Vísir - 25.01.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 25.01.1980, Blaðsíða 16
- segir Jón Júliusson, lei khússtjóri Alþýðuleikhússins ,,Um 92 prósent ai rekstrarié okkar er sjálfsaflafé, þannig að rekstur Alþvðuleikhúss ins bvggist nær eingöngu á seldum aðgöngumiðum. En einnig ber að taka það fram að það fólk sem starfar hér við ieikhúsið er á mun lægri launum, en tlðkast hjáhinum leikhúsunum”, sagði Jón Júliusson framkvæmda- stjóriAlþvðuleikhússins I spjalli við VIsi. Alþýðuleikhúsið sýnir i Lindarbæ, en einnig hefur leik- húsið verið með sýningar i Austurbæjarbió. Þar hafa þau sýnt ,,Við borgum ekki” við mjög góöa aðsókn, en þurfa nú að hætta sýningum fyrir fullu húsi, vegna þess að aðrir aðilar taka þar upp sýningar. „Salurinn hér I Lindarbæ tek- ur aðeins 130 manns i sæti, en stofnkostnaðurinn við hverja sýningu er það mikill að það þarf nokkrar sýningar til að fá upp i' hann”, sagði Jón. Aðstaðan í Lindarbæ er erfið en þar leggjast allir á eitt við að gera það besta úr aðstöðunni. Félagar I Alþýðuleikhúsinu eru um 60 talsins. Milli 40 og 50 manns taka þátt i leiksýningum á einn eða annan hátt. ,,Þeir aðilar sem eiga þetta hús, hafa verið mjög liðlegir við okkur. En vegna þess hve húsið er li'tið og sviðið erfitt t.d. verður að taka mikið tillit til þess við gerð leiktjalda þá höf- um við haft hug á þvi að fá gamla Sjálfstæðishúsið við Austurvöll. Það hús er nú aðeins nýtt tvo tlma á dag sem mötu- neyti fyrir starfsfólk Pósts og sima. Svör hafa ekki verið já- kvæð hingað til, en við höldum áfram aðkanna það mál”, sagði Jón. Landsbyggðin vanrækt Alþýðuleikhúsið byggir starf- semi sina að mestu á ungu fólki, sem útskrifast hefur úr Leik- listaskóla Islands undanfarin ár. Vart verður annað sagt en þetta fólk hafi fengið góðar ' undirtektir leikhúsgesta þar sem hlutur Alþýðuleikhússins er nálægt 20 prósentum af seldum leikhúsmiðum leikhúsanna. Jón sagði það reyndar eins- dæmi að leikhús væri rekið að svo miklu leyti á sjálfsaflafé eins og Alþýðuleikhúsið. Sem dæmi um kostnað leik- hússins mætti geta þess að það greiddi á timabilinu frá septem- ber til desember sl. rúmar 8 milljónir króna i húsaleigu á Lindarbæ og Austurbæjarbió. „Við höfum hug á þvi að gera landsbyggðinnibetriskilen gert hefur verið hingað til. Þessum þætti hefur ekki verið sinnt sem skyldi. Þegar við höfum farið meðleikrit út á land, hefur þeim verið mjög vel tekið. Alþýðuleikhúsfólk undirbýr nú frumsýningu á nýju verki eftir Böðvar Guðmundsson sem nefnist Heimilisdraugar. Þá verða bráðlega teknar upp sýningar á Blómarósum Olafs Hauks Simonarsonar, en þær verða fáar. Barnaleikrit hafa þau einnig á prjónunum. —KP Kjarnaieiðsla til Kína Stjörnubió byrjar sýningar á kvikmyndinni Kjarnaleiðsla til Kína, eða The China Syndrome I dag. Með aðalhlutverk I myndinni fara þau Jane Fonda Jaek Lemmon og Michael Douglas. Kimberley Wells (Jane Fonda) er starfsmaður sjónvarpsstöðvar í Los Angeles. Hún vinnur við sendingar á óvenjulegum fréttum af ýmsu tagi. Hún er að vinna þátt um orkumál I Kalifornlu þegar hún og sam- starfsmenn hennar verða vitni að dularfullum atburði. Burtfararprófstón- lelkar f Bælarblól - Þórarlnn Slgurbergsson lelkur á gltar Tónlistarskóli Hafnarfjarðar gengst fyrir tónleikum i Bæjar- bi'ói á laugardag klukkan 15. A fyrri hluta tónleikanna koma fram nokkrir af kennurum skól- ans. Sigurður Marteinsson leikur Preludiuog fúgu i e-moll nr. 10 úr „Das Wohtemperiertes Klavier”, eftir Bach. Þá leikur hann einnig sónötu I a-dúr K. 331 eftir Mozart. Páll Gröndal leikur þátt úr sónötu op. 65 eftir Chopin með undirleik Guðriðar Guðmunds- dóttur. Þá leikur Gunnar Gunnarsson vals úr svitu op. 116 eftir Goddard. Siðari hluti tónleikanna er fyrri hluti burtfararprófs Þórarins Sigurbergssonar. Hann leikur tvo konserta fyrir gitar og strengja- sveit eftir Carlos de Seixas og Antonio Vivaldi. Þórarinn hefur stundað gitar- nám við Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar um tiu ára skeið. Kennari hans frá upphafi hefur verið Ey- þór Þorláksson. Eyþór Þorláksson. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri, Jón Jóliusson,framkvæmdastjóri og Valgerður Bergsdóttir, sem ger- ir búninga og leiktjöld, ræða nýtt islenskt leikrit sem frumsýnt verður hjá leikhúsinu um mánaðamótin. Vísismynd GVA Um 92 prósent af rekstrarfe okkar sjálfsaflafé” Gfsi sýnl ð Seltjarn- arnesf á morgun Leikklúbbur Skagastrandar leggur land undir fót og sýnir hér sunnan- lands á laugardagskvöldið. Sýnt verður I Félagsheimilinu á Seltjarnar- nesi klukkan 21 leikritið Gisl eftir Brendan Behan. Leikstjóri er Ragn- hildur Steingrimsdóttir. FjaiaKötturinn á ferll um böK Parísarborgar „Rómantisk gamanmynd” verður tekin til sýninga I kvik- myndaklúbbi framhaldsskóla- nema, Fjalakettinum nú um helgina. Er það ’franska kvik- myndin „Undir þökum Parlsar- borgar”, eftir hinn fræga leik- stjóra René Clair. René Clair fæddist árið 1898 og ér hann einn af frumkvöðlum franskrar kvikmyndalistar og þá einkum á sviði gaman- mynda. Sina fyrstu mynd gerði hann árið 1923, en alls urðu myndir hans 23, sú siðasta gerð 1965. A tfmum þöglu myndanna var Clair viðurkenndur sniliing- ur og var hann einn af fáum ieikstjórum sem „lifðu af” til- komu talmyndanna en mörgum veittist erfitt að aðlaga sig þeirri nýju tækni. Clair er i Frakklandi talinn tengiliður gamla og nýja timans enda beitti hann oft tækni þöglu myndanna eftir að talið var komið til sögunnar. Myndir hans eru gjörsneyddar öllum áróðri, þ.e. Clair reynir ekki að skipa áhorfendum hvað þeir eigi að hugsa. „Undir þökum Parisarborg- ar” er gerð árið 1930 og þykir ein af hans merkustu myndum, og skipaði honum endanlega á bekk með helstu meisturum kvikmyndalistarinnar. Myndin fjallar um ungan götusöngvara, Albert að nafni, sem sér fyrir tilviljun þegar ung stúlka, Pola, er rænd. Hann verður i framhaldi af þvi ást- fanginn af Polu en hún býr með hinum mesta ribbalda og harð- stjóra. Þau taka þó að búa saman en Albert lendir skömmu siðar i' fangelsi, saklaus. A meðan hann situr inni býr Pola Mynd ettlr René Clalr sýnd um helglna meðvini Albertsener flutt aftur til harðstjórans áður en Albert sleppur út. Albert tekur sig þá til og skorar á hann i' einvigi. Óhætt mun að hvetja kvik- myndaáhugamenn til að sjá þessa merku mynd franskrar kvikmyndagerðar en myndin er sýndá vanalegum sýningartim- um Fjalakattarins, klukkan fimm á laugardögum og klukk- an fimm, hálf átta og tiu á sunnudögum. Sýningarstaður er sem fyrr Tjarnarbió og fást að- göngumiðar og vegleg sýningarskrá þar. —IJ René Clair þykir einn mcrkasti kvikmyndaleikstjóri Frakka en hann er leikstjóri myndarinnar „Undir þökum Parlsarborgar” sem Fjalakötturinn sýnir um helgina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.