Vísir - 24.01.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 24.01.1980, Blaðsíða 4
• # VtSIR Fimmtudagur 24. janúar 1980 HOTEL VARÐDORG AKUREYRI SÍMI (96)22600 Góö gistiherbergi Verð frá kr.: 7.500-14.000. Morgunveröur Kvöldverður Næg bílastæði Er í hjarta bæjarins. '5| ö IH '»*■[ E.>«síEEra H.S.S.H. Hugrœktarskóli Sigvalda Hjálmarssonar Gnoðarvogi 82/ Reykjavík/ sími 32900. Athygliæfingar/ hugkyrrð/ andardráttaræfingar, hvíldariðkun. Innritun alla virka daga frá kl. 11.00-13.00. Næsta námskeið hefst 2. febrúar nk. H.S.S.H. laöburöarfólk óskast! MELHAGI Kvisthagi Neshagi Ægisíða SKÓLAVÖRÐUSTIGUR f; óðinsgata Bjarnarstígur fy'yJF V1 4 Ef bandariskir iþróttamenn sniöganga ólympiuleikana i Moskvu, yröi þaö mesta áfall, sem leikarnir hafa oröiö fyrir — séö frá s jónarhóli iþróttamanna. Þótt Bandarikin séu aðeins þriöja mesta ólympiustórveldið á eftir Sovétrikjunum og Austur-Þýskalandi setja hinir lit- riku iþróttamenn þeirra venju- legaeinn mestan svipinn á þessa stærstu iþróttahátið manna, sem fer fram fjórða hvert ár. Þegar iþróttamenn svörtu Af- riku sniögengu ólympiuleikana i Montreal 1976 til að andmæla aö- skilnaöarstefnu Suður-Afriku munaði mest um þaö i frjálsum iþróttagreinum og i hnefaleikum. En komi Carterforseti þvi til leið- ar, aö Bandarikin taki ekki þátt i Moskvuleikunum i júlí til að hegna Rússum fyrir innrásina i Afghanistan — eins og allar horf- ur eru á — mun þaö bitna á öllum Iþróttagreinum, sem á dagskrá eru á ólympfuleikunum. I samanburði munu tilmæli Malcolms Frasers, forsætisráð- herra Astraliu, um aö ástralskir iþróttamenn leiöi leikana hjá sér, ef Sovétmenn veröi ekki á burtu frá Afghanistan, veikja þátttök- una i sundgreinunum, en skipta minna máli i' öörum iþróttagrein- um. Fjarvera USA á Moskvuólymp- iuleikunum mundi koma haröast niöur á frjálsum íþróttum, sem eru þungamiöja leikanna. þar sem bandariskir iþróttamenn eiga heimsmetin f niu af tuttugu og einni keppnisgrein karla. Sum þessimet vorusettfyrir nokkrum árum af görpum, sem ekki taka lengur þátt I keppnum, en Banda- rikjamenn syndu á heimsbikar- keppninni i Montreal f ágúst siö- ast, að þeir eru á leiö á hátindinn að nýju. Kappar á borö viö Renaldo Nehemiah og Ed Moses, mestu grindahlaupara heims, lang- stökkvar inn La rry M yr ic ks og hin sprettharöa Evelyn Ashford yrðu I fremstu rööum þeirra tiu þúsund iþróttamanna, sem aö öllu eöli- legu heföumátt vænta viö leikana I Moskvu. Meö bandarísku íþróttagarp- ana fjarri góöu gamni á Lenin- vettvangnum, sem tekur hundraö þúsund áhorfendur, yröi þaö barnaleikur fyrir Sovétrikin og Austur-Þýskaland aö sópa til sin blómanum af sigurlaununum, aö undanskildum nokkrum örfáum molum á boröum handa Vestur- landamönnum. Undir eðlilegum kringumstæö- um mundi bandariska sundfólkið vera jafn áberandi á sundlaugar- barminum, þar sem Rússar eiga lika á aö skipa afreksfólki. Meö mjög þróuöum þjálfunaraöferö- um hafa bandariskar sundkonur skotist fram úr þeim aust- ur-þýsku, sem fóru meö sigur- pálmann af hólmi á leikunum i Montreal. Sú, sem helst heföi þótt likleg til þess aö rjúfa einokun bandarisku kvennanna, er auö- vitað Gracey Wickham frá Astralíu, sem hreppti tvenn gull- verölaun í heimsmeistarakeppn- inni 1978. Einnig sovéska bringu- sundskvennasveitin. Áöur en nokkrum kom til hugar i alvöru aö Bandarikjamenn kynnu aö hundsa ólympiuleikana, höföu flestir búist viö þvf aö tán- ingar eins og Tracy Caulkins, Cynthia Oodhead og Mary T. Meagher, öll heimsmethafar, yröu i fylkingarbrjósti banda- riska Iþróttaliösins. 1 sundgreinum karla gátu Bandarikjamenn siöur gengiö út frá visum sigri, og litt fyrirsjáan- aöutan skyldu hans fyrir þá sök sérstak- lega ánægjulegur, aö þaö heföi veriö í fyrsta sinn i sögu nýrri tima, að sonur heföi jafnað afrek föður sins og unnið gullverðlaun. Joe vann nefnilega þungavigtar- titilinn i Tokyo 1964. — Þar til við- bötar hefði það verið Marvis mikiö hagsmunamál fjárhags- lega, þvi að ólympiumeistaratitill hefði opnað honum leið jafnvel enn meiri fjár, en faöir hans afl- aði sér i hnefaleikahringnum. Af þeim fimm bandarisku gull- verðlaunahöfum sem sigruðu i úrslitunum i Montreal, hélt Leon Spinks áfram á frægðarbrautinni og sigraði heimsmeistaratitilinn af Muhammad Ali, hinum ógleymanlega, og Sugar Ray Leonard hreppti nýlega heims- meistaratitilinn i millivigt. í öllum þessum keppnisgrein- um mundu menn sakna banda- riska afrekafólksins sárlega, en að þeim öllum ólöstuöum mundu áhorfendur þykja sennilega mestur missirinn af þeim i körfu- boltanum. í engi keppnisgrein annarri hefur baráttan verið jafnhörö milli Rússa og þeirra en einmitt i körfuboltanum. Aldrei eins mikil spenna i loftinu og þá. Þannig hefur það veriö, eftir úr- slitaleikinn umdeilda á leikunum I Munchen 1972, þegar dómarinn framlengdi leiknum um þrjár aukasekúndur, sem dugöu Rttss- unum til þess aö snúa viö eins stigs ósigri I eins stigs vinning. Bandarikjamenn höfnuöu silfur- verölaununum i sárindum sfnum og hefndu sin 1976 meö þvi aö endurheimta olýmpiutitilinn. Ef menn verða sviptir möguleikan- um á aö sjá, hvor ber sigurorð af hinum 1980, verður þaö h'kt þvi að týna sögulokunum i æsispennandi framhaldssögu. Það er einungis i greinum eins og hjólreiöum, skylmingum og knattspyrnu sem Evrópuþjóöirn- ar hafa ofurvald á, og ekki viö miklu búist af bandariskum þátt- takendum. 1 flestum hinna greinanna verða margir hlauparar, stökkvarar, sundkappar og hnefaleikameistarar aö horfa á þann skugga hvíla á gullpening sinum. þegar þeir stiga á verð- launapallinn iMoskvu, hvort ’þeir hefðu hlotið verðlaunin, ef allir keppinautar heföu verið til staö- ar. Þaö gæti rænt margan kapp- ann allri sigurgleöinni. Umsjón: Guömundur Pétursson legt, aö nein ein þjóö leggi þar undir sigfleiri gull en aörir. Þó er liklegt, aö heimamenn sölsi fleiri verölaun undir sig aö Vestur- heimsmönnum fjarstöddum. Af sundgörpum sem þá yröi saknað, mætti telja Rowdy Gaines, Dave McCagg og Brian GodeU, Jesse Vassallo og baksundsmanninn Bob Jackson. Auövitað yröi þaö sárt öllu iþróttafólki, sem möguleika á til þess aöná upp á verölaunapallinn I Moskvu, aö þurfa aö sitja eftir heima. Sárast öllum yrði þaö sennilegast Marvis Frazier, hin- um nitján ára gamla syni Joe Frazier, fyrrum heimsmeistara I þungavigt. Marvis vann heims- meistaratitil unglinga I þungavigt i Japan í siðasta mánuöi og var talinn öruggur um aö hljóta sæti i landsliðinu, sem USA heföi sent á hnefaleikana. — Sigur I Moskvu fyrir Frazier hefði verið fjöl- Dauflogandi ólympíueldur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.