Vísir - 19.01.1980, Blaðsíða 17

Vísir - 19.01.1980, Blaðsíða 17
16 vtsm Laugardagur 19. janúar 1980 , ,ÆTLA AÐ ENDA FERILINN A ÞVf AÐ HALDA MIÐILSFUND helgarviötaliö 99 Illugi Jökuls- son, blaöa- maöur //Þetta gekk nú hálfbrösulega hjá mér i upphafi, ég var eiginlega plataöur til að byrja. Það var á Egils- stöðum fyrir fimm árum og ég hafði aldrei á svið komið áður, meinti þetta bara sem grin. Ég var með svo mikinn skjálfta meðan ég var aðæfa, að ég hélt að ég myndi ekkert geta, svo var mér næstum hent inn á sviðið... Þetta kostaði ægileg átök fyrir jafnfeiminn mann og ég er". Baldur Brjánsson töframaður hefur síðan sjóast mikið í sviðsframkomu og er orðinn einhver alvinsæl- asti skemmtikraftur landsins. Varla er haldin svo árs- hátiðað Baldur sé þar ekki mættur með töf rabrögð sin og kúnstir og virðist sem ekkert sé honum ofviða. Hann lætur hluti hverfa og birtast aftur á óliklegustu stöðum, grípur hænuegg utan úr loftinu, étur rak- vélarbiöð í kippum, án þess að verða meint af og svo framvegis. Þekktasta bragð hans er líkast til það þeg- ar hann kveikir eld í skál með hugarorkunni einni saman —að því er virðist. Þá aflaði hann sér lands- frægðar, er hann i sjónvarpssal framkvæmdi upp- skurð án þess náttúrlega að skera nokkurn skapaðan hlut. Líf mitt og yndi — Hvernig skyldi nú nokkrum manni detta I hug aö leggja þvi- llkt og annaö eins fyrir sig? — „Ja, þetta byrjaöi nú bara meö fikti meöan ég var smápolli, þaö fá allir strákar einhvern tima dellu fyrir svona. Svo þroskast þeir og annaö veröur ofan á. En ég hef alltaf veriö mikill dellu- maöur og hjá mér komst ekkert annaö aö, töfrabrögöin voru lif og yndi hér einu sinni. Sennilega hefur mér bara þótt gaman aö hrekkja fólk, mér finnst reyndar alltaf jafn- skemmtilegt aö sjá hvernig fólk getur látiö plata sig. Nú, mér finnst líka mjög gaman, þegar ég er plataöur sjálfur...” Sálfræðispursmál — Þurfa ekki töframenn aö vera gæddir einhverjum sérstök- um hæfileikum? „Fyrst og fremst þarf maöur aö vera lipur og laginn meö fingurna. Svo byggist mikiö af þessum brögöum á því aö beina athygli fólks burt frá þvi sem maöur er aö gera meö höndunum og aö ein- hverju ööru, láta þaö horfa á rétta staöi. Annars er þetta mikiö sálfræöi- spursmál, sérstaklega fyrir mig, ◄ Aö láta snæriö standa! Baldur varpar hér snæri upp I loftiö og sjá, þaö stendur beint eins og teinn! vegna þess aö ég tala ekkert meöan á sýningum stendur, ég hef aldrei getaö babblaö enda- laust eins og margir töframenn erlendis gera. Ég verö aö nota andlitsgeiflur, augnagotur og þess háttar til aö leyna hreyfing- um og þreifa mig áfram meö þaö hvaö ég get leyft mér aö gera. Þaö fer held ég mikiö eftir týp- um, hvort menn geta oröiö góöir töframenn”. Vildi gjarnan hafa sam- keppni Baldur Brjánsson er llklega eini starfandi töframaöur lands- ins um þessar mundir. Fyrir á aö giska 20 árum geröi annar Baldur garöinn frægan á þessu sviöi, þaö er aö segja Baldur Georgs, en hann er best þekktur af samstarfi sinu viö leikbrúöuna Konna. Baldur Georgs mun þó aöallega hafa praktiseraö spilagaldra og önnur minni háttar brögö. ,,Já, ég hef þvi miður enga samkeppni”, segir Baldur Brjánsson, ,,ég heföi ekkert á móti þvi og ég held aö það sé grundvöllur fyrir aö minnsta kosti tvo eöa þrjá til viöbótar. Ég veit um þó nokkra, sem hafa æft töfrabrögð og sjálfur hef ég leið- beint tveimur dálitiö. En þeir þora ekki aö sýna og þaö skil ég vel, þaö er svo miklu erfiöara aö fara upp á sviö meö svona ná- kvæmnissýningar heldur en til dæmis aö halda ræöu eöa syngja”. Orðinn dauðleiður — Hefuröu mikiö aö gera? ,,Já, miklu meira en nóg! Ég er alltaf