Vísir - 24.01.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 24.01.1980, Blaðsíða 23
t • t t * * vism Fimmtudagur 24. janúar 1980 >'• • ' t 23 Umsjón Sigur veig Jónsdótt- ir 4 Árni Böðvarsson fer nú i fri og mun þvi ekki bæta úr daglegu máli út- varpshlustenda á næstunni. útvarp kl. 19.35: Hefur annast 535 bætti um daglegt mál ,,i þessum þætti ætla ég að tala u sama. Fólk heldur oft að ef annað sé úr um það," sagði Arni Böðvarsson inn Iiaglegt mál i kvöld. Árni nefndi sem dæmi um tvenns konar notkun orða hringir — hringar, hátiðir — há- tiðar, þora það — þora þvi. Þetta er næst siðasti þátturinn um Daglegt mál sem Arni sér um að sinni. Hann er að fara til útlanda i orlof og gerir þvi hlé á störfum sinum hér um óákveð- inn tima. Hann hefur nú annast um 535 þætti og segir, að enn sá af nógu að taka. „Ég held að daglegt mál manna sé að breytast, en veit ekki i hverju það felst. Til þess m tvenns konar orðalag yfir það rétt sé hitt rangt og skera verði cand. mag., en hann sér um þátt- þurfa aðkoma tií rannsóknir, þvi það er erfitt að taka á þvi sem maður hefur á tilfinningunni" sagði hann. ,,Ég held að þessi breyting sé bæði i sambandi við orðaforða og framburð, sem er trúlega að breytast meira ne við áttum okk- ur á. Ég hef orðið var við vissa tilhneigingu tii að endingar detti út og orð dragist saman. Ef ekkert er að gert, verður breytingin orðin föst i málinu eft- ir nokkur ár og þá er of seint að bregðast við.” — SJ Útvarp Kl. 20.25: Píanóverk hjá Sin- fóníunni Ursula Ingólfsson Fassbinder leikur einleik á pianó með Sin- fóniuhljómsveit lslands i kvöld, en fyrri hluta tónleikanna verður útvarpað beint frá Haskólabfói. Stjórnandi hljómsveitarinnar er að þessu sinni Urs Schneider frá Sviss. utvarpsleikrltið f kvöld ki. 21.20: Hugarheimur tveggja skrítinna náunga Skrifs tofumaður , sem hefur þrfklofinn persónuleika og sjó- maður sem gefur rottum i staup- inu með sér, eru aðalpersónur einþáttunganna, sem verða flutt- ir i útvarpinu í kvöld. Höfundur þeirra er Þorvarð- ur Helgason menntaskólakenn- ari og leiklistargagnrýnandi. Fyrri einþáttungurinn nefnist „Þrimenningur” en sá siðari „Rottupabbi”. Aður hefur út- varpið flutt leikritin „Afmælis- dagur", „Sigur” og „Við eldinn” eftir Þorvarð Þrimenningurinn er skrif- stofumaður á fertugsaldri. Per- sónuleiki hans er klofinn i þrennt. I fyrsta lagi er maðurinn sjálfur eins og hann kemur fyrir. Siðan er það maðurinn sem vill vera áhorfandi, er þurr og rólegur og hefur gaman af að hlusta á ljúfa tónlist. Loks er at- hafnamaðurinn, sem vill komast áfram og njóta iifsins i krafti frama sins. Þessi öfl togast á um hann þar til hann veit ekki sitt rjúkandi ráð. Karl Guðmundsson fer með öll þrjú hlutverkin i þessu leikriti, en höfundurinn leikstýrir sjálf- ur. Rottupabbi er fyrrverandi sjómaður, sem farinn er að reskjast. Nafnið hefur hann fengið af þvi að vera sérlega lag- inn við að umgangast rottur. Hann hefur þær i kjallaranum hjá sér og gefur þeim meira að segja i staupinu. Ungur maður kemur i heimsókn til hans og i ljós kemur, að þeir eiga ýmislegt sameiginlegt. Klemens Jónsson leikstýrir Rottupabba, en með hlutverkin fara Rúrik Haraldsson og Jón Júliusson. — SJ Rúrik Jón Karl útvarp Fimmtudagur 24. janúar 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. Tónleika- syrpa Léttklassisk tónlist, dans- og dægurlög og lög leikin á ýmis hljóöfæri. 14.45 Til umhugsunar Karl Helgason og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fjalla um áfengismál. 15.00 Popp. Páll Pálsson 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Tónlistartimi barnanna Egill Friðleifsson sér um timann 16.40 Útvarpssaga barnanna: „Hreinn fótfrái” eftir Per VVesterlund Margrét Guðmundsdóttir les (5). 17.00 Slðdegistónleikar Julian Bream, Robert Spencer og Monteverdi-hljómsveitin 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Arni Böðvarsson flytur þáttinn. 19.40 tslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 20.10 Úr sonnettum Shake- speares Hjörtur Pálsson les úr þýðingum Daniels A. Danielssonar læknis. 20.25 Tónleikar Sinfóniuhljóm- sveitar islands I Háskóla- bíói. Stjórnandi: Ursula Ingólfsson Fassbind Fyrri hluta efnisskrár útvarpaö beint: a. „Moldá”, kafli Ur „Föðurlandi minu”, tón- verki eftir Bedrich Smetana. b. Pianókonsert nr. 26 i D-dúr (K537) eftir Wolfgang Amadeus Mozart. 