Vísir - 19.01.1980, Blaðsíða 31

Vísir - 19.01.1980, Blaðsíða 31
ÍUÍ Laugardagur 19. janúar 1980. 31 vÉrjÍndÍ"krIstjIns"ííðars”u"m ástand hanTvhTýfFrhey rslurT 1 „KRISUtN VAR STÖRRUQLARUR | UD A STERKUM GQLTFJUM" I „Kristján Viöar var ekki meö sjálfum sér oft á tiöum þegar hann var yfirheyröur. Hann segist sjálfur hafa veriö störruglaöur á þessum tfma og þaö er ljóst aö hann var á ýmsum tegundum lyfja i fangelsinu”, sagöi Páll Arnór Pálsson, verjandi Kristjáns Viöars Viöarssonar meöal annars I varnarræöu sinni fyrir Hæstarétti i gær. Páll sagöist draga mjög i efa aö hægt væri aö taka framburö Kristjáns trúanlegan miöaö viö þaö ástand sem hann var i þeg- ar hann játaöi á sig aöild aö meintum átökum er leiddu til dauöa Guömundar Einarssonar og siöan Geirfinns Einarssonar. Kristján heföi ekki veriö meö sjálfum sér og vildi allt til gera til aö losna undan yfirheyrslum. Máli sinu til stuönings benti Páll Arnór á aö viö eina yfir- heyrsluna heföi Hallvaröur Ein- varösson þáverandi vararikis- saksóknari krafist þess aö Kristján Viöar yröi sendur taf- arlaust i geörannsókn. Þá kom þaö fram aö Kristján Viöar var á ymsum tegundum geölyfja á þessum tima og taliö væri aö þau gætu valdiö truflunum á geöheilsu er þeim væri blandaö saman. Páll Arnór Pálsson gagnrýndi rannsókn Guömundar og Geirfinnsmálsins og sagöi aö einskis heföi veriö látiö ófreist- aö til aö koma sökinni á ákæröu. Páll kraföist sýknu skjól- stæöings sins af ákærum um manndráp, en yröi Kristján fundinn sekur þá bæri aö taka tillit til hins unga aldurs hans, en Kristján var 18 ára þegar Guömundur hvarf og 19 ára er Geirfinnur hvarf. Nánar segir frá ræöu Páls I Visi á mánudaginn. HANN STYTTIST UM RÚMA 11 SENTIMETRA! George og frú fyrir nokkrum árum. Þá voru þau jafn há George Burgess frá Barking i Englandi varð fyrir þeirri vægast sagt óþægilegu lifsreynslu, að minnka um rúma 11 sentimetra vegna hlið- arverkana lyfs, sem hann hafði tekið inn. Martröð þessa enska hafnarverkamanns kom i kjölfar þess, að hann fékk grædda i sig nýja lifur. Likami hans reyndi að hafna nýju lifrinni og þegar lækn- arnir gáfu honum stóra skammta af svokölluð- um „steroidum” til að hindra það, byrjaði Gieorge að styttast. „Þetta var hryllilegt”, sagöi George, „ég styttist um rúma ell- efu sentimetra á nokkrum.mán- uöum. Ég hef aldrei veriö hávax- inn, en nú finnst mér ég vera dvergur.. Ellen, kona George, sem var nú allt I einu oröin mun hávaxnari en maöur hennar sagöi: „Viö viss- um ekki hvaö var aö gerast og ég var skelfingu lostin”. Læknarnir sem meöhöndluöu George segja þaö mjög óvenju- legt aö menn skreppi svona mikiö saman af notkun „steroida”, þótt vissra breytinga á hæö veröi stundum vart. „Þaö versta viö þetta allt er aö enginn getur ábyrgst aö likaminn hafni ekki lifrinni aftur og ég veröi aö genga I gegnum sömu meöferö enn á ný. Ef svo færi gæti ég minnkaö enn meira”, sagöi George. George er i dag mun styttri en eiginkonan VIUA REISA HITAVEITU A HÖLUNI FYRIR 23U MILUÖNIR - ÞÁ VÆRI HÆGT AÐ REISA FISKELDISSTÖÐ ÞAR OG HEFJA KENNSLU í FISKELDI „Þaö er búiö aö fullhanna hitaveitulögn aö Hólum I Hjaltadal en ennþá hefur ekki fengist leyfi fjárveitingavalds- ins til aö hefja framkvæmdir” sagöi Gisli Pálssonn formaöur skólanefndar Bændaskólans á Hólum. Gisli sagði aö ef hitaveitunni yröi komiö upp, væri hægt aö reisa fiskeldisstöö á Hólum og jafnframt hefja kennslu I fisk- eldi viö skólann, en hugmyndir væru nú uppi um breytta tilhög- un skólastarfsins og taka þar upp m.a. kennslu I fiskeldi.loð- dýrarækt og feröamannaþjón- ustu o.fl. Sagöi hann aö sjö bæir i Hjaltadal kæmu auk þess til meö aö njóta góös af þessari hitaveitu, en gert væri ráö fyrir aö hún kostaði miöaö viö verölag nú, um 230 milljónir króna. Búiö væri aö bora aö Reykjum i Hjaltadal og heföu þar komiö upp 25 sekúndulitrar af 57 stiga heitu vatni. GIsli sagöi aö hitaveita á Hól- um ætti aö gera kleyft aö hefja þar fiskeldi, þar sem alin væru allt aö 200 gönguseyöi og 300 sumaralin seyöi. Væri vatniö úr hitaveitunni notaö til aö hita seiðiskerin upp I 12-15 gráöur, en þaö flýtti mjög fyrir uppeldi seiöanna. Kostn- aöur viö fiskeldisstööina yröi hátt á annaö hundraö milljónir, og ætti hún aö koma aö gagni bæöi viö skólahaldiö og fyrir laxveiöi á Noröurlandi. — H.R.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.