Vísir - 22.01.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 22.01.1980, Blaðsíða 1
ÖPV Svavap hæfti I morgun - Benedlkt læp sennilega umboðíD: Ræúdum ekki ððru frem-i ur um utanþingsstjórn" segip fopseti fsiands um fund slnn meö Jóhannesi Nopdai „Það er ljóst, að tilraun mín til myndunar vinstri stjórnar hefur ekki tek- ist og ég hef skilað þvi umboði til stjórnarmyndunar, sem forseti veitti mér", sagði Svavar Gestsson, alþingismaður, þegar hann kom út af skrif- stofu forseta i morgun. „Abyrgðin á þeirri stjórnar- kreppu sem orðin er i landinu, er I höndum einstakra forystu- manna stjórnmálaflokkanna, sem ekki þora að takast á viö þau vandamál, sem biða úr- lausnar", sagði Svavar enn- fremur. Svavar sagöi ástæðuna fyrir þvi, að tilraun hans mistókst, vera þá, að sumir af forystu- mönnum Alþýöuflokks og Framsóknarflokks hafi ekki haft neinn áhuga eða vilja til þess að koma til móts við Al- þýðubandalagið. Sem dæmi um þetta áhugaleysi vitnaði Svavar til orða, sem Tómas Arnason lét hafa eftir sér I viðtali við Morgunblaðið i upphafi þessara viðræðna, þar sem mjög hafi andað köídu til þessarar tilraun ar. Forsetinn ræðir við formennina i dag I samtali við Vísi eftir fundinn með Svavari I morgun, sagði dr. Kristján Eldjárn, að hann myndi bregðast við á sama hátt og áður, þegar lotum hefur lokið i þessum stjórnarmyndunartil- raunum. ,,Ég mun tala við flokksfor- mennina i dag til að gera upp stöðuna eins og hfln er nú. I framhaldi af þvi ákveð ég svo næsta skref". Taliö er, að það verði að fela Benedikt Gröndal umboð til stjórnarmyndunar. — Er þaö rétt, sem haldið hefur verið fram, að þú sért þegar farinn að Ihuga mögu- leika á utanþingsstjórn og hafir rætt við Jóhannes Nordal, seðlabankastjóra, I þvi sam- bandi? „Það er rétt, að Jóhannes Nordal var hjá mér i gær, en viðræður okkar voru einungis almennt spjall og við ræddum ekki öðru fremur myndun utan- þingsstjórnar". P.M. J Forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, tekur á móti Svavari Gestssyni i morgun, þar sem Svavar skilaöi umboði slnu til stjórnarmyndunar. Visismynd: GVA. Forstjóraskipti í Norræna húsínu Erik Sönderholm lætur af starfi sinu sem forstjóri Nor- ræna hússins þann 1. febrúar 1981. Staðan hefur verið auglýst frá og með þeim tima. „Ég tek við stöðu minni sem lektor Ibókmenntum við Hafnar- háskóla", sagði Erik i samtali við Visi. Erik Sönderholm kom hingað I ágúst 1976. Hann hefur fengið framlengda dvöl sina hér á landi, vegna náms dóttur sinnar, en hún ætlar að ljúka stúdentsprófi héðan áður en fjölskyldan heldur utan til Danmerkur á ný. —KP Sapa Lldman fékk bökmennta verðlaunín: fslendingarnir fengu 1 atkvæði Olafur Haukur Simonarson fékk eitt atkvæði við aðra at- kvæðagreiðslu dómnefndar um bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs I Osló I gær. önnur at- kvæði fengu Islensku höfundarn- ir ekki. Sænski höfundurinn Sara Lid- man fékk verðlaunin fyrir bók slna „Börn reiðinnar", sem er annað bindið I skáldsagnaflokki um alþýöufólk i Norður-Sviþjóð. Sara Lidman er fyrsta konan, sem hlýtur þessi verðlaun. Hún var um tlma mjög umdeild vegna skrifa sinna um Vietnam og Suð- ur-Afriku. En hún hefur lika ráð- ist I bókum sinum gegn ýmsum vandamálum I Sviþjóð. Verðlaunahafinn hefur einu sinni komið til Islands til fyrir- lestrahalds, 1966, og vakti þá mikinn úlfaþyt. —SJ Máifiufningur í GuDmundar- og Geirlinnsmállnu: Lýkup á fimmtudag Farið er að siga á seinni hlutann i málflutningi I Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fyrir Hæstarétti. t dag er sjöundi dagur málflutn- ings og i morgun talaði Hilmar Ingimundarson hrl, vcrjandi Tryggva Rúnars Leifssonar, sem ákærður er I Guðmundar-málinu. Sævar Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson hafa setið I réttinum og hlýtt á ræður slðan málflutningur hófst. Kristján si.tur hreyfingarlaus allan tim- ann, en Sævar er meira á hreyf- ingu og fær stundum lánuð skjöl úr gögnum málsins til að glugga i. Erla Bolladóttir fylgdist með málflutningi Hæstaréttar i gær, en aðrir sakborningar hafa ekki verið viöstaddir. Jón Oddsson hrl., verjandi Sævars, lauk máli sinu seint i gærdag og hafði þá talað I hart- nær sex klukkustundir samtals. Hefði hann eflaust haft efni I helmingi lengri ræðu þvi mjög víöa lét hann nægja að visa I málsskjöl, en kvaðstekki vilja tef ja réttinn með þvl að lesa upp úr þeim. Hann krafðist sýknu fyrir hönd skjðlstæöings sins á ákærunum um aðild að mann- drápi og til vara vægustu refs- ingar. Eftir aö Hilmar Ingimundar- son hefur lokið sinni ræðu I dag, tekur Orn Clausen hrl., verjandi Alberts Klahn Skaftasonar við. Sfðan eiga þeir Guðmundur Ingvi Sigurösson hrl, verjandi Erlu Bolladóttur, og Benedikt Blöndal hrl., verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, eftir að flytja sinar varnarræöur. Aö þvl loknu mun Þórður Björnsson rikissaksóknari svara ræðum verjenda, en þeir fá tækifæri til að gera stuttar at- hugasemdir áður en málflutn- ingi lýkur, sem sennilega verö- ur á fimmtudaginn. — SG Erla Bolladóttir mætti í dómsal Hæstaréttar i gær til að fylgjast með málflutningi. Vlsismynd: J.A.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.