eitt kvöld i viku með sýn- ingu i Hollywood og svo þarf ég oft aö fara á þrjá fjóra staöi á kvöldi um helgar. Og nú fara árs- hátiöirnar aö byrja...” UriGeller varö frægur fyrir aö beygja skeiöar og gaffla meö hugarork- unni. Nú er komiö i ljós hvernig hann fór aö þvl, og hér hermir Baldur Brjánsson eftir Geller meö góöum árangri. Það viröist fara hrollur um Baldur Brjánsson. Ertu að verða þreyttur á þessu? ,,Já, ég er satt að segja orðinn alveg dauðleiður á þessu. Veit reyndar ekki hvað ég held lengi áfram. Maður þyrfti aö skipta um prógram aö minnsta kosti tvisvar á ári og koma þá með allt nýtt en ég hef bara engan tima til þess, það er svo mikið að gera. Það getur enginn enst i þessu til lengdar, þú sérð nú á mér hvernig það fer saman að vinna fullan vinnudag og fara svo út að galdra á kvöldin! Þrisvar sinnum meira kaup en i Englandi — Geturðu ekki lifaö af töfra- brögöunum? „Ja, ég heföi nú sjálfsagt getaö lifað af þessu, en þaö hefur ein- hvern veginn aldrei komiö til þess aö ég hætti aö vinna á daginn. Maöur veit náttúrlega aldrei hvenær botninn dettur úr þessu og ég hef alltaf litið á töfrana sem hobbi. Mér sýnist reyndar aö ég hafi ágætar tekjur miöaö við þaö sem gerist i öörum löndum. Ég heim- sótti einu sinni kunningja minn sem er töframaöur i Englandi og komst aö þvi aö ég hef þrisvar sinnum hærri laun fyrir kvöldiö en hann og er hann þó vinsæll og eftirsóttur. Þegar svo menn komast á topp- inn, þá fara þeir hins vegar að moka inn peningum”. //Þarna er sökudólgur- inn!" — Vantreystir fólk þér ekkert, ef þaö veit aö þú ert töframaöur? „Nei, nei, þaö get ég ekki sagt. Þó einu sinni, kannski. Þá vorum við Július bróöir minn meö sýningar i Austurbæjarbiói og stunduðum dálitiö vasaþjófnað, fengum fólk upp á svið og rænd- um af þvi úrum, veskjum og þess háttar. Þá benti fólk gjarnan á mig og sagði: „Þarna er sökudólgur- inn!” ef eitthvaö hvarf. En þaö var nú mest i gamni, held ég”. — Gætiröu labbaö þig inn í banka og gengiö út meö seðlabúnt i vasanum án þess aö nokkur tæki eftir? Baldur hugsar sig lengi um. „Jú, ætli ég gæti það nú ekki... En i guðanna bænum, ekki segja neinum frá þvi!” Mistök „Flest þessara töfrabragða minna eru sáraeinföld, en það er samt erfitt fyrir áhorfendur að gera sér grein fyrir þvi hvernig maður fer aö. Þeir geta auövitað haft sínar grunsemdir en það hankar mig enginn ef atriðið er vel æft. Eitt besta bragöiö hjá Baldrler aökveikja eldlskál, sem er alltaö 30-40 metra Iburtu. Þetta bragö fann hann upp sjálfur, og neitar algjörlega svomtkiösem aöhvisla þvi aöbiaöamönnum.hvernighann fer aö þvl „Flest þessara töfrabragöa minna eru sáraeinföld”. En ef ég geri mistök þá reyni ég að kvitta fyrir þau með einhverju ööru. Stundum tekur fólk lfka ekki eftir neinu og heldur aö allt hafi átt aö vera svona. Það er samt erfitt aö gera mis- tök þegar ég er oröinn upptrekkt- ur i lok sýningar og stemmningin er fin. Einu sinni mistókst mér aö kveikja eldinn, það var siöasta atriðiö og allt miöaöist viö að það tækist vel. En þá var alveg sama hvernig ég rembdist og rembdist, ég gat ekki kveikt eldinn! Þaö var mjög neyðarlegt”. Að kveikja eld „Eldurinn þaö er bragö sem ég fann upp sjálfur. Ég fékk hug- myndina ári eftir að ég byrjaöi og gekk meö hana i mörg ár. Þá loksins datt mér i hug hvernig þaö myndi vera hægt. Sumir héldu aö ég væri með einhver efnasam- bönd i skálinni sem fuðruðu upp á vissum tima. Þeir þögnuöu þegar ég leyfði þeim aö ráöa timanum, það er aö segja ákveöa hvenær ég segði: „Hviss!” og eldurinn kviknaði. Þá fóru menn aö segja aö ég væri meö einhvern útbúnaö inn á mér en ég gat kveikt eldinn þegar ég