Vísir - 22.01.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 22.01.1980, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 22. janúar 1980 3 Geirfinnsmálinu og gagnrýndi frumrannsóknina sem fram fór i Keflavik. Margar skýrslur lir henni væru óundirskrifaðar og óstaðfestar og svo virtist sem að- eins sjötti hluta gagna úr frum- rannsókn væri tiltækur. Annað virtist hafa horfið með einhverj- um hætti og það vekti tortryggni. Ennfremur gagnrýndi Jón gerð leirmyndarinnar sem átti að vera af manninum sem talinn er hafa hringt úr Hafnarbúðinni til Geir- finns kvöldið sem Geirfinnur hvarf, enda hefði saksóknari ekki lagt hana fram sem gagn i réttin- um. Hins vegar hefði myndin haft mikilvægu hlutverki að gegna á frægum blaðamannafundi þegar málið átti að vera upplýst. Jón sagði að Sævar teldi sig hafa fjarvistarsönnun kvöldið sem Geirfinnur hvarf. Hann hefði farið að Kjarvalsstöðum það kvöld með Erlu og móöur sinni og þau ekki farið þaðan fyrr en um klukkan 22. Þetta væri stutt með framburði móður Sævars sem gefinn var eftir að Sævar var sett- ur i' einangrun og þvi útilokað að þau hefðu getað borið sig saman. Þá hafi vitni borið að það hafi hitt Sævar og móður hans að Kjarvalsstöðum þetta kvöld eftir kvikmyndasýningu er lauk klukk- an 20.40. Vitnið hefur unnið eið að framburði sinum. Taldi Jón það gjörsamlega útilokað að Sævar hefði verið kominn til Keflavikur á þeim tí'ma er hringt var til Geir- finns úr Hafnarbúðinni uppúr klukkan 10. Eftir sýninguna á Kjarvalsstöðum ók hann móöur sinni heim eins og fyrr segir og áður en lagt var upp i meinta Keflavikurför þurftu sakborning- ar að aka milli margra staða i Reykjavik og siðan suður eftir. Sendibillinn í ræðu rikissaksóknara kom fram, að við sviðsetningu at- burðanna i Dráttarbrautinni i Keflavik hafi Guðjón sagt er hann sá sendibilinn að það væri komið á hann annað númer og rauðar rendur. Þessar breytingar hefðu passað þvi billinn hefði verið með öðru númeri 1974 og ekki meö rauðar rendur. Jón Oddsson sagði að þetta sannaði ekki að Guðjón hefði séð bilinn áður i Dráttarbrautinni. Þvert á mótí væri staðreyndin sú aðbillinn hefði verið sumarið 1975 austur f Olfusi. þar sem Guðjón var og auk þesshefði Erla Bolla- dóttir notað hann við flutninga þaö sumar. Guðjón hefði þvi þekkt bflinn frá þeim tfma en ekki frá ferð til Keflavikur kvöldið sem Geirfinnur hvarf. Margir tilnefndir Um þann framburð Erlu að hún hafi fengiðfarmeðtveimurbllum til Reykjavikur daginn eftir að Geirfinnur hvarf sagði Jón Odds- son meðal annars að þar hefði ekki náðst samræmi i framburði f veigamiklum atriðum. Þá ræddi Jón nokkuð um rang- ar sakargiftir á Sævar þ.e. að hafa valdið þvi að fjórmenning- arnir sátu saklausir inni mánuðum saman. Þar hefði Erla átt frumkvæðið og margir af þekktustu borgurum þjóðfélagsins verið komnir þar á flot um borð i háskaskipi sem hefði hlotið að steyta á skeri. Margir hefðu verið tilnefndir en fáir útvaldir og hefði Erla meðal annars nefnt nöfn ráðherra sem áttu að hafa verið í Dráttarbraut- inni i Keflavik umrætt kvöld. Siðan hefði verið gripið til þess glapræðis að velja úr fjóra menn og setja þá i gæsluvarðhald. ,,Ég tel að skýrslur ákærðu i þessumáli fjórmenninganna hafi verið mjög órökstuddar og ótrú- legar, rannsóknarmenn hafi greinilega verið full-auðtrúa”, sagði Jón Oddsson. Hann gat þess ennfremur að fjórmenningunum hefði verið haldiðlengi i gæsluvarðhaldi eftir 1 réttarsalnum i gær. Kristján