21.20 Leikrit: Tveir ein- þáttungar eftir Þorvarð Helgaspn (frumflutningur) 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 R ey k ja v I kur pi st il 1 Eggert Jónsson borgarhag- fræðingur talar um breyt- ingar i borginni. 23.00 Strengjakvartett nr. 15 i a-moll op. 132 eftir Beet- hoven, Búdapest-kvartett- inn leikur. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. ALÞINGIVERDIIR EKKI NEYTT TIL NEINS Vegna þeirra stjórnarmynd- unarviðræðna, sem fram hafa farið að undanförnu, hefur sú spurning eðlilega vaknað hverjar séu skyldur Alþingis. Það hefur nú setiö i nokkurn tima án þess að hægt hafi verið að afgreiða fjárlög, þótt minni- hlutastjórn Alþýðuflokksins annist dagleg nauösynjastörf ráðherra. Stjórnarmyndunar- viðræður ganga frá A til B samkvæmt þeim reglum sem forseti ákveður eftir viðtöl við formenn s tjórnmálaflokkanna fjögurra, og nú er fjórði for- maðurinn byrjaður sinar þreifingar. Hvað við tekur eftir að hann hefur reynt, takist hon- um ekki stjórnarmyndun, er alls ekki ljóst. Hægt er aö hugsa sér að kallaður verði til einskonar aukaleikari, og byggist sú hugsun á því, að for- menn flokkanna, utan einn, eru aliir á likum aidri, likir að metnaði og eiga likt í húfi á póli- tiska sviðinu, og kunna þvi að vilja vikjast undan að sitja i rfkisstjórn undir forsæti ,,ein- hvers unglingsins.” Almenningur horfir mjög til Alþingis i þessu máli, og segir sem svo; Við kusum ykkur á þing og þið eruö skyldugir til að mynda rikisstjórn. Þetta snýst nú einu sinni allt saman um s tjór nar myndanir . Þótt al- menningur segi þetta, þá er málið ekki svona einfalt. Kosið er til iöggjafarsamkomu þjóð- arinnar, það er rétt. Hitt er s vo annað mál, að löggjafarsam- koman sem slík myndar ekki rikisstjórnir. Um það finnst enginn stafur. Rikisstjórn byggist aftur á móti ýmist a meirihiuta fulltrúa flokka á löggjafarsamkomunni eða minnihluta með ákveðnum stuðningi. Rikiss tjór nir eru myndaðar af flokkum, sem eiga fulltrúa á Alþingi, en ekki Al- þingi sjálfu. Þetta er gott að fólk geri sér grein fyrir. Væri Aiþingi sem slikt nauðbeygt til að mynda rikisstjórnir þyrfti að pina fiokka til samvinnu, sem ails ekki viidu vinna sam- an, og sér hver maður hvernig það myndi fara. Þess vegna hefur þingræðið aldrei tekið upp á sina eik aö játast undir stjórnar myndanir. A Alþingi islendinga hafa skapast þær sérstöku aðstæð- ur, að vegna viðkvæmni efna- hagsmála, verðbólgu og valda- mikilia launþegastétta, hefur þingflokkur f minnihluta þótt ægja i augum. Hefur I þvi sam- bandi verið talað um fjör utiu og niu manna þingminnihluta og ellefu manna þingmeirihluta. Þetta skrúfstykki innan þing- ræðisins virðist valda þvi, að borgaraflokkarnir viija ekki ná saman i stjórnarsamstarfi, nú þegar frekari vinstri viðræöur eru úr sögunni. Þeir hafa bók- staflega ekki pólitiskan kjark til þess. M innihlutas tjór n myndi ekki leysa neinn vanda heldur. Þetta er timabundið vandamál þingr æðis ins , og byggist á þvi, að samþykktir meirihiuta á Alþingieru taldar gagnslitar vilji iaunþegasam- tökin beita sér gegn þeim. SHk- ur ótti um aðför að þingræðinu gengur auðvitað yfir með tim- anum, en á meðan reynast horgaraflokkarnir tregir til samstarfs. Þá hefur nokkuð verið talað um, að myndun utanþings- stjórnar væri eitthvert niður- lag fyrir þingræðið. Það er nú síður. Utanþingsstjórn er auð- vitað rétt og sjáifsagt svar, og sá nauðsynlegi ventill, þegar flokkafulltrúar þingræðisins telja sig ekki geta unnið saman eða veitt minnihlutaflokki stuðning.Og nú er svo komið að ekki verður dregið öllu lengur að vinna aðkallandi verk. Þess vegna hljóta frestirnir, sem þingflokkarnir taka sér til við- ræöna um stjórnarmyndun að fara að stvttast. Og þá er auð- vitað ekkert annað eftir en að gripa til þess ventils sem þing- ræðið hefur sett sér i siikum vanda, og mvnda utanþings- stjórn. Hún er ekkert vanda- mál. Hún er þingræðisleg nauð- syn, þegar allt annað þrýtur. Hún er ekki niðurlag fyrir þingræðið eða Alþingi, þótt hún sé ákveðin viðurkenning á þvi, að flokkarnir hafi ekki getað komið sér saman — að þessu sinni. Svarthöfðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.