Vísir - 28.01.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 28.01.1980, Blaðsíða 8
VÍSIR Mánudagur 28. janúar 1980 /""T • Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guömundsson, Elias Snæland Jónsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefansson Askrift er kr 4 500 á mánuöi Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Dreif ingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. li innanlands. Verö i lausasölu j Blaðamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrín j3q |<r eintakiö ; Pálsdóttir, Páll Magnússon, Sigurveig Jonsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Auglýsingar og skrifstofur: Prentun Blaðaprent h/f Iþrottir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L Pálsson. Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. utgefandi: Reykjaprent h/f Ljósmyndir: Gunnar V. André'sson, Jens Alexandersson. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Framkvæmdastjóri: DaviðGuðmundsson ullil og hónnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnus Olafsson. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. Ritstjórar: Olafur Ragnarsson Hörður Einarsson Manndómur 09 hugsjónlr rðði Ákvörðun félaga í Verkalýðs- og sjómannafélagi Suðurnesja um aðneita sovéskum f lugvélum um afgreiðslu á Keflavíkurflug- velli hefur vakið verðskuldaða athygli meðal þjóðarinnar. Þessi ákvörðun er liður í þeim mót- mælaaðgerðum, sem Islendingar hafa þegar hafið gegn hernaðar- innrás Sovétríkjanna f Afganist- an og frelsissviptingunni á sovéska andóf smanninum Andrei Sakharov og eiginkonu hans. Mótmælaaðgerð verka- mannanna á Suðurnesjum er örugglega í samræmi við vilja ís- lensku þjóðarinnar og nýtur stuðnings hennar. Mótmælum sem þessum taka Sovétmenn eft- ir, þó að mótmælayfirlýsingar, hversu harðorðar sem þær eru, fari flestar beint í ruslakörfuna hjá þeim, ólesnar. (slendingar og aðrar þjóðir verða að láta Sovétmenn finna fyrir andúðinni á ofbeldisverk- um þeirra. Vissulega verður meira eftir því tekið, hvað hinar stærri og voldugri þjóðir gera heldur en við, en þó fer því fjarri, að það skipti engu máli, hvað íslenska smáþjóðin gerir. Sérstaklega er þýðingarmikið, að við skerumst ekki úr leik í mót- mælaaðgerðum vinaþjóða okkar, því að slíka afstöðu er naumast hægt að túlka öðru vísi en svo, að við látum okkur ofbeldisverkin engu skipta. Nú bíða menn þess, hvaða af- stöðu íslensk íþróttahreyf ing tek- ur til þátttöku í ölympíuleikun- um i Moskvu. Heldur íslenskt íþróttafólk til þátttöku í glaumi og gleði Moskvuleikanna, eins og ekkert hafi í skorist? Eða tekur íslensk iþróttahreyf ing á sig rögg og krefst þess, að Ólympíu- leikarnir verði haldnir annars staðar en í Sovétrfkjunum eða þeim frestað þar til hægt verður að halda þá í því andrúmslofti, er samrýmist hugsjón þessarar miklu íþróttahátíðar? Það verður að vona, að íþrótta- stolt og manndómur íslenskrar iþróttaf orystu og íslenskra íþróttamanna sé slíkur, að þeir velji síðari kostinn. Eftir atburð- ina í Afganistan og innan Sovét- ríkjanna sjálfra nú að undan- förnu er útilokað, að Ólympíu- leikar yrðu haldnir í Moskvu á næsta sumri i anda Ólympíuhug- sjónarinnar. Þeir yrðu þvert á móti haldnir í andrúmslofti spennu og tortryggni. Þar að auki er það nú að verða Ijóst, að Ólympíuleikar í Moskvu yrðu í rauninni ekki sú alheimsíþrótta- hátíð, sem þeir eiga að vera, því að íþróttaf ólk margra af f remstu íþróttaþjóðum heims mun ekki mæta þar til keppni. í rauninni eru því Ólympíuleikarnir þegar farnir út um þúfur nema hægt verði að halda þá annars staðar en í Moskvu. Einn af okkar ágætu frjáls- íþróttamönnum, Ágúst Ásgeirs- son, sem keppt hefur fyrir ís- lands hönd á Ólympíuleikum, " skrif aði fyrir síðustu helgi grein í Morgunblaðið, þar sem hann sagði m.a.: „Ég skil kannski betur en margir aðrir þá aðstöðu, sem fjölmargir íþróttamenn, sem annað hvort hafa þegar náð þeim lágmörkum, sem krafist er til þátttöku í Olympíuleikum, eða eru við þau, eru í, og lagt hafa mikið af mörkum til þess eins að draumur þeirra um þátttöku í Ólympíuleikum rætist. En eigum viðaðmeta langanir okkar meira en samviskuna? Er ekki full ástæða til að koma einarðlega fram við Sovétmenn, svo að við verðum ekki annars dregin til ábyrgðar, þegar þeir halda áfram ofbeldisaðgerðum sínum gegn öðrum smáþjóðum að leik- unum loknum?" í þessum orðum hins unga íþróttamanns felst áminning um að setja hugsjónina ofar per- sónulegum óskum, og er vonandi, aðsáandi verði ríkjandi innan ís- lensku íþróttahreyf ingarinnar. Kjúkandf