Vísir - 25.01.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 25.01.1980, Blaðsíða 3
VM&lÆl Föstudagur 25. janúar 1980 3 Tilkynnt er um hátt í tvö húsund hjófnaði á ári: NkiD um Djöfnaði á Lanfl-i spflala og Borgarspflala I Landspitalinn: Þar er mikið um þjófnaði. ,,Það eru þvi miður góð tæki- ■ færi til að afla sér verðmæta I viða á vinnustöðum. Óheiðar- ' legt fólk geturlifað góðu lif i með I því að ganga i 10-20 minútur um 1 byggingar,” sagði Grétar Norð- I fjörð, rannsóknarlögreglumað- [ ur, i samtali við Visi. Grétar hefur undanfarin I fimm ár starfað við að upplýsa I fólk um varnir gegn innbrotum I og þjófnuðum. Hann hefur farið • áfjölmarga vinnustaði, athugað I möguleika á þjófnuðum og ■ haldiðfundi með starfsmönnum I og bent á leiðir til úrbóta. „ Miðað við það sem ég heyri á 1 þessum fiindum, býst ég við að 2 aðeins 50-60% þjófnaða séu til- I kynnt til lögreglunnar,” sagði ■ Grétar. „Fólk heldur að það sé I tilgangslaust að tilkynna þá, og i sumum tilvikum veit það ekki I að um þjófnað er að ræða. Það . telur sig hafa glatað hlutunum. Þrátt fyrir það er tilkynnt um ■ 60-100 þjófnaði i hverjum mán- I uði. Þannig eru þeir liklega hátt ■ i tvö þúsund yfir árið.” ■ Tækifærið skapar ■ verknaðinn Meðal þeirra staða, sem Grétar hefur heimsótt upp á sið- kastið, eru Landspitalinn og Borgarspitalinn. Hann sagði, að þar eins og viðar á vinnustöð- um, væri aðalvandamálið slæm aðstaða starfsfólks til að geyma föt og töskur. í framhaldi af fundunum sagði hann þó að starfsmanna- félögin hafi kippt mörgu i lag af þvi sem gaf tækifæri til þjófnað- ar. „Mitt mottó er, að tækifærið skapar verknaðinn,” sagði hann. ,,Ef verðmæti eru látin liggja á glámbekk, freistar það unglinga og annarra. Oft eru hlutir aðeins fjarlægðir, án sýnilegs tilgangs, og siðan skildir eftir annars staðar.” Algengast er að veskjum sé stoliðúrfrökkumeða jökkum og kventöskur eru lfka auðveld bráð. Grétar sagði, að hópar unglinga virtust taka að sér blaðasölu i þeim tilgangi einum að komast óhindraðir um vinnu- staði. Þess vegna hafi blaðsölu- börnum verið bannaður að- gangur að mörgum stærri vinnustöðum. Vantar merkingar ,,Það er ástæða til að hvetja fólk til aðmerkja vel eigur sinar með nafnnúmeri sinu. Hjá óskilamunadeildum lögreglunn- ar um allt land liggur óhemju magn hluta og fatnaðar, sem engin leið er til að koma til réttra eigenda. Ef hlutirnir eru merktir er strax haft samband við eigendur og þeir látnir vita. 1 fyrirtækjum ætti lika að merkja öll áhöld og tæki nafn- númeri fyrirtækisins. Það er auðvelt að greypa bæði í plast og málma.” Stolið af borðum Skemmtistaðirnir hafa lika orðið i auknum mæli starfsvett- vangur þjófa. Sérstaklega er mikið um að stolið sé úr kven- veskjum, sem skilin eru eftir á borðum,' meðan eigendurnir fá sér snúning. „Eitt dæmi er stúlka, sem þorði ekki að skilja fjármuni eftir heima hjá sér og tók þvi nokkur hundruð þúsund krónur með sér i veski sinu á sam- komustað,” sagði Grétar. „En svo skildi hún það eftir á borð- inu og öllum peningunum var stolið.” En menn glata ekki aðeins eigum sinum á samkomustöð- um vegna þjófnaða. Þar liggur nú mikið af yfirhöfnum, sem fólk hefur gleymt. Þær eru ómerktar og þvi ógerlegt að hafa upp á eigendunum. Svallveislur í gamla húsnæðinu Enn eitt atriði, sem Grétar sagði að fólk væri yfirleitt kæru- laust með, eru lyklar. Bæði að fyrirtækjum og heimilum. Fólk gerir sjaldnast veður út af þvi þótt það glati lyklum, en oft .íefur komið fyrir að þeim sé stolið og þjófurinn notaði þá sið- an til að komast inn til sinna myrkraverka. Grétar lagði áherslu á að fólk ætti aldrei að skilja lykla eftir i frakkavösum og eins væri nauð- synlegt að skipta um skrár i úti- hurðum, þegár skipt væri um húsnæði. „Við höfum ýmis dæmi um það sem getur gerst ef þessu er ekki sinnt. Gömlu eigendurnir hafa haldið svallveislu i íbúð, sem þeir hafa selt, ef nýju eig- endurnir hafa brugðið sér úr bænum. t fyrirtækjum er lika nauð- synlegt að skipta um skrá ef starfsmaður hættir þar. Þótt fólk skili lyklum getur það átt aukalykla og fyrir hefur komið að það heimsæki fyrirtækið eftir að það hefur hætt störfum og þá ekki í góðum tilgangi.” Það er sem sagt margs að gæta og þvi full ástæða til að fólk haldi betur vöku sinni, ekki sé beinlinis egnt fyrir þjófa. — SJ árgarðimar fr& MÍTSUBISHI verða sýndarí sýningarsal Heklu hf. Laugavegi 170 - 172 laugard. 26. jan. og sunnud. 27. jan. frá kl. 13.00 - 18.00 M _______HEKIA HF______________ Laugavegi 170-172 Sími 21240

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.