Vísir - 24.01.1980, Blaðsíða 15

Vísir - 24.01.1980, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 24. janúar 1980 15 Ekki hefur verið borað við Kröfiu siðan árið 1976. Borun nýrrar holu við Kröflu kostar um 500 milljónir: Verða brjár holur Doraðar í sumar? „Við gerðum i fyrra tillögu um borun tveggja hola við Kröflu, en það fékkst þvi miður ekki samþykkt og þess vegna gátum við ekki afíað aukinnar orku fyrir landskerfið þennan vetur”, sagði Kristján Jónsson, rafmagnsveitustjóri, er Visir spurði hann um væntanlegar boranir á þessu ári. „Við gerðum tillögu um það siðastliðið haust að undirbúa borun þetta ár og fengum heim- ild til þess að undirbúa eina holu, sem er hola nr. 13, og er undirbúningi svo til lokið. i fyr- irliggjandi fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir 12 hundruð milljónum til borana og annarra framkvæmda við Kröfluvirkj- un. Þar er gert ráð fyrir að bora a.m.k. tvær holur, og er líklegt aö þessar 1200 milljónir dugi tæplega fyrir þeim. Tillögur rafmagnsveitanna hafa miðast við að það yrðu boraðar þrjár holur á árinu 1980 og a.m.k. tvær þeirrar tengdar þannig að þær veiti gufu inn á virkjunina til aukinnar orkuöflunar fyrir næsta vetur.” Kostnaður við hver ja holu er nú kominn um 500 milljónir króna. „Gert er ráð fyrir að næsta hola, sem við borum, hola 13, verði nálægt þeim holum sem boraðar hafa verið hingað til, en við borun næstu holu á eftir, holu 14, verði farið yfir i suður- hlíðar Kröflu og reynt að kanna þar svæöi meö tilliti til frekari gufuöflunar. Þessar staðsetn- ingar eru gerðar i samráði við jarðvisindamenn hjá orkustofn- uninni, sem er ráðgjafi okkar I sambandi við gufuöflun. Verður reyntað byrja á fyrstu holunni (13) ekki síðar en i marsmánuði. Þetta er þó alveg komið undir afgreiðslu fjár- laga og erum við i stöðugri biðstööu. Okkur var áramótin ’78-’9 fal- inn rekstur Kröfluvirkjunar og umsjón með frekari fram- kvæmdum, þannig að þetta er á okkar vegum,” sagði Kristján. Frá 1976 hefur einungis veriö boruð ein hola, þ.e.a.s. hola 12 sem var borið siðla árs 1978. 12 holur hafa verið boraðar hingað til. Þar af eru tvær rann- sóknarholur og tiu vinnsluholur og eru aðeins fimm þeirra nýtt- ar. Hafa þær skilað undanfarið 6 1/2-7 mgavöttum út á austurlinu frá virkjunni. — HS. Hafa taflst vegna óveðurs Eiectra- og Fokk- ervéiarnar koma um heiglna: Bráðum fjölgar i islenska flugflotanum um þrjár stórar flugvélar, en sú fjölgun er þó skammvinn þvi tvær vélanna verða fljótlega seldar aftur úr landi. Það er gert ráð fyrir að Electravél Iscargó komi á laugardaginn, en ennþá hefur ekki fengist endanleg staðfest- ing á þvi. Hefur koma vélarinn- ar tafist i tvær vikur vegna óveðurs i Kaliforniu þar sem verið er að mála vélina. Eins munu mótorstillingarhafa tekið lengri ti’ma en ráðgert var. Tvær Fokkervélanna sem Flugleiðir keyptu i Kóreu eru einnig væntanlegar nú um helg- ina. Sú fyrri kemur á föstudag, en sú seinni sennilega á laugar- dag að sögn Sveins Sæmunds- sonar blaðafulltrúa Flugleiða. Hafa þær tafist i Dubai vegna óveðurs. Þessar tvær vélar verða svo seldar fljótlega til Finnair, en hér á landi verður sett i þær ný mælaborð, sem hönnuð hafa verið á vegum Flugleiða. Hins vegar eru hinar Fokkervélarnar tvær sem flug- leiðir keyptu i Kóreu ekki vænatanlegarfyrren8. febrúar, en þær munu verða notaðar i innanlandsfhjginu hér heima. Að sögnSveins verða þá tvær minni og.ófullkomnari Fokker- vélar sem verið hafa I notkun hér á landi seldar til finnska flugfélagsins Kar-Air. Verða þá fjórar Fokkervélar notaðar I innanlandsfluginu, en þær hafa til skamms tima verið fimm. — HR FREEPORTKLUBBURINN Aðalfundur í kvöid fimmtudaginn 24. janúar kl. 20.30 í Bústaðakirkju. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin OPIÐ KL. 9—9 Allar skreytingar unnar af fagmönnum. Nceg bllastaa&l a.m.k. á kvöldin BIOMt AMM IB II\l WRSI K Y.1 I sinu 1271! L Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 — Simi 15105 Tökum í umboðssölu allar gerðir af h ljóm flu tn ings tækjum. Mikið úrval Ef þú vilt kaupa eða selja, komdu þá til okkar. UMBOÐSSALA MEÐ SKIÐA VÖRUR OG HLJÓMFLUTNINGSTÆKI GRENSÁSVEGI50 108 REYKJAVIK SIMI: 31290

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.