Viðar situr milii lögreglumanna til vinstri, siðan er Erla Bolla- dóttir og lengst til hægri Sævar Ciesielski. (Visism. BG). að ákærðu vildu draga til baka ásakanir sinar á hendur þeim. Gögnin rýr Um Geirfinnsmálið I heild sagði Jón Oddsson að gögn málsins væru svo rýr aö við mat á sönnun- um kæmi sakfelling ekki til greina. Þrátt fyrir umfangsmikla gagnaöflun væri ekkert til nema undarlegar skýrslur sem væru kallaðar játningar. Frásagnir um likflutningana værusvofjarri öllu lagi að það væri ekki rétt að tef ja réttinn með að ræða svoleiðis. Það væri athyglisvert að i framburðum ákærðu virtust sömu sögurnar ganga I gegn hjá þeim öllum og svo kæmi i ljós að þetta hefði bara verið della. Ekki væri hægt að lita fram hjá þvi að allir sakborningar hefðu aftur- kallað framburð sinn nema Guð- jón Skarphéðinsson. Hann hefði sagt á sinum tima að hann treysti þvi að Schutz hefði sagt sér rétt til um málið og framburður hans þvi litt marktækur. —SG Jón Oddssón hrl. flytur ræðu sfna 1 Hæstarétti I gærdag. (Visism. BG.) Er skokk hættulegt hjónabands- ánægjunnl? Er skokkið sem svo mikill áróð- ur hefur verið rekinn fyrir hættu- legt hjónabandi manna? Það virðist koma fram af skýrslu sem nýlega var birt I New Yorkenþar segir, að skilnaðarprósenta þeirra sem reglulega skokka i Central Park sé 340% hærri en meðaltal. Visindamenn eru nú að kanna það hvort skokkið geti á einhvern hátt breytt persónuleika manna. Einn kunnasti bandariski skokk- arinn er forsetinn sjálfur, Jimmy Carter, en hann sést hér á sprett- inum i garði Hvita hússins. UPI-mynd. Sagt er að „skokkarar” séu mun einbeittari og ákveðnari en aörir og eigi þvi auðveldara með aö ganga I gegnum skilnað. Það segja a.m.k. visindamenn.... Það er alla vega staðreynd aö æ fleiri efast nú um gildi þess að skokka, en sem kunnugt er ku tíl- gangur þess vera að styrkja hjartað. Það hefur nú sýnt sig, að þeir sem duglegastir eru hlaupa alls ekki burt frá hjartaáfalli heldur aukast einmittlflcur á þvi. 1 Ameriku — en þar skokka 25 milljónir rnanna — kvarta 87% þeirra sem leita til læknis yfir ýmiskonar vandræðum áfótum, fótbrot, snúningur á ökkla, aum- leiki og þess háttar eru að verða algengustu „sjúkdómar” Banda- rókjamanna. Neil Armstrong, sá frægi geim- fari sem fyrstur steig fæti sinum á tunglið, telur aö hver maður verði að ganga i gegnum vissan fjölda af hjartaáföllum, mismun- andi miklum. ,,Ég ætla aldeilis ekki að auka hættuna hjá mér með þvi að hlaupa fram og aftur eins og vitleysingur”, segir hann. Annar frægur, skurðlæknirinn Christian Barnard, telur hrein- lega að skokk sé „hættulegur sjálfskvalalosti og masókismi”. Einn aðalfrumkvöðull skokks- ins i Bandarikjunum er van Aaken.en jafnvel hann er farinn að vara lærisveina sina við þvi aö skokka of mikið. Hann áminnir fólk um að gleyma ekki „að elsk- ast”. 1 þessu sambandi má geta orða einsskokkara iCentralParksem sagði: Skokkið er betra en eitur- lyf, betra en áfengi og — það sver ég — stundum betra en kynlif! Þvi má e.t.v. með sanni segja, að skökkið sé hættulegt hjóna- böndum. BILINN BETRI GL/ESILEGRI OG ÓDÝRARI MD—530 sambyggt útvarp og kassettu stereo segulband. FMbylgja MPX, miöbylgja, lang- bylgja.Auto Reverse, hraðspólun í báðar áttii; 2X6 wött.stærð 178 (B) X44 (H) X150 (D) mm Fyrirliggjandi stök segulbönd, hátalarar, og 5 banda power equalizer 1 órs ábyrgð.góð varahlutaþjónusta, ísetningar samdœgurs

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.