Vísir - 28.01.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 28.01.1980, Blaðsíða 22
vtsm kS* I t *\ kk *» Mánudagur 28. janúar 1980 26 H.S.S.H. Hugrœktarskóli Sigvalda Hjálmarssonar Gnoðarvogi 82/ Reykiavík, sími 32900. Athygliæfingar, hugkyrrð, andardráttaræfingar, hvíldariðkun. Innritun alla virka daga frá kl. 11.00-13.00. Næsta námskeið hefst 2. febrúar nk. H.S.S.H. I Smurbrauðstofan BJORIMirMN Njólsgötu 49 — Sími 15105 OPIÐ KL. 9—9 Allar skreytingar unnar áf fagmönnum. _________________ Naoq bllaitaBI a.m.k. á kvoldln iii (>Mt VM\rm II \l \ \KS I U III Simi 127 PifiEK /ÞJONA ÞUSUNDUM! Góð reynsla þeirra fjölmörgu sem auglýsa reglulega í þjónustuauglýsingum Vísis er til vitnis um ágæti þeirra og áhrifamátt. i JJ ifttmi ZS- $*jj KShJll L. þÉiuL — 0 ði ■x 'Ó® Ef þú býður þjónustu af einhverju tagi er smáauglýsing í Vísi sterkasti vettvangurinn til viðskipta, þar eru þær lesnar af tugþúsundum og þjóna þúsundum. VÍSIR’S86611 smáauglýsingar Leiöin til bættr- ar stiórnsýslu Ávöxtur margræddrar stjórnlagabreytingar um að- skilnað löggjafar — og framkvæmdavalds yrði meiri festa og öryggi i stjórn landsins og jafnframt yrði girt fyrir tiðar, skaðlegar og jafnvel þjóðhættu- legar stjórnarkreppur. Hvað er stjórnar- kreppa? Stjórnarkreppa á sér venju- legast stað að afloknum Al- þingiskosningum, þegar valda- jafnvægi i þinginu er svo náið millum striðandi stjórnmála- flokka, að enginn þeirra getur tryggt sér öruggan og sam- stilltan meirihluta. Það er það ástand, þegar atvinnustjórn- málamenn þrátta og þrefa um stefnumál flokka sinna, deila um eftir hvaða formúlu skuli stjórna, eyða jafnvel enn lengri tima i karp um, hver eigi að sitja i þessu eða hinu sætinu, og þaö, sem mesta furðu vekur, oft án þess aö spyrja um hæfileika þeirra, sem sætineiga aö skipa. Og meðan á öllu þessu stendur, er allt látið reka á reiöanum, sem varðar stjórn landsins. Þannig er stjórnmálaástandið hér á landi i dag — i einu orði sagt: Hörmulegt ; Liðnir eru nærri tveir mánuðir frá siðust kosningum, ogenn hjakkar allt I sama farinu og áður, þar sem best lætur, eöa sigur hratt á hina verri sveif. Hver-ju er um að kenna? Fróðlegt er að staldra við og virða þetta ömurlega ástand fyrir sér — en ekki að sama skapi skemmtilegt. Hversu oft hafa ekki þeir ráöherrar, sem eru að hrökklast frá völdum, boriö þvi við i innfjálgum ræð- um, að ekki hafi verið hægt aö stjórna vegna ágreinings mill- um samstarfsflokkanna, og að ekki hafi á þingi veriö nógu af- gerandi samstilltur meirihluti, alltaf þyrftu samsteypustjórnir tveggja eða fleiri flokka eftir atvikum að vera að slá af stefnumálum sinum á vixl, og þvi yrði öll stjórnun svo laus i reipum, sem raun hefur marg- oft borið vitni. Ef til vill kann eitthvað að verahæft i þessum afsökunum, en séu þessir herramenn svo ósamstilltir sem þeir hafa sjálfir lýst yfir margsinnis og afsakað sig með, séu þeir, hver i sinu horni, aöeins að hugsa um sinn pólitiska flokk fari timi þeirraaö mestu leyti í innbyrðis jag og tilraunir til aö ná pólitiskum höggstað hver á öðrum, án þess aö láta sig á nokkurn hátt varða þjóðarhag, þá er kominn ti'mi tii að þjóðin taki i taumana. Þótt eitthvað kynni samt að vera hæft I afsökunum þessara hrjáðu manna, þá erhöfuðorsök , þessa hörmulega stjórnleysis, sem nú herjar islenska þjóð, allt annars eðlis. Þaö eru, eins og áður hefur veriö bent á, rangar leikreglur, sem þessum voða valda. Skýring á þýðingar- mesta stjórnarskrár- atriðinu. Margir hafa óskað eftir nánari skýringum á þýðingar- mesta stjórnarskráratriðinu, aðskilnaöi löggjafar- og fram- neöanmóls „Hvers vegna er ekki hægt að