Vísir - 24.01.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 24.01.1980, Blaðsíða 5
Guðmundur Pétursson skrifar VlSIR Fimmtudagur 24. janúar 1980 Sakharov úlhúðað Andrei Sakharov, nóbelsverð- launahafi, og Yelena, eiginkona hans, hafa gert fjölskyldu sinni orð i Moskvu þaðan sem þau eru niðurkomin i bænum Gorky i eins konar Utlegð. Ættingjar, sem dveljast i ibúð þeirra i Moskvu, segjast hafa fengið i gærkvöldi skeyti frá þeim hjónum, sem segjast við góða heilsu. Eru það fyrstu boðin, sem ber- ast frá eðlisfræðingnum og konu hans, siðan þau voru handtekin og flutt i' járnbrautarlest til Gorky á þriðjudag. Carter Bandarikjaforseti varaði Kremlstjórnina við þvi i gærkvöldi, að hann væri reiðu- búinn til þess að beita hervaldi, ef nauðsyn ræki til, og hindra til- raunir til þess að ná yfirráðum á Persaflóasvæðinu. Óeirðir í Equador Blaðið Izvestia, málgagn Kremlstjórnarinnar, birti i gær grein, þar sem ráðist var heiftar- lega að manninum, sem fyrrum var heiðraður fyrirstærstan hlut i smiði vetnissprengju RUssa eftir siðari heimsstyrjöldina. I grein- inni var sagt, að Sakharov hefð-i verið útlægur gerður til þess að hindra, að hann læki rikisleynd- armálum i leyniþjónustuur Vest- urlanda. Hann varsagður svikari viðföðurlandið, sem léti vestræn- ar leyniþjónustur nota sig til þess að ferja leyndarmál út Ur Sovét- rikjunum. Carter fordæmdi innrás RUssa i Afganistan og sagði, að sérhver hreyfing sovéska hersins i átt til Persaflóa eða hinna mikilvægu oliuflutningsleiða þaðan yrði skoðuð sem árás á hagsmuni Bandarikjanna. Forsetinn virðist ekki ætla að láta sitja við orðin tóm, þvi að hann mælti svo fyrir i gær, að færð skyldi spjaldskrá yfir alla bandariska karlmenn, 18 til 26 ára, svo að tiltæk væri, ef kalla þyrfti þá i herinn. — Herskylda var lögð niður i USA 1973 eftir Vfetnamstriðið. 1 greinina skorti ekkert annað en Sakharov væri kallaður bein- um orðum „njósnari", þótt inn- takið fæli ekkert annað i sér. Þessi skrif Izvestia þykja ekki spá góðu um framtiðina, hvað viðkemur umliðan sovéskra yfir- valda á samskiptum sovéskra borgara við vesturlandamenn. Sagði i blaðinu, að erlendir diplómatar og fréttamenn i Moskvuværuálaunum til þessað spilla áliti Sovétrikjanna út á við, og aðaltilgangurinn i sókn þeirra einattá fund Sakharovs hefði ver- ið að veiða upp Ur honum rikis- leyndarmál. ,,bað hefur aldrei verið, er ekki og getur aldrei orðið hugmynda- fræðileg sambúð milli rikja af óliku þjóðskipulagi”, sagði Izvestia. Viðbrögð erlendis við brott- flutningi Sakharov-hjónanna hafa flest verið á þá leið að gagnrýna Sovétstjórnina harðlega. Jacques Chaban Delmas, forseti franska þingsins, sem staddur var i Moskvu i sérstöku boði Kreml- stjórnarinnar, batt i gær skyndi- lega endi á heimsókn sina. Sagði hann, að sér sæmdi ekki sem gesti að fara orðum um innan- rikismál Sovétmanna, en sam- visku sin nar vegna gæti hann ekki orða bundist vegna Sakharovs og þvi væri hann knúinn til þess að fara heim. Caban Delmas, forseti franska þingsins, tilkvnnir fréttamönn- um. að hann stytti heimsókn sina i Moskvu vegna Sakharov-málsins. Guiliö hætl að falla Gullverðið hrapaði enn i gær, en þegar markaðir opnuðu i morgun hafði gullið hækkað frá þvi i gær- kvöldi. Virðist nú mesta