinnast frá fræöi- legum rannsóknarstörfum til annarra afreksverka. Eg veit ekki hvort þaö er merkilegt eöa ekki merkilegt, hvernig veöriö getur haft áhr if á fólk til vansældar eöa velliöan- ar. Og þá er nú aldeilis ekki, aö eitt henti öllum. Þegar ég heyri ekki betur en allir séu aö biöja um svokallaöan jólasnjó, leggst ég á litla bæn og lauma þvi aö guöi aö hafa nú rauö jól fyrir mig, svona einu sinni til til- breytingar. Þegar menn fagna frosti og stillum aö vetrarlagi, kannski dag eftir dag, tek ég aö ókyrrast. Égget haldiö þetta til- breytingarleysi út f tvo sólar- hringahiö mesta. Þá fer mig aö klæja. Ég get ekki setiö kyrr, ég veröaö eigrafram ogaftur. Ég verö styggur, spenntur og ófrýnn. Ég stekk upp á nef mér út af smámunum. Sem betur fer endist slikt veöur sjaldan meira en þr já sólarhringa i röö, enda byöi ég ekki i sjálfan mig, ef svo færi. Þaö er, guöi sé lof, venjulega komin hriö eöa hláka eftir þann tima, og bjargar þannig sálarheill minni og gerir mig nokkurn veginn sambúöar- hæfan aö nýju. Snjór er skelfilegur fyrir mann sem er fæddur og uppal- inn undir þessu fargi. Þvf meiri snjór, þeim mun verriliöan. Þvi hærra sem snjólagiö veröur á jöröinni, þeim mun skemmra er upp i festingu himinsins, þeim mun þrengra er andrúmiö, svo aö t.d. veturna 1951 og aöra slika lá mér viö köfnun. Ég var þrúgaöur af einhvers konar innilokunarskelfingu, þegar skaflarnir voru komnir yfir hús og blla. Ætlaöi jöröin kannski aö vaxa upp i himininn og kremja mig á milli (Einu sinni hélt ég lika aö búiö væri aö gera bylt- ingu I Ásveginum, þegar fjórir rauöir fánar áttu aö gefa til. kynna aö bilar væru einhvers á förnum vegi Gisli Jónsson skrifar. staöar i snjódjúpinu undir niöri). Biöin eftir leysingu og snjónámi var löng þessa vetur og ég þrástagaöist á annarri veöurvísu Jónasar! Eilifur snjór i augu min út og suöur og vestur skin, samur og samur út og austur. Einstaklingur vertu nú hraustur! Einstaklingshreysti min lét á sér standa i langri biö. En hlý landátt á Noröurlandi er þess viröi aö biöa hennar lengi. Ekk- ert veöur jafnast á viö þvflfkan þey, ekki sfst síösumars eöa i haustmyrkri, þegar bókstaflega er hægt aö þreifa á heitum straumum loftsins i húminu eöa kolsvörtu myrkrinu. Eöa aö vakna ungur drengur undir súö og heyra hlýjan sunn- anvindinn gæla viö upsina. Aö hlaupa út á móti þessum hlýja straumi og láta hann kitla sig i andiitiö, eöa leita undan honum og láta hann jafnvel fleyta sér pfnulitiö og gera sig ekki alveg eins jaröbundinn. Og auðvitaö upplýkst þaö fyrir mér áöur en lýkur aö þeim einum er heitt myrkur munaöur, sem þrúgaö- ur hefur veriö og kúgaöur af köldum, hvitum snævi. Blessað- ur sé því snjórinn þrátt fyrir allt. 12.1 ’80 G.J.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.