stiga þetta skref til fulis og taka upp nýja kjördæmaskipun, sem jafni til fulls rétt fslenskra kjós- enda f þingkosningum hvar á landinu sem kosningaréttar er neytt og aðskilja tafarlaust lög- gjafarvald og framkvæmda- vald?” spyr ólafur E. Einars- son I grein sinni. kvæmdavalds, og skal þvi leit- ast við að skýra það, lið fyrr lið, eftir bestu getu i stuttu máli: I 2. grein stjórnarskrár lýð- veldisins er kveöið svo á: „Al- þingi og forseti Islands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdavaldið. Dómendur fara með dómsvaldið”. Þannig hljdðar þá bessi þýð- ingarmikla grein i stjórnarskrá okkar, stutt en umdeild. Ekki fer á milli mála, að bæöi lög- gjafar- og framkvæmdavaldið er í höndum Alþingis. En hvers vegna ekki dómsvaldið? Einfaldlega vegna þess, að ekki hefur verið talið rétt að blanda sliku saman af ótta viö, aö dóm- araryröu fyrir slikum áhrifum innan veggja Alþingis, sem gætu haft i för með sér vafa- samar dómsniðurstöður, og þvi eru hæstaréttardómarar ekki kjörgengir. Ætli það væri ekki hollt, að sama gilti um ráðherra — að þeir mættu ekki sitja á Alþingi jafnhliða þvi, að þeirgegni ráð- herraembætti? Þannig lita að minnsta kosti ýmsar aðrar þjóðir á, t.d. Norðmenn. Varla leikur nokkurvafiá þvi, að með aðskilnaði þessara tveggja þátta valdsins væri um leið búið að girða fyrir þessar margendurteknu stjórnar- kreppur. Sú er aö minnsta kosti reynsla annarra þjóða. Ráð- herrar, sem skipaöir yrðu til fjögurra ára i senn, sætu að sjálfsögðu sitt kjörtimabil, svo fremi að þeir fremji ekki ein- hver embættisafglöp. Hvort muna menn ekki eftir verkföllum og afgreiðslubönn- um á helstu útflutningsafurðir landsmanna, sem ófyrirleitnir stjórnarandstæðingar hrundu af staðmeð það fyrst og fremst að markmiði að fella rikjandi stjórn? Slikt hefur komið fyrir hér á landi og stundum tekist. Málamiðlun í smá- skömmtum. Það kom fram i sjónvarpi fyrir skemmstu, að einhverra tillagna muni senn að vænta i stjórnarskrármálinu. Elsti starfandi þingmaður okkar, Gunnar Thoroddsen, var meðal þátttakendaoghelstá honum að heyra, aö eitthvað væru þessi mál að þokast áfram og þykir vist flestum timi til þess kominn eftir nær tiu ára störf stjórnar- skrárnefndar. En það mátti einnig heyra á þingmanninum, aðekki mundi ætluninað leggja fram neinar tillögur um afger- andi breytingar á stjórnar- skránni. heldur verði þetta ein- hvers konar málamiölunartil- lögur i smáskammtaformi. Virðist þvi öruggt, aö máliö leysist ekki til fulls, svo að enn verði að hefja róðurinn á ný að fáum árum liðnum — ef ekki þegar i stað. Hvers vegna er ekki hægt að stiga þetta skref til fulls? Taka upp nýja kjördæmaskipun, sem jafni til fulls rétt islenska kjós- enda i þingkosningum hvar á landinu sem kosningaréttar er neytt og aðskilja tafarlaust lög- gjafarvald og framkvæmda- vald? Þráii fyrir „samKeppni til fækkunar umferðarslysum”: llmferðarslysum flölgaði 1979! 1 byrjun árs 1979 ákváöu um- ferðarnefndir 5 stærstu kaupstað- anna að koma á „.samkeppni til fækkunar umferðarslysum”. Var tilgangur þeirra að auka áhuga fólks fyrir bættri umferð og reyna á þann hátt aö fækka slysum. A fyrstu þremur ársfjórðung- um 1979 fækkaði slysum i þessum kaupstöðum miðaö viö sömu mánuði árið áður, en á síðustu 3 mánuöum fjölgaði slysunum mjög.þannigaöá árinu 1979 sam- tals fjölgaöi umferöarslysum, segir i frétt frá Umferðarráði. Þessi aukning slysa á vetrar- mánuðunum bendir til þess að vegfarendur verði að taka betur tillit til breyttra akstursskilyröa. Út úr þessari samkeppni kom Hafnarfjöröur hlutfallslega best. \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.