Vísir - 24.01.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 24.01.1980, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 24. janúar 1980 8 £=r Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjori: Davið Guðmundsson Ritstjorar: Olafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjornarfulltruar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jonsson. Frettastjori erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Ðlaðamenn: Axel Ammendrup, Halldor Reynisson, Jonina Michaelsdottir, Katrin Pálsdottir, Pall Magnusson, Sigurveig Jonsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. iþrottir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljosmyndir: Gunnar V. Andre'sson, Jens Alexandersscn Uílit og honnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnus Olafsson. Auglysinga og sölustjóri: Pall Stefánsson Askrift er kr. 4.500 á mánuði Dreifingarstjori: Sigurður R. Petursson. i innanlands. Verð i lausasölu 230 kr. eintakið. Auglysingar og skrifstofur: Prentun Blaðaprent h/f Siðumula 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumula 14, simi 86611 7 linur. A nú að herða tðkin á ný? Nóbelsverölaunahafinn Andrei Sakharov og Yelena kona hans eru nú i útlegð eftir handtöku KGB i Moskvu. Aöförin aö Sakharov, þessum aöalleiötoga I mannréttinda- baráttunni í Sovétrikjunum, vekur þá spurningu, hvort ráöamenn I Kreml hyggist nú beita meiri hörku en áöur i viöskiptum sinum viö kunnustu andófsmennina og iáta al- menningsálit umheimsins lönd og leiö. Sú ráðstöfun sovéskra stjórn- valda að handtaka Nóbelsverð- launahafann og andófsmanninn Andrei Sakharcv og konu hans Yelenu hefur að vonum vakið bæði undrun og reiði á Vestur- löndum. Allmörg ríki hafa þegar borið fram formleg mótmæli og meðal annars bent á. að þessi framkoma Sovétstjórnarinnar við Sakharov og konu hans sé al- gert brot á Helsinkisáttmálan- um, sem Sovétríkin staðfestu á sínum tíma. Það er sem fyrr, að ráðamenn Sovétríkjanna geta skrifað undir hvaða samninga sem er með bros á vör en þegar á ákvæði samn- inganna reynir, eru þeir í hugum þeirra marklaus pappírsgögn. Undanfarið hefur staðið yfir aðför gegn andófsmönnum í So- vétríkjunum og er greinilegt að Kremlherrarnir ætla sér að vera búnir að taka úr umferð megin- hluta þeirra Sovétborgara, sem haft hafa sig í frammi gegn stefnu yf irvalda, — áður en vest- rænir gestir komi þangað í stórum hópum vegna Ólympíu- leikanna. Að vísu hafa mál skip- ast svo að undanförnu vegna inn- rásar Sovétmanna í Afganistan, að þeir þurfa vart að óttast svo mjög að forystuþjóðir Vestur- landa sendi stóra hópa til leik- anna, þar sem margir leiðtogar hafa hvatt til þess að íþróttalið hundsi Moskvuleikana vegna framferðis Sovétmanna. Víða annars staðar í heiminum fara fram umræður um endurskoðun þátttöku í leikunum. Þótt ýmsir andófsmenn hafi verið handteknir og sendir í út- legð kom það á óvart, að á sama veg færi um Sakharov, þar sem sérfræðingar í málefnum Sovét- rikjanna höfðu talið að ráðamenn í Kreml óttuðustu neikvæð við- brögð við slíkri ákvörðun á Vesturlöndum, ekki síst í hópi vísindamanna, sem virtu Sakha- rov mikils. Það gæti síðan haft ófyrirsjáanleg áhrif á vísindaleg samskipti Sovétríkjanna við Vesturlönd. Margt bendir til, að ráðamenn Sovétríkjanna hafi komist að þeirri niðurstöðu, að afstaða Vesturlanda