Vísir - 24.01.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 24.01.1980, Blaðsíða 3
3 VÍSIR Fimmtudagur 24. janúar 1980 Sævar Marinó Ciesielski ávarpar dómara Hæstaréttar. „Nu er mál komið að vér göngum héðan” - sagðl Sævar Gleslelskl I varnarræðu sinni Eftir að rikissaksóknari hafði lokiðsvarræðu sinni i Hæstarétti i gær gafst verjendum tóm til stuttra athugasemda og sak- borningum gefinn kostur á að taka til máls. Kristján Viðar talaði fyrstur og lýsti þvi yfir að hann væri saklaus af ákærum um að hafa orðið Guð- mundi og Geirfinni að bana og hann væri saklaus af ákæru um rangar sakargiftir. ,,Ég treysti því að dómurinn muni fjalla hlutlaust um þetta mál” voru lokaorð Kristjáns. Vitnað i Sókrates Sævar Ciesielski flutti skrifaða ræðu og sagði meðal annars að hvörf Guðmundar og Geirfinns væru sér ráðgáta. Hann kvaðst telja það svi'virðilegt af saksdkn- ara að telja að kunningjar sinir hefðu verið með hótanir í garð vitnis. Hann kvaðst hafa misst alla slna kunningja. Sævar kvaðst vilja segja eítir- farandi til vara, ef svo færi að Hæstiréttur teldi sig sekan: ,,Nú er mál komið að vér göng- um héðan. Ég fer til að deyja, þér til þess að lifa. Hvorir okkar fá betri för er öllum hulið nema guðunum einum”. Þóttust spakir menn þar kenna tilvitnun úr varnarræðu Sókratesar. Þakklát fyrir reynsluna Erla Bolladóttir sagði meðal annars að þetta mál allt hefði haft djúpstæð áhrif á sig.en i dag væri hún þakklát og teldi sig hafa lært af reynslunni. ,,í dag er það einlæg von min að sannleikurinn komi I ljós fyrr eða siðar. Ég vona að af hálfu hins virðulega Hæstaréttar hljóti ég eingöngu þá uppskeru sem ég hef til sáð sjálf’.’sagöi Erla Bolladótt- ir. —SG „Stuðlum að auKnum sam- sklpium vlð Grænlanú" segir Pétur Thorslelnsson. senfli- herra. sem nýkomlnn er frá Grænlandi ,,Ég átti langan fund með fjór- um af fimm ráðherrum græn- lensku heimastjórnarinnar og þar ræddum við meðal annars hvort og hvenær Grænlendingar hyggjast færa út fiskveiðilögsög- una norðan 67. breiddargráðu, þvi verði það gert þá snertir það Jan Mayen málið”, sagði Pétur Thorsteinsson, sendiherra, en hann er nýkominn frá Græn- landi. Sunnan 67. breiddargráöu gildir 200 milna lögsaga og mið- lina milli tslands og Grænlands, en norðan 67. breiddargráð- unnar er 12 milna fiskveiðilög- saga. „Flokkurinn, sem nú er I meirihluta i Grænlandi vill að Grænland fari úr Efnahags- bandalagi Evrópu og stefnir að þvi að hafa þjóðaratkvæða- greiðslu um málið á þessu ári eða þvi næsta. Þetta mál snertir okkur Islendinga beint, þvi ef við ætlum að semja við Grænlend- inga um réttindi i þeirra lögsögu núna, þá þurfum við að semja við EBE en ekki við Grænlendinga beint”. Pétur ræddi við ýmsa ráða- menn i Grænlandi og bar einkum á góma aukin samskipti og sam- vinna landanna. Grænlendingar hafa fullan hug á að kynna sér út- flutningsmál Islendinga, skipulag og stjórnarforms, samvinnumál og samvinnu- hreyfingu og vatnsaflsstöðvar, svo eitthvað sé nefnt. Alþingi hefur boðið nefnd frá grænlenska þjóðþinginu til landsins og kemur hún liklega i sumar. Þá er gert ráð fyrir að þessi mál verði rædd enn frekar. Þá er i gangi samvinna varð- andi sauðfjárrækt. Fimm ára samningur var gerður milli landbúnaðarstöðvarinnar I S- Grænlandi og Rannsóknarstofn- unar landbúnaðarins að Keldna- holti. Nokkrir islenskir sérfræð- ingar hafa dvalið i Grænlandi til að kortleggja beitarlönd og rann- saka hvaða ráðstafanir þurfi að gera til að auka bústofn Græn- lendinga. ,,Ég varð var við, að Græn- lendingar eru þakklátir fyrir þessar heimsóknir (þetta var önnur ferð Péturs til Grænlands, hina fyrri fór hann i fyrra) og þeir höfðu ekki gert sér grein fyrir þvi fyrr en nú, hvað þeir geta haft mikið gagn af sambandi við okkur. Ég tel bæði sjálfsagt og rétt að við íslendingar stuðlum að auknum samskiptum við þessa næstu nágrannaþjóð okkar”. Jóhannes „Talaðu við Jdhannes Nordal”, var eina svarið sem önundur Ás- geirsson forstjóri Olis gaf Visi þegar blaðið spurðist fyrir um Nigeriuför hans, en hann er nú nýkominn þaðan. önundur var þá spurður hvort islenska oliunefndin hefði á ein- hvern hátt staðið á bak við ferð hans til Nigeriusem ersú fjórða á skömmum tima, en hann svaraði aðeins .Talaðu við Jöhannes Nor- dal’ og bætti siðan við að samtal- Pétur Thorsteinsson á blaða- mannafundinum i gær. Þess má að lokum geta, aö árið 1982 er talið að þúsund ár séu liðin frá þvi Grænaand var byggt frá tslandi og er ætlunin að halda mikla hátið i Grænlandi i tilefni af þvi. — ATA Nordal..." inu væri lokið. Visir hafði samband við Jóhannes Nordal formann oliu- nefndarinnar en hann sagði að för önundar hefði á engan hátt verið á vegum nefndarinnar og henni hefði ekki verið gerð grein fyrir för hans. Sömu sögu hafði Kjart- an Jóhannsson viðskiptaráðherra að segja, nema hvað hann sagði að ferðin hefði verið farin með vitund ráðuneytisins. —HR „Taiaöu vlð Teppadeild Viö seljum teppabúta af öllum stæröum og gerðum með miklum afslætti. Einnig nokkrar geröir af teppum á góöum afsláttarkjör- um. Húsgagna- deild Viö fluttum upp á 5. hæðina fjölda stakra og/eða lítiö gallaöra hluta, sem viö seljum á ótrúlega góöu verði. Einnig seljum við á 5. hæö- inni sófasett á gömlu og góðu verði. V Gríptu tækifærið og gerðu virkilega góð kaup til mánaðamóta Jón Loftsson hf. Hringbraut121 sími10600 rti

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.