stóö allt að 30-40 metra frá skál- inni. Svo hef ég lika gert þaö á náttfötunum og allt gekk eins og i sögu”. Baldur Brjánsson er ófáanlegur til aö svo mikið sem hvisla þvi aö okkur hvernig hann fer aö. „Þetta er mitt eigið bragö. Þaö kom eldgleypir til landsins fyrir nokkrum árum og meira aö segja honum datt ekki i hug nein leiö til að gera þetta. Þegar ég svo hætti, þá sel ég „ideuna”. Kötturinn át dúfuna! En það er varla alltaf tekiö út meö sitjandi sældinni aö vera töframaður? „Ég nota stundum dúfur og fyrir nokkru siöan þá var ég lika meö kött, lítinn, snjóhvitan kett- ling sem ég fékk lánaöan hjá Gisla Rúnari Jónssyni. Þá setti ég dúfu á borð/breiddi yfir hana dúk og þegar ég tók hann upp aftur hafði dúfan breyst i köttinn. Þaö var agalegt aö hemja þetta kvikindi hann var svo grimmur og trylltur, ég tala nú ekki um, þegar hann fann lyktina af dúf- unni nálægt sér. Hann klóraði og beit og ég þurfti að halda^honum niðri... Það héldu lika margir að kötturinn heföi hreinlega étið dúf- una!” Uppskuröur inn í sjón- varpssal „Einhverju sinni var ég með eldspýtnastokksbrögö, lét stokk- inn skriöa eftir hendinni á mér, risa upp á rönd, snúast á alla kanta og þess háttar án þess að snerta hann. Ég var þá bendandi i allar áttir með fingrunum til að sýna þetta og einu sinni vildi svo til aö glas sem ég benti á brotnaði allt i einu, fór i þúsund mola. Þaö hlýtur aö hafa gerst vegna einhverra hljóöbylgna, en fólk er ennþá aö koma til min og segja: „Mikið var þaö flott, þegar þú braust glasiö!” Hér að framan var minnst á uppskuröinn, sem Baldur Brjáns- son framkvæmdi i sjónvarpssal eftir að miklar umræöur höföu veriö hér á landi um svokallaða andalækna á Filipseyjum, sem skáru fólk upp meö hugarorkunni einni saman aö þvi er sagt var. Sýndist sitt hverjum og lagöi Baldur þar sitt af mörkum til að sanna aö um blekkingar væri aö ræöa. — Var ekki erfitt aö skera upp? „Þaö var gifurleg áreynsla i tvo sólarhringa meðan ég var aö reyna aö finna aöferö til aö gera þetta, svo var þaö ósköp auövelt. Þessir læknar eru bara svindlarar, held ég, en ég veit auövitaö ekki hvort þeir gera þetta á sama hátt og ég”. Galdrar — Trúir töframaöurinn Baldur Brjánsson á galdra eöa yfir- náttúruieg fyrirbæri? „Nei. Þaö hefur ekkert slikt komið fyrir mig og þar til það veröur trúi ég þvi ekki. En það er náttúrlega svo margt sem við vitum ekki og mikiö gim- ald sem undir býr, maöurinn not- ar ekki nema einn tiunda af heila- búinu. En það er eiginlega alveg ótakmarkað sem hægt er aö gera meö töfrabrögöum eins og ég nota, alls konar skynvillum og dáleiðslu, svo aö ég tek ekkert mark á goldrum eða sliku. Tökum til dæmis Uri Geller, sem beygöi skeiöar og gaffla meö hugarorkunni. Þaö er búiö að koma upp um hann og komið i ljós aö hann var meö einhvers konar ofurlitla sýrugeyma i fingrunum. Hann snerti fyrst á skeiðunum, staröi svo á þær meö ægilegum svip og þá herptust þær saman — vegna sýrunnar...” Ætla að halda miðilsfund „Ég er annars búinn aö heita sjálfum mér þvi að enda ferilinn meö þvi aö halda miðilsfund! Ég er mjög vantrúaöur á miöla og langar til aö fletta ofan af þeim, ég myndi til dæmis smala fólki i Háskólabió og ég hef trú á þvi að ég geti haldiö góöan miöils- fund, þó aö enginn tæki mark á mér. Ég þyrfti ekki nema læra ut- an aö nokkrar minningargreinar og þylja upp úr þeim... Alla vega ætla ég aö gera þetta”. — Ertu búinn aö finna þér arf- taka þegar aö þvi kemur aö þú hættir? „Ja, ég er alltaf aö reyna aö eignast strák en þaö koma bara stelpur. Ef þaö tekst, ætla ég aö kenna honum...” —IJ ■zmV’Tír’

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.