til þeirra gæti vart versnað mikið frá því sem verið hefði, jafnvel þótt þeir létu Nóbelsverðlaunahafann hverfa. Svo mikil væri andúð fólks á Vesturlöndum vegna 'nnrásar- innar í Afganistan þessa siund- ina og eftir þær aðgerðir, sem Bandaríkjamenn hafa ákveðið til þess að þrýsta á Sovétríkin, meðal annars með kornsölubann- inu, gæti vart verið von á nokkru verra. En fréttin um handtöku Sakha- rovhjónanna hefur ekki drukknað í fréttaflóði heims- pressunnar og viðbrögðin hafa alls staðar verið harkaleg. Handtakan vekur ekki einungis f urðu umheimsins sökum þess að hún er brot á grundvallarmann- réttindum heldur virðist hún tákna, að um stefnubreytingu sé að ræða hjá Sovétstjórninni gagnvart þeim mönnum, sem mest hafa verið áberandi í mannréttindahreyfingunni þar í landi. í stað þess að senda Sakharov úr landi, eins og Sol- zhenitsyn, Bukovskí, Ginsburg og Siniavskí, er hann skyndilega handtekinn á götu i Moskvu og sendur á vegum KGB í útlegð á stað, sem vestrænum frétta- mönnum er meinaður aðgangur að. Almenningsálitið í heiminum hefur veitt mannréttindabar- áttumönnunum í Sovétrikjunum styrkog Sovétstjórninni gífurlegt aðhald, erwætlar hún nú að hundsa það algerlega? Ætlar hún nú að herða tökin á ný og láta sig álit umheimsins engu skipta? Þessum spurningum verður svarað á næstu dögum, en þess er nú krafist í nafni réttlætis og mannréttinda, að friðarverð- launahafanum Sakharov og konu hans verði leyft að hverfa heim til sín á ný. Einsdæmi að skðli taki ekki við nemendum á hveriu ári Þvi miður verður ekki sagt að áhugi stjórnvalda I landinu á málefnum iþróttahreyfingar- innar sé i samræmi við þaö sem gerist hjá almenningi. fþróttastarfiö hér fær hlægi- lega háar upphæðir til að moða úr. Stjórnvöld hafa hingaö til ekki metið iþróttastarfið sem menningarafl. Það er enginn vafi á, aö áhugi á íþróttum og útilifi hefur farið vaxandi hér á landi sfðustu árin. Gleggsta dæmið er sá gifurlegi fjöldi sem iþróttahreyfingin hefur innan sinna vébanda. Sá fjöldi sem stundar iþróttir fer fjölg- andi með ári hverju. A árinu 1979 voru 65 þúsund virkir i iþróttastarfinu hér á landi, 30% þjóðarinnar kemur eitthvað nálægt iþróttum. Knattspyrnan er ennþá langvinsælust. Hand- boltinn kemur svo næstur. Fjármál íþróttahreyfingarinn- ar hafa oft verið til umræöu. En iþróttahreyfingin er þvi miöur svelt. Er eins og sumir af okk- ar alþingismönnum skilji ekki hvaö iþróttir hafi mikiö gildi fyrir þjóöina. Það sem vekur mesta athygli þegar minnst er á iþróttir er hin almenna þátt- taka allra þegna. Bæöi kynin. Hlutur kvenna i iþróttum hér á landi er meiri en gerist meðal annarra þjóða. Og það sem er mestum vert, aö hlutur kvenna eykstár frá ári. Konúr iöka aö minnsta kosti fjórtán tegundir iþrótta. Samt er eitt sem skyggir á öðru fremur þegar minnst er á kvenmenn i iþrótt- um. En það er kvennalandsliöið i handbolta. Að land eins og Is- land geti ekki teflt fram kvennaliði er hneyksli. Þó svo að efniviðurinn sé nógur hefur HSI ekki haft áhuga á að sinna þessum hóp. Á sama tima og stórfé er eytt i karlalandsliöið. Er þetta sanngjarnt? Hvernig væri nú að hugsa málið og láta Jóhann Inga hafa kvenfólkið i svona mánuð til að byrja með. Hann er kannski tilbúinn? Allir eiga að fá að stunda iþróttir sem það vilja. Það var þvi nauðsyn aö stofna iþróttafélag fatlaðra. Það er