Vísir - 28.01.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 28.01.1980, Blaðsíða 23
VÍSIR Mánudagur 28. janúar 1980 27 Umsjón Sigurveig Jónsdótt- ir i Otvarp (kvðld kl. 19.40: „Ekki hægt annað en að minn ast á stjórnarkreppuna” Halldór Kristjánsson frá Kirkju- bóli. „Það er ekki hægt annað en að minnast eitthvað á stjórnar- kreppuna,” sagði Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli i samtali við Visi, en hann mun ræða um daginn og veginn i útvarpinu i kvöld. Halldór sagöist ætla að fjalla um ýmsar hugmyndir um stjórn- skipulag og fleira í tengslum við þá stjórnarkreppu sem nU rikir hér á landi. Einnig hyggst hann taka fyrir stefnumörkun Heilbrigðisstofn- unar Sameinuðu þjóðanna i áfengismálum, sem tekin var i Genf i fyrravetur. „Mér finnst fréttamenn litið hafa gert af þvi að kynna þá stefnuhér,” sagðihann. „Það er eins og þeim finnist þetta engin tiðindi. Framkvæmdastjóri Heilbrigð- isstofnunarinnar, Mahler, lagði fram á þingi stofnunarinnar i Genf skýrslu um áfengismál og var hiin rædd og ályktun sam- þykkt um efni hennar. Þar segir að heilbrigðisstofnun- in he iti á a ðilda rþjóðirnar a ð t aka upp baráttu gegn áfengisbölinu með þvi að takmarka sölu áfengis, hafa eftirlit með vlnveit- ingastöðum og efla bindindis- starfssemi. Þegar hefur verið unnið mikið að þessu vlða um lönd, en hér virðist það enga at- hygli hafa vakið.” — SJ Sjónvarp I kvöid ki. 21.15: Róbert Eliasson kemur aftur heim frá útlöndum I kvöld. Þetta sjónvarpsleikrit Daviðs Oddsson ar var áður sýnt fyrir rúmum tveim árum og féll þá nokkuð vel I land ann. Leikritið fjallar á gamansaman hátt um hið ljúfa líf efnamanna. Róbert Eliasson er aðstoðarfor- stjóri tryggingarfyrirtækis. Hann hefur verið i viðskiptaferð i út- löndum, en kemur glaður og reif- ur heim degi fyrr en áætlað var. Þar fellur þó heldur betur á hon- um brúnin, þegar hann uppgötvar að konan hans er ekki einsömul heima. Hann hyggur á hefndir en veit ekki að vinur frúarinnar er enginn annar en forstjóri fyrir- tækisins. Málið fer því eilítið úr böndum. Pétur Einarsson fer með hlut- frúna og Þorsteinn Gunnarsson verk aðstoðarforstjórans. Anna leikur vin hennar, forstjórann. Kristin Arngrimsdóttir leikur —SJ Róbert EHasson (Pétur Einarsson) situr að snæðingi með eiginkonunni ótrúu (önnu Kristinu Arngrimsdóttur). ENDURSÝNDUR GAMANLEIKUR UM ÞRlHYRNINGINN EILÍFA utvarp MÁNUDAGUR 28. janúar 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tónleika syrpa. Létt- klassisk tóiilist, dans- og dægurlög og lög leikin á ýmis hljóðfæri. 14.30 Miðdegissagan: „Gat- an” eftir Ivar Lo-Johans- son. Gunnar Benediktsson þýddi. Halldór Gunnarsson les (22). 15.00 Popp. Þorgeir Astvalds- son kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar. Hans Vogt-Basel stjórnar hljóm- sveit, sem leikur forleik eft- ir Armand Hiebner/ Sin- fóniuhl jómsveit Islands leikur tslenska svítu eftir Hallgrim Helgason, Páll P. Pálsson stj./ Sinfóniuhljóm- sveitin i Westphalen leikur Sinfóniu nr. 3 op. 153 eftir Joachim Raff, Richard Kapp stj. . 17.20 Útvarpsleikrit barna og unglinga: „Lars Hinrik” eftir Walentin Chorell. Aður útv. I april 1977. Þýðandi: Silja Aöalsteinsdóttir. Leik- stjóri: Briet Héðinsdóttir. Leikendur: Jóhanna K. Jónsdóttir, Stefán Jónsson, Kristin Jónsdóttir, Guörún Asmundsdóttir, Jóhann Hreiðarsson, Helgi Hjörvar, Sif Gunnarsdóttir, Guðný Sigurjónsdóttir og Hrafn- hildur Guðmundsdóttir. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Arni Böðvarsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli talar. 20.00 Við, — þáttur fyrir ungt fólk. Umsjónarmenn: Jór- unn Siguröardóttir og Arni Guðmundsson. 20.40 Lög unga fólksins. Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir kynnir. 21.45 Útvarpssagan: „Sólon islandus” eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Þorsteinn ö. Stephensen les 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Tækni og visindi. PáU Theódórsson eðlisfræöingur talar að nýju um nokkrar nýjungar i rafeindatækrii. 