Vísir - 24.01.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 24.01.1980, Blaðsíða 11
11 / Fimmtudagur 24. janúar 1980 Gufumökkurinn stigur upp af aðalverks miðju Sildarverksmiöja rikisins á Sigiufirði ,,SR 46”, sem er lengst Mengunarmál Sfldarverksmiöja rlklslns á Sigiulirðl: til hægri á myndinni. Visismynd: Ing. Kristm. ^Dale . Larnegie námskeiðið a Meirts fiugrekki. a Stœrri vimhópur. • Mmni áhyggjur. • Meiri lífskrtrftur. . PERSÓNU- LEGUR ÞROSKI STJORNUNARSKOLINN Konráð Adolphsson Sími 82411 Ný námskeið eru að hef jast. „Krefjumsi fullnægj- andl úrbðta nú begar” - seglr I bréfi 800 Slgllirðinga tn stiórnar Sfldarverk- smiðjanna. heliorlgðiseftlrllls og hellbrigðisráðherra „Við krefjumst þess að nú þeg- ar verði gerðar fullnægjandi úr- bætur”, segja forráðamenn undirskriftasöfnunarinnar á Siglufirði i bréfi sínu til stjórnar Síldarverksmiðja rikisins er þeir sendu fyrirtækinu undirskrifta- Bsta með nöfnum 800 bæjarbúa vegna mengunar frá mjöl- og lýsisverksmiðjum fyrirtækisins á Sigiufirði. En Ibúar Sigiufjarðar eru um 2100. Þar var harölega mótmælt þeirri miklu loft- og sjávarmeng- un, sem Siglfirðingarnir segja vera frá verksmiðjunum. Vilja fá fullkominn búnað Eins og Visir skýrði frá i frétt i gær, gekk mengunin Ur hófi fram á siðustu loðnuvertið, en þá var brætt i þeirri verksmiðju Síldar- verksmiðjanna, sem nefnd hefur verið SR-46. Hafði tækjakostur hennar verið endurnýjaður, en ekki verið komið upp reykháfum, sem áttu að fylgja nýju tækjun- um. Sló þvi gufumekkinum niður yfir næsta nágrenni verksmiðj- anna og varð af þeim sökum meiri mengun en áður. Nú hefur reykháfunum verið komið fyrir en súbót, sem orðið hefur aö þvi er ekki nægjanleg að mati bæjar- búa. Er i bréfinu til stjórnar Sildar- verksmiðja rikisins skorað á stjórnina að hefja strax undir- búning að þvi að settur verði upp fullkominn hreinsibúnaður á verksmiðjurnar á Siglufirði og er i þvi sambandi bent á Noreg, þar sem forráðamenn undirskrifta- söfnunarinnar telja vera að leita fyrirmynda að mengunarvörn- um. Gamalt hráefni Þott nokkrar úrbætur hafi verið gerðar á aðalverksmiðju SR á Siglufirði með uppsetningu reyk- háfanna benda forráðamenn undirskriftasöfnunarinnar á i bréfi sinu til stjórnar SR, að önn- ur verksmiðja, sem þar er starf- rækt og gengur undir nafninu ,,Dr. Paul-verksmiðjan” valdi jafnvel enn meiri mengun en „SR 46”, þvi að þar fari það saman að hráefnið, sem fari til vinnslu sé yfirleitt mjög gamalt aðallega fiskúrgangur og fylgi þvi mikill óþefur. Er jafnvel talið að hráefn- ið hafi orðið allt að 4-5 mánaða er það var unnið. Reykháfurinn sé lágur hráefnisgeymsla verk- smiðjunnar undir berum himni og sóðaskapur mikill i kringum verksmiðjuna. Um sjávarmengunina sem undirskriftarmenn tengja verk- smiðjunum segir meðal annars i bréfinu til stjórnar SR: „Ekkert hefur verið gert til að draga úr hinni miklu sjávar- mengun sem er frá verksmiðjun- um. Þegar gengnar eru fjörur hér I bæ er allt annað en fagra sjón að sjá. Fjörurnar eru allar útataðar i grút og drullu frá S.R., fúglalif eri' stórhættu. Nægir að nefna álit skólanemenda, en þegar þeir gengu fjörur hér og hreinsuðu fannst fjöldi fugla útataður i grút. Ekkert var hægt að gera þeim til hjálpar og varð að aflifa þá”. Loks láta Siglfirðingarnir 800 frá sér heyra varðandi umhverfi Sildarverksmiðjanna i bænum, sem þeir telja vera sóðalegt i hæsta máta. Um það segir meðal annars i áðurnefndu bréfi sem sent var afrit af meðal annars til heilbrigðisráðherra og heil- brigðiseftirlits rikisins: „Lóðin er eins og ruslahaugur að sjá. Draslið, sóðaskapinn og trassaskapinn sjá allir sem leggja leið sina inn á þetta svæði, sem er til stórskammar fyrir Siglufjörð. Fjöldi aðkomumanna t.d. sjómenn og eiginkonur þeirra verða að leggja leið sina þarna um, og fá þvi miður frekar slæma sjón að sjá. Einnig er rétt að benda áþámiklu lýsis og grútar- mengun sem er i næsta nágrenni S.R. 46, sömuleiðis mikið mjöl sem virðist falla frá útblásturs- loftinu tiljaröar i næsta nágrenni verksmiðjunnar sem þakið var mjölleðju allt siðasta vinnslu- timabil. Hljóta allir að sjá hvers konar gróðrarstia svona lagað er fyrir alls konar sýkla”. „Vltum ekkl um hrelnslbúnað, sem leyst getur vanflann” - seglr verksmlOlustjðrl Sílflarverksmiöjanna á SlgiuflrOl. Gelr zoega „Verksmiðjan er frá 1946 og við vitum ekki um neinn tæknilegan búnað sem leyst gæti þennan vanda”, sagði Geir Zoega fram- kvæmdastjóri Sildarverksmiðja rikisins á Siglufirði er Visir ræddi við hann um kvartanir Sigl- firðinga og kröfur um fullkominn mengunarbúnað. Sú orka sem þesskonar mengunarvarnir krefðust væri um helmingur af orkunotkun verksmiðjunnar, auk þess sem svo mikið orkumagn væri ekki fyrir hendi þar fyrir norðan. Mikill hluti orkunnar væri unninn með diselvélum. Einnig mætti benda á að sú mengunarvarnartækni sem notuð væri i Hafnarfirði hefði ekki reynst sem skyldi enmaður hefði verið sendur suður til að skoða þann búnað. Forráðamenn síldarverksmiöja rikisins sæu þvi enga lausn á þessu eins og er. „Hækkun reykháfana var gerð til að bæta úr ástandinu gagnvart þeim sem verst hafa orðið fyrir menguninni, en full reynsla af þýðingu nýju reykháfana hefur hinsvegar enn ekki fengist”, sagði Geir Zoega. Borið ofan i lóðina Þegar Geir var spurður um þá sjávarmengun er verksmiðjan ylli, sagði hann að engin slik mengun væri frá verksmiðjunni i sjónum, en þetta stafaði að mestu leyti frá lönduninni. Um verksmiðjulóðina sagöi hann að fyrir vinnsluna heföi verið borin ofan i lóðina þvegin gróf möl til að binda ryk og leir sem á lóðinni væri og hefði þetta verið gert tvö siðastliðin sumur þar sem mest mæddi á henni. Það tæki svo leðjuna ekki nema um eitt ár að komast i gegn aftur. „Þegar smá óhöpp verða við vinnslu, þannig að grútur eða annað slfkt lekur út á lóðina, þá situr þetta i jarðveginum og er erfitt að ná þvi i burtu. Þetta kom fyrir ihaust og þá reyndum við að fá ofaniburð á grútinn, en hann var ekki til og verður það ekki fyrr en næsta sumar og er þvi ekkert hægt að gera varðandi lóðina fyrr. Þetta er heldur ekki til nokkurs ama núna þar sem snjór og frost er yfir þessu”. Vegna þess mjöls sem fallið hefði frá útblástursloftinu sagði Geir að þetta hefði komið fyrir augnablik nokkrum sinnum, en taldi að búið væri aö fyrirbyggja slikt. Varðandi það hvort verk- smiðjan hefði leyfi Heilbrigðis- eftirlits rikisins til starfa sagði hannað ekki gætihann séð annað en að svo hlyti að vera, því að annars hlytu að hafa farið fram einhverjar bréfaskriftir um að þetta væri ólöglegur rekstur. —HS AUGLÝSING Að gefnu tilefni skal framleiðendum, dreif- ingar- og söluaðilum alifuglakjöts bent á að framfylgja ákvæðum reglugerðar nr. 286/1973, um meðferð og merkingu sláturaf- urða af alifuglum. Sérstök athygli er vakin á, að óheimilt er að bjóða til sölu eða hafa á boðstólum sláturaf- urðir alifugla sem ekki eru í umbúðum og merktar skv. ákvæðum reglugerðarinnar t.d. varðandi nafn eða auðkenni framleiðenda og slátrunarmánuð. I samráði við yfirdýralækni um heilbrigðis- eftirlitið í Reykjavík stöðva sölu á alifugla- kjöti í Reykjavík, frá og með 1. apríl n.k. sem ekki er merkt í samræmi við ákvæði ofan- greindrar reglugerðar. Reykjavík, 23. janúar 1980. Heilbrigðisráð Reykjavikur. Heimilistölvan Tölvuskóli Borgartúni 29, sími 23280. TÖlVUNÁMSKtlÐ Ný hraðnámskeið á smá- tölvur (microcomputers) hefjast um mánaðamótin. Námskeiðin eru sniðin fyrir alla jsá serp vilja kynna sér og læra að hagnýta hina margvís- legu möguleika sem smátölvur hafa upp á að bjóða. Námskeiðin eru stutt, efnismikil ög sam- þjöppuð, og eftfr 20 stunda nám hafa nem- endur öðlast staðgóða grundvallarþekkingu á forritunarmálinu BASIC. Engar sérstakar forkröfur eru gerðar til nem- enda um tæknimenntun eða þekkingu á tölv- um, og kennslan fer öll fram á íslensku. Nú er rétta tækifærið til að læra meðferð tölva. Eftir örfá ár verða smátölvur komnar inn í hvert fyrirtæki og jafnvel inn á hvert heimili. Simí Tölvuskólans er Innritun stendur yfir ÍOPSÐ HÚS sunnud. 27. jan. kl. 14.00—18.00 Komið og kynnist starfsemi skólans af eigin W—WMBWiniMiaiiiii ..

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.