nauðsynlegt aö allir sem hafa þrek, fái að stunda iþróttir. Einn er sá hóp- ur sem því miður hefur orðið útundan i þessu þjóðfélagi, en það eru þroskaheftir. En það var árið 1978 aö skriöur komst á þetta mál. Það var svo sann- arlega kominn timi til. Allir eiga aö geta stundaö iþróttir þó svo þeir séu þroskaheftir eða vangefnir. Þjóðfélagiö á aö sjá um þaö. Annaö er ekki sann- gjarnt. Fiskhjallur en ekki íþróttahús A siöasta ári kom það best i ljós i hvaða óefni við erum neöanmóls „Aidrei fyrr i sögunni hefur vantað eins mikiö af iþrótta- kennurum. Alls staöar um landiö var augiýst eftir kenn- urum. Og hver skyldi ástæðan vera fyrir þessari vöntun? iþróttaskólinn útskrifar um 30 iþróttakennara á 2ja ára fresti, eöa sem svarar um 15 árlega. Þaö mun vera einsdæmi I heim- inum, að þannig skóli taki ekki við nemendum árlega”, segir Gunnar Bender, nemi i grein sinni um tþróttas kólann á Laugarvatni. komin gagnvart iþróttakennslu i landinu. Aldrei fyrr I sögunni hefur vantað eins mikið af iþróttakennurum. Alls staðar um landið var auglýst eftir kennurum. Og hver skyldi á- stæðan vera fyrir þessari vöntun. Iþróttaskólinn útskrif- ar um 30 iþróttakennara á 2ja ára fresti, eða sem svarar um 15 árlega. Það mun vera eins- dæmi i heiminum sem skóli ekki tekur við nemendum ár- lega. Húsnæöisstaöa iþrótta- skólans er i algerum ólestri. Aöeins ein kennslustofa er og hefur verið svoleiðis siðustu 30-45 árin. Sundlaug staðarins er af minnstu gerð 12,5x8 m. tþróttasalurinn minnir helst á fiskhjall sem biður þess að verða rifinn niður. Bygging nýs iþróttahúss er þvi mál, sem þolir enga bið. Það sem þarf að gera strax er aö taka málefni skólans til endurskoðunar. Það þarf aö gera stórátak. Niður- skurður á framlögum til skól- ans hafa alltof oft verið fram- kvæmd. Þaö verður að stoppa. Annað sæmir ekki þjóð sem hefur sett markið hátt. Þar sem stjórnvöld hafa ekki ennþá séð vandann eða vilja ekki sjá hann, skulum við að lokum láta tvo þekkta Is- lendinga segja nokkur orö um aöstöðuna i skólanum. Þeirra orð eru ekki fögur. (Þeir þekkja ástandið eftir að hafa veriö i skólanum). Arni Guð- mundsson núverandi skóla- stjóri segir: „Það þarf að stækka skólann til að unnt sé að taka við fleiri nemendum og veita þeim meiri sérmenntun. Það þarf að auka fjárveitingar til skólans til þess að unnt sé að greiða hæfum kennurum betri laun og ýmislegt fleira er þörf á að gera sem fyrst. En aöaiatriöiö er, aö stjórnvöld geri þaö upp viö sig hvaö þau ætla sér varöandi skóiann. Hvort þau ætla sér aö byggja hann upp og þá hvar. Eins og á- standiö er, tel ég varla aö skól- inn sé hæfur tii þess aö gegna þvi hlutverki sem honum er ætlaö”. Anton Bjarnason segir : „öll aöstaöa til bóklegrar og verk- legrar kennslu er fyrir neöan allar hellur.Til dæmis um það er aðeins til ein kennslustofa og leikfimisalur og sundlaug er of litil, búningsaðstaða mjög léleg og tækjakostur af skornum skammti. Þá vantar skólann bæöi baðvörð og húsvörð og verður skólastjórinn sjálfur aö bæta þeim störfum á sig. Skólinn hefur ekki fengiö þaö fjármagn sem honum hefur veriö nauösynlegt, og hafa skólayfirvöld alltaf mætt skiln- ingsleysi hjá yfirvöldum og sjaldnast fengiöþá fyrirgreiöslu sem nauösvnleg má teljast....” (Viðtölin við þessa kappa eru úr íþróttablaðinu).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.