22.55 Tónleikar Sinfóniu- hljómsveitar lslands i Há- skólabiói á fimmtud. var, — siðari hluti 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Mánudagur 28. janúar 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Múmín-álfarnir 20.40 tþróttir Umsjónarmaður ‘ Bjarni Felixson. 21.15 Róbert Eliasson kemur heim frá útlöndum s/h Sjónvarpsleikrit eftir Davlö Oddsson. Leikstjóri Haukur J. Gunnarsson. Meöal leikenda Pétur Einarssón, Anna Kristin Arngrimsdótt- ir, Siguröur Karlsson, Þorsteinn Gunnarsson, Björg Jónsdóttir og Baldvin Halldórsson. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. Frum- sýnt 4. desember 1977. 22.05 Suðrið sæla. Þriðji og, siöasti þáttur. Dixieland Vlða I Suðurrikjunum er borgarastyrjöldin enn viö lýði I hugum fólks, og grunnt er á kynþáttahatri. Meðal annarra er rætt viö Walace, rikisstjóra og Stór- dreka Ku Klux Klan. Þýö- andi og bulur Jón O. Ed- wald. 23.05 Dagskrárlok. Hverju reiddust óiympsgoðin? * Mjög hefur veriö lagt að for- ustumönnum I Iþróttalifi á Vesturlöndum að hætta við þátt- töku I dlympluleikunum I Moskvu I sumar. Jimmy Carter og Margaret Thatcher hafa haft forustu um áskoranir I þessu efni, og vilja með þvísvarainn- rás Sovétrikjanna i Afganistan. tþróttamenn viðast hvar una þessu illa, sem vonlegt er, enda lita þeir svo á, að hlaup og stökk geti vart talist pólitisk eða hern- aðarleg, og ólympfuleikar séu I sjálfu sér iþróttahátið hvar svo sem hún er haidin. Staðsetning þeirra sé algjört aukaatriði, og svo hafi alltaf verið i raun frá þvi þeir voru teknirupp að nýju á seinni hluta slðustu aldar. Þótt ólympluleikar séu að þessu sinni haldnir I Moskvu, séu þeir þar með ekki orðnir hátlð Sovét- rikjanna, heldur séu þeir áfram hátið iþróttanna i heiminum, og allra þeirra iþróttamanna, sem eiga heimangengt. Maður hefur tilhneigingu til að taka undir þessar röksemdir skynseminnar. Riki hafa fallið. risið og heimsstyrjaldir hafa verið háöar, án þess að ólympluleikar hafi veriö lagðir niður til langframa. Stórdeilur milli rikja hafa ætíð verið uppi á friðartlmum og takmörkuð hernaðarátök. Orðastrlð geisar nú út af littskiljanlegum atburö- um, sem eru á valdi sovéskra stjórnvalda, og má þar minna á handtöku Sakarovs til viðbótar innrásinni I Afganistan. Vegna stórveldisaðstöðu Sovétrikj- anna þykir innrásin jaðra við ögrun við heimsfriðinn. Þótt stórfelld landvinningastrið séu háð t.d. i Afriku, sletta menn bara I góm. Þannig er dæmið um samviskuna ekki einhiitt. Enginn skyldi lá forustuliði Bandarikjanna og Bretlands, þótt þaö vilji hafa uppi nokkur mótmæli við Sovétrikin, og vilji jafnframt ráða þvi hvaða þegn- ar landa þeirra gerast gistivinir Sovétrikjanna á dlympiuleikj- um. En þaö hefurnú áður gerst, aö ólympiuleikar hafi verið haldnir i skugga mikilla átaka. Þar tókst þeldökkum manni að vinna slikan sigur á hinni arisku kenningu, aö það eitt sér yljaði mönnum langt fram i siðari heimsstyrjöld. tþróttamenn á Vesturlöndum eiga væntanlega það helst erindi til Moskvu að láta metum rigna yfir andstæð- inga Sakarovs, þar sem þeir standa á heiðurspaili úl að horfa á syni byltingarinnar sigra. Snorri goði var frægur af vits- munum, sem stundum þóttu notaðiraf nokkurri blendni. Þaö var hann, sem sagöi: Hverju reiddust goðin þegar jörð brann þar sem nú stöndum vér, þegar jarðeldur var kominn upp sam- timis deilumáli og menn tóku fyrir jartein. Þegar Snorri mælti þetta stóð hann á gömlu hrauni. Fyrir utan að vera hin fyrstu jarðfræðilegu visindi, sem maðurhefur haftspurnir af á tslandi, var setningin hin gleggsta og setti niöur deilu. Ólympiuleikarnir eru hið gamla hraun. An þess að það sitji á Svart- höfða aðbiöja ofbeldifriðar, vill hann nú benda mönnum á að sækja ekki offari að grónum alþjóðlegum leikum út af stað- setningu þeirra einni saman. Ekki þarf að efa, að Sovéímenn hafamiklu tilkostaö aðtaka vel á móti iþróttamönnum, eins gestrisnir og þeir eru heim að sækja. Innrás þeirra I Afganist- an verður að svara utan iþrótta, einnig meðferð þeirra á Sakarov. Og þaö hefur sannar- lega skort töluvert á, aö þjóö- málastjórar á Vesturlöndum hafi látiö I sér heyra, sem hæfir voldugum og verðugum and- stæöingi. Þeