Vísir - 28.01.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 28.01.1980, Blaðsíða 11
Mánudagur 28. janúar 1980 Viðskipli og verslun kynna sig: FORSENDA VERKASKIPTINGAR í ÞJÖÐFÉLÖGUM NÚTÍMANS Frá blaðamannafundinum. F.v. Pétur Sveinbjarnarson, Hjalti Geir Kristjánsson og Magnús L. Sveinsson. Ljósmynd: Róbert Ágústsson Samtökin Viðskipti og versl- un eru nú að hefja kynningar- starfsemi, sem veríð hefur 1 undirbúningi um skeið. Þar verður lögð áhersla á aö gera sem flestum grein fyrir þvl, hve verslunar- og viðskipta- starfsemi i landinu hefur mikla þýðingu i þjóðllfinu. Aðsamtökunum standa átta félög og stofnanir, sem tengj- ast náið viðskiptaíifinu I land- inu, og er áætlað að ver ja um 40 milljónum króna til starfsem- innar á þessu ári, að sögn framkvæmdastjóra þeirra, Péturs Sveinbjarnarsonar. Er fréttamönnum fjölmiðla var kynnt starfsemi Viðskipta og verslunar, var sá fundur haldinn i elsta verslunarhús- næði höfuðbor gar innar, Silla og Valda-versluninni i Aðalstræti. Þar sagði Sigurður Gunnarsson, formaður fram- kvæmdanefndar samtakanna, að nú á dögum væru verslun og viðskipti forsenda þeirrar verkaskiptingar, sem nútima þjóðfélög og lifskjör byggðust á. Hann sagði ennfremur að það hefði verið vaxandi áhyggjuefni þeirra, er i at- vinnurekstri störfuöu, hve nei- kvæða afstöðu almenningur tæki gagnvart atvinnulifinu. Væru þeir, sem i atvinnu- rekstri stæðu, imynd auðs og valda i hugum margra. Til- gangur samtakanna er einnig að geyma heildaryfirlit yfir stöðu verslunar i landinu, en þetta verkefni verður unnið i samráði við stjórnarnefnd, sem hefur samstarf við ýmis samtök og stofnanir. Stofnunin fær svo upplýsingar frá ýms- um samtökum i verslun og viðskiptum til frekari miðl- unar. Aðilar að samtökunum eru: Bilgreinasambandið, Félag islenskra stórkaup- manna, Kaupmannasamtök Is- lands, Landsamband islenskra verslunarmanna, Lifeyris- sjóður verslunarmanna, Verslunarbanki íslands hf., Verslunarniannafélag Reykja- vikur og Verslunarráð Islands Undirrituðu þessir aðilar sam- starfssamning þann 11. júli 1979 og nær hann i fyrstu til tveggja ára. I starfsáætlun samtakanna er gert ráð fyrir ellefu við- fangsefnum á þessu ári. Það fyrsta hefst I lok febrúar og verður það almennt kynningar- starf á islenskri innflutnings- verslun, i aprilmánuði verður islensk smávöruverslun kynnt og siðan verður kynningar- starf um „Starfsmanninn i verslun.” A árinu 1980 verða gefnir út 4 fregnamiðar, sem dreift verður til viðskiptavina i verslunum, auk þess fer fram vöruver ðs ky nning. I fregnamiöum sem blaða- mönnum voru afhentir segir að örar verðhækkanir hafi rýrt veltufé verslunarinnar. Skýrslur sýni að velta versl- ana á fyrstu 6 mánuðum ársins 1979 hafi dregist saman að raungildi, og var samkvæmt heimildum Þjóöhagsstofnunar svo komið i mars 1979, að hagnaður sem hlutfall af tekjum var kominn i 0,2% i verslun i heild, en hafði verið 2,2% á árinu 1976. iðtÍÍF NÝJASTA UPPSKRIFTIN - JANÚAR ’80 NR.16 ERKOMINÍBÚÐIR. LÁTIÐ NR.16EKKI VANTA í UPPSKRIFTABÓKINA. Upplýsingabæklingar liggja frammi í öllum afgreiðslum bankans. Samvinnubankinn og útibú um land allt. Sparivelta Samvinnubankans: Lánshlutfall allt Fyrirhyggja í fjármálum er það sem koma skal. Þátttaka í Spariveltu Samvinnubank- ans er skref í þá átt. Verið með í Spariveltunni ogykkur stendur lán til boða. Láns- hlutfall okkar er allt að 200%. Gerið samanburð. CO <CV n límið sem límir alltaðþví allt! FÆST I BYGGINGA- OG JÁRN- VÖRUVERSLUNUM UM LAND ALLT. HEILDSÖLUBIRGÐIR: XÆKNIMIÐSTÖÐIN HF S. 76600 RAKARAST0FAN KLAPPARSTÍG 29 MYLF.TO gt'fur gráum hárum sinn upprunalega lit. MYLF.TO gegn gráum háruin. PÓSTSENDUM RAKARAST0FAN KLAPPARSTÍG 29 SÍM112725.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.