gullæðið vera að renna af mönnum, þvi að miklu minni erill vará gullmörk- uðum i gær og i morgun. A markaðnum i Hong Kongféll gullí verði um 200 dollara i gær, en stóð i 670 dollurum Unsan i morgun, eða 35 dollurum hærri en við lokun i' gærkvöldi. — I New York var gullúnsan seld i morgun á 683 dollara, 28 dollurum hærri en i gær- kvöldi. Námsmenn i Equador lentu i átökum við lögreglu i Quito i' gær- kvöldi. Höfðu þeir hróflað upp götuvigum og tálmunum og neytt kaupmenn til þess að loka versl- unum. Vildu þeir mótmæla at- burðum, sem leiddu til þess, að einn 15 ára félagi þeirra var skot- inn til bana. Fyrr i gær hafði lögreglan beitt táragasi og vatnskanónum til þessað dreifa hópi stúdenta, sem fóru i mótmælagöngu vegna hækkana á matvörum og far- gjöldum almenningsvagna. I þvi uppnámi var 15 ára unglingur skotinn til bana og tveir stúdentar særðir. Stúdentarnir fóru aftur á kreik i gærkvöldi og sló þá enn i brýnu við lögregluna. Khomeini lagður hjart- veikur inn á sjúkrahús Hinn 79 ára gamli byltingar- leiðtogi Irans, Khomeini æðsti- klerkur, var fluttur i nótt frá heimili sinu i Qom með hraði á sjúkrahús i Teheran til hjarta- meðferðar. Talsmaður æöstaprestsins vildi ekkert um veikindi gamla mannsins segja, en boðaði, að formlegar yfirlýsingar yrðu gefnar siðar i dag um þau. Khomeini var fluttur á sjúkra- húsið eftir að tilkynnt var i gær, að læknar hans hefðu sett honum fyrir að hvilast næstu tvær vik- urnar. Um leið varð hann langafi i gær, þegar sonardóttir hans eignaðist dóttur. 1 morgun mátti sjá i Teheran, hvar fulltrúar úr byltingarráð- inu komu og fóru úr sjúkrahús- inu, þar sem Khomeini liggur. Haft var eftir læknunum, að hann væri ekki alvarlega veikur, en hinsvegar fær saman einhver hiartakrankleiki og ofþreyta. betta er i fyrsta sinn sem Khomeini fer frá Qom, siðan hann kom þangað i febrúar i fyrra eftir byltinguna. Vísa sovéska sendi- herranum úr landi Hafðl flutt ný-sjálenskum kommúnlstum rússagull Nýsjálenska stjórnin sagði i morgun, að hún mundi visa sendi- herra Sovétrikjanna úr landi vegna ákæra um, að Moskva Ein af nefndum fulltrúadeildar Bandarikjaþings mælti i gær með samþykkt ályktunar, þar sem skorað er á hlutaðeigandi aðila að flytja ólympiuleikana frá Moskvu vegna innrásar Rússa i Afganistan. 1 ályktuninni felst stuöningur hefði borið fé á stjórnmálaflokk þar í landi. Robert Muldoon forsætisráð- herra sagði að stjórnin hefði við afstöðu Carters til ólympiu- leikanna i Moskvu og er henni beint til bandarisku ólympiu- nefndarinnar, að hún beiti sér fyrir flutningi leikanna eða snið- gangi Moskvuleikana að öðrum kosti. sannanir þess, að sendiherrann, Sofinsky, hefði sjálfur lagt hönd að þvi að flytja peninga frá Moskvu til sósialfska sam- einingarflokksins, sem mjög fvlgir Moskvulinunni. Sagði Muldoon, að við þetta gæti Nýja-Sjáland ekki sætt sig. Sendi- herrann yrði að yfirgefa landið. Leyniþjónusta Nýja-Sjálands mun hafa aflað sér gagna um peningagreiðslurnar viö vana- eftirlit sitt með sovéskum dipló- mötum. Þaðeruekki nema tveir dagar siðan Nýja Sjálandsstjórn til- kynnti brottrekstur fulltrúa APN úr landi, en það var til aö mót- mæla innrásinni i Afganistan. Þlnglo styour carier

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.