sjór og vaxandi norðaustan átt. Hver af öðrum hifa togararnir upp trollið og halda i var undir Grænuhlíðina. Hann er að rjúka upp á Halamiðum. „Sendið upp pontaraséniið”, kallar einn skip- stjórinn niður i kassana. „Það er bezt að leyfa greyinu að stýra svolitið”. Mikilúðugt öslaði hið glæsta fley að landi og brátt grillti i fjöllin norðan ísafjarðardjúps. „í bak”, sagði kapteinninn. „Beygðu til vinstri”, sagði stýrimaðurinn við snillinginn við stýrið „og endurtaktu það sem kallinn segir”. Hásetinn byrjaði að snúa stýrinu til vinstri. „Þetta beint”, sagði sá við gluggann, sem pontaraséniið endurtók að bragði og righélt stýr- inu föstu. Sem olli þvi að sjálfsögðu að togarinn fór i hring. Þvi er á þetta minnst, að oft þegar menn ætla beint fara þeir i hring. Stýrið er i beygju, öll við- miðun útá skjön og þvi fer sem fer. ÞETTA BEINT Að vera i beygju Undanfariö hefur mikil umrxba veriö meðal Islenzku þjóðarinnar um efnahagsmál, stjórnun þeirra og viBnám gegn verBbólgunni. Þessi umræBa fer aö sjálfsögBu öll fram I góöri meiningu, en þegar þjóB hefur lifaö jafn lengi viö ákveöiö ástand, eins og Islendingar viö veröbóígu, er mikil hætta á þvl aö hún beri oröiö keim af ástandinu. ÞjóBin sjái ekki oröiB beint fram I málinu, svo lengi hefur hún veriö I beygju, aB stórhætta er aö hún fari 11 hring I málinu, þrátt fyrir góBa mein- ingu. Verðbólga og atvinnu- leysi. Eitt þeirra atriöa sem oft ber á góma I umræöum um stjórn verölagsmála er þaö megin- atriöi.aö atvinnuleysi gæti fylgt I kjölfariö, ef þjóöinni tækist aö koma böndum á veröbólguna. Þetta er auövitað atriði númer eitt og I raun ekki eölilegt aö þjóöin hafi nokkurn áhuga á þvi aö koma veröbólgunni fyrir kattarnef, ef þaö þýöir aö at- vinnuleysi fylgi I kjölfariö. Þvl miöur minnir þessi rök- semdafærsla nokkuð á togarann sem fór I hring. Talaö er um aö viö lækkandi veröbólgustig þá minnki fjárfesting vegna þess, aö þeir sem greiöa þurfi fyrir fjármagniö meö dýrari krónum, eöa allavega meö jafndýrum krónum og þeir fengu aö láni, missi áhugann á fjárfesting- unni, og þar af leiði minnkandi framkvæmdir og þannig minnk- andi vinna. Sparnaður fyrir bi. Þessi kenning gleymir þeirri megin staöreynd, aö eigi þjóö- félög á annaö borö að eiga fjár- magn til þess aö einhver fjár- festi, þá veröur einhver aö spara. Til þess að einhver fáist til þess, þá mega launin fyrir þaö auövitaö ekki vera þau, aö fjármagniösmá eyöist og veröi aö engu, eins og á sér stað I veröbðlguþjóðfélögum, þar sem vextir ná ekki veröbólgu- stigi. Afleiöingin veröur aukin eyösla og neyzla þegnanna, en enginn sparar til þess aö skapa fjármagn fyrir þá sem vilja fjárfesta I atvinnulifinu, þ.e. at- vinnuskapandi tækifærum. Smám saman veröur ástandiö þannig aö fólk keppist við aö eyöa peningum sinum I hvaö- eina, án nokkurs tillits til þess hvort það sé til nokkurs gagns fyrir þjóöfélagiö. Einungis til þessaökoma fjármunum sinum i einhverja lóg, áöur en verö- bólgan nær aö eyða þeim. Þannig eyöir veröbólgan sjálf þeirri megin forsendu fyrir þvi, aö einhver kynni aö vilja viö- halda henni, þ.e. aukningu at- vinnutækifæra. Þvingaður sparnaður, óarðbær fjárfesting. Eina leiöin fyrir þjóöfélög meö slikt ástand, til þess aö halda einhverjum hjólum at- vinnulifsins gangandi. er aö neyöa þjóöina til sparnaöar meö lögum eöa visitölutryggöum rikislánum. Um leiö er auövitaö öll fjárfesting komin i hendur rikisins, sem auövitað þjónar ýmSum hagsmunum öörum en beinum hagkvæmnisatriðum og viö fáum upp mál eins og t.d. Krafla er lýsandi dæmi um, þar sem megin sjónarmiöiö var einungis aö hefjast handa viö eitthvað, nokkurn veginn án tillits til þess hvaöa vonir það heföi til þess aö heppnast. neðanmcds Guðlaugur Tryggvi Karlsson, hagfræfiingur fjallar i þessari grein um áhrif verfibólgunnar á efnahagslififi og þá brenglun, sem hún veldur á veröskyni og vifimiöunum i efnahagslffinu. Verðbólga ásamt at- vinnuleysi. Þetta lækkar aö sjálfsögöu hagkvæmni atvinnulifs landsins og þjóöartekjur minnka. Hiö frjálsa atvinnulif fær ekkert fjármagn, fyrirtækin fara á hausinn og niöurstaöan er at- vinnuleysi, — ásamt meö verö- bólgu, og lika, — vegna verö- bólgu. Sú hætta að fólk fari I hring I þessu efni eins og togarinn er þvi raunverulega fyrir hendi. Þvi ber aö takast á við verö- bólguna og eyöa þeirri brengl- andi viömiöun sem hún veldur, eigi heilbrigt atvinnulif aö blómgast I landinu og full at- vinna. Aö allar fúsar hendur hafi nytsömum störfum aö gegna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.