Vísir - 21.01.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 21.01.1980, Blaðsíða 12
Mánudagur 21. janúar 1980. 12 ,/Elín er bara venjuleg íslensk stúlka, hún er kennslukona og leiðsögu- maður á sumrin og kynn- ist þannig þessum Eng- lendingi. Hann kemur oft i heimsókn til hennar á sumrin og þau fara sam- an að veiða og þess háttar — eru ægilega ástfangin! Svo endar myndin með hamingjusömu hjóna- bandi og sjálfsagt barn- mörgu..." Ragnheiöur Steindörsdóttir er likast til ein besta leikkona okkar af yngri kynslööinni,. en hún fer — eins og hverju mannsbarni ætti að vera oröiö ljós t — meö eitt aöalhlutverkiö i sjónvarpsmyndinni Út i óviss- una. Leikur þar islenska unnustu „aöalhetjunnar ”. Viö spuröum Ragnheiöi, hvernig þaö vildi til. „Þetta byrjaöi allt meö þvi aö ég hitti Vigdisi Finnboga- dóttur niöri viö Tjörn og hún spuröi mig hvort ég vildi vera meö i sjónvarpsmynd, sem BBC ætlaöi aö gera hérna. Ég „Þetta byr jaöi meö því, aö ég hitti Vigdisi Finnbogadóttur niöri viö Tjörn...” „Eríiöast aö Þurfa aö kyssa ókunnan mann” - seglr Ragnheið ur SlelndórsdóHlr sem leikur I myndlnnl „ðl i óvlssuna” bara hló og sagði jú, endilega, en tók þetta ekkert alvarlega. Vfgdis hafði þá veriö beöin aö semja lista yfir leikara, sem töluöu ensku og af þvi að ég er menntuö I leiklistarskóla I Eng- landi, var ég höfö meö. Nú, en svo komu leikstjórinn og pródúsentinn til landsins, hringdu i mig og báöu mig um aö koma i prufur, viö vorum látin lesa handrit og svoleiðis. Eftir það var þetta bara ákveö- iö...” Ragnheiöur Steindórsdóttir Tímaskekkjan í upp- tökunum erfiðust Aöur en til þessa kom, haföi Ragnheiöur unnið nokkuö fyrir sjónvarpið og vár þvi ekki ókunnug kvikmyndavélinni. En var eitthvaö sem kom sérstak- lega á óvart? „Vinnan hjá sjónvarpinu er mest i stúdiói, en þó þessi mynd sér aöallega tekin uppá öræfum, þá var þaö samt það likt s jónvar pinu, aö ekkert kom mér svosem á óvart. Erfiöast viö þetta var timaskekkjan i upptökunni, hvernig hoppað var til og frá handritinu. Þann- ig myndast engin tengsl á milli atriöa, engin tilfinningaleg upp- bygging. Endir myndarinnar var til dæmis tekinn upp fyrst, en hann gerist úti Skotlandi. Það var sérstaklega erfitt aö fara utan og þekkja engan, hitta þann sem ég átti aö leika á móti, heilsa, kynna mig og eiga svo aö fara aö kyssa hann! Þá var ég mjög nervus, en sem betur fer mistókst þessi upptaka tæknilega, og það þurfti aö taka atriöiö upp aftur eftir að búiö var aö filma hér heima. Þá gekk þetta betur. Kyrrsett á flugvellinum i Skotlandi Ég var reyndar kyrrsett á flugvellinum i Skotlandi I heilan dag, vegna þess aö ég var ekki meö atvinnuleyfið á mér og asnaöist til að segja flugvallar- starfsmönnunum aö ég ætti aö fara aö vinna þarna i einn dag.” Vandræöi i sambandi við at- vinnuleyfi uröu þess einnig valdandi, aö Ragnheiður gat ekki verið meö i framhaldi myndarinnar, sem ákveðið hafði veriö aö taka. „Þaö átti að taka á Spáni og mér hafði verið sent handritiö og ég haföi ekkert á móti þvi aö vera tvo mánuöi þar, en það var timinn sem upptökurnar áttu að standa. En svo var það stoppaö af leikarafélaginu breska, sennilega vegna þess að þaö þóttu ekki nægilegar ástæöur til þess i handritinu að nota islenska leikkonu, þegar hægt heföi veriö að nota breska. Þeir hefðu kannski átt aö breyta handritinu og láta mig ganga á islenskum skaút- búningi allan timann... Ég var skúffuö yfir þessu þá, en skil sjónarmið leikara- félagsins mjög vel, þaö er svo gifurlegt atvinnuleysi hjá breskum leikurum. Þegar ég var aö læra fyrir nokkrum ár- um, var til dæmis næstum 75% atvinnuleysi hjá stéttinni.” Miðnætursól — í þykjust- unni! En var gaman aö vinna viö tJt i óvissuna? „Ægilega gaman. Þetta var mikið tekið fyrir noröan, viö höföum bækistöðvar á Húsavik og fórum svo i Ásbyrgi, að öskju, Herðubreiö og inni Landmannalaugar, en margt af þessum stööum haföi ég aldrei séö áöur. Þaö var mikill kuldi þetta sumar og aumingja Bretarnir töldu hann næstum verra en bjórleysið. En það var nóg sól, þó myndatökumennirnir þyrftu reyndar einu sinni aö s vindla á sólinni. Eitt atriöiö átti aö ger- ast i Ásbyrgi i miðnætursólinni enþaðþurftiað taka um miöjan dag.” Ágætis afþreying Hvernig list þér á myndina? „Ja, þetta er náttúrlega aöallega „aksjón-mynd” sem fyrst og fremst á aö vera spennandi. Þaö var mjög sér- kennilegt aö sjá Islenska leik- ara meö byssur og plaffa i islensku landslagi... En ég held aö þetta sér ágætis afþreying þó ekki séu mikil tilþrif leik- listarlega. Viö klippinguna var til dæmis alltaf valin besta „aks jón-takan” en ekki sú taka, þar sem mér.tókstbestupp. Ég reyndi að gera einsog ég gat.” Fékkstu mikla peninga fyrir þetta? „Nei! Þaö veröur enginn rikur á þessu...” -IJ GESTSAUGUM dI»E5SAR tillö&ur /mðpi pð Því AÐ NA VERÐQÓLGUNMI NfOUR í Á ÞESSU fav Telknari: Krls Jackson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.