Vísir - 24.01.1980, Side 1

Vísir - 24.01.1980, Side 1
Fimmtudagur 24. janúar 1980, 20. tbl. 70. árg. Kjötverslun Tómasar á Laugaveginum í morgun. Pét- ur Pétursson afgreiðslumaður var i óðaönn að koma girnileg- um þorramat fyrir á trogum, en þorrinn byrjar á morgun. Hjá Tómasi er meðal annars hægt að fá þorrabakka með 17 tegundum matar og er þessi skammtur um eitt kíló.(VIsism. GVA). „Rikisverksmiðjurnar á Siglu- firði hafa ekki starfsleyfi frá Heilbrigðiseftiriiti rikisins, en mál þeirra hefur ekki veriö hægt að taka fyrir hér hjá stofnuninni ennþá vegna mannfæðar” sagði Hrafn Friðriksson, yfirlæknir, forstöðumaður Heilbrigðiseftir- litsins i viðtali viö Visi. Hrafn sagði, að verksmiðjunum bæri að koma sér upp fullnægj- andi mengunarbúnaöi, þannig að ibúar á Siglufirði hefðu ekki óþægindi af þessari starfsemi. Tilefni fyrirspurnarinnar voru mótmæli 800 Siglfirðinga til stjórnar Sildarverksmiðja rikis- ins vegna mengunar frá verk- smiðjum þeirra á Siglufirði, sem Visir skýrði frá i gær, en nánar er fjallað um máliö á blaösiöu 11 i dag. SR á Slgluflrði án starfsleyflsl áttl 20% il hlutalé Kroditkorta hl.: Stærsll hluthaf- inn selur sinn hlut Magnús K. Jónsson stærsti hluthafinn i Kreditkort hf., sagði sig i gær íir stjórn Kreditkorta hf. og hefur hann einnig farið fram á að hluta- brcf sin verði boðin til sölu. 1 yfirlýsingu sem Magnús hefur sent frá sér, segir að á- stæðan fyrir ákvörðuninni sé sú, að hann hafi verið ,,auri ataður af illum pennum” og telji hann að það geti skaðað framgang fyrirtækisins Kreditkort hf. Hefur stjörn fyrirtækisins samþykkt beiðni hans um að vera leystur frá störfum og bjóða hlutabréf hans, sem nema tæpum 20% af hlutafé fyrirtækisins, til sölu. Segist stjórnin harma þann „róg og dylgjur” sem Magnús hefur verið borinn. „Minskoðun er sú, að þessi atriði eigi eingöngu við skrif Timans i þessu máli”, sagði Róbert Arni Hreiðarsson, lög- fræðingur Kreditkorta hf., þegar Visir bar undir hann þessi ummæli. Visir hefur skýrt frá þvi, að Magnús K. Jónsson hafi verið stjórnarformaður Myndiðj- unnar Astþórs hf. og Astþórs Magnússonar hf. en þau fyrir- tæki voru lýst gjaldþrota á sl. ári. Rétt er að taka fram, að Visir hefur undanfarna daga einungis skýrt frá staðreynd- um málsins, sem liggja fyrir hjá opinberum aðilum, en hvorki birt „róg” né „dylgj- ur”. —HR GlaldDrotamál Myndiðjunnar Ástpórs hf.: Eignirnar fluttar til mánuöi fyrlr gjaldDrot Eignatilfærslunni má rifta að mati skiptastjóra Myndiðjan Astþór hf. lét Giró- myndir fá mestan hluta iagers sins upp I skuldir, réttum mánuði áöur en Myndiðjan var lýst gjaldþrota. Samkvæmt gjaldþrotalögum mun slik eignatilfærsla vera riftanleg. Þetta kom fram þegar Visir ræddi við Guðmund Óla Guð- mundsson skiptastjóra i gjald- þrotamáli Myndiðjunnar Ast- þórs. Eins og kunnugt er eru Girómyndir I eigu Magnúsar K. Jónssonar fyrrum stjórnarfor- manns Myndiðjunnar Astþórs hf„ en hann er stærsti hluthaf- inn I Kreditkortum hf. eins og Visir hefur skýrt frá. Guðmundur Óli sagði að eignatilfærsla þessi hefði farið fram i janúarmánuði 1979, en 2. mars hefði Myndiðjan verið lýst gjaldþrota. Hefði andvirði lagersins verið i kringum 5 milljónir króna. Taldi Guð- mundur að eignatilfærsla þessi væririftanleg aö þvi.leytiað hún fór fram á sama áriog til gjald- þrotsins kom og hefði það veriö löngu fyrirsjáanlegt. Þ.að mun að auki vera ástæða til riftunar að greitt var í afbrigðilegum gjaldeyri einsog vörubirgðum. Guðmundur sagði að einnig væru til athugunar eignatil- færslur milli þessara fyrirtækja frá febrúar 1978. Þá tóku Giró- myndir nánast yfir eignir Myndiöjunnar Astþórs. Voru þá eignir og skuldir Myndiðj- unnar metnar til jafns eða á 26 milljónir. Hvort það eignamat fengi hins vegar staðist væri ennþá nokkuð óljóst. Aö sögn Guömundar nema kröfur á þrotabúið nú 45-50 milljónum króna og eru stærstu kröfuhafarnir Gjaldheimtan og tollstjóri. Veröa kröfuhafar kallaðir á fund, sennilega i næstu viku, og þá veröur væntanlega tekin ákvörðun um, hvor áðurnefnd eignatilfærsla milli fyrirtækjanna veröur kærð til saksóknara til aö.fá henni rift en slfkt veröur að gera meö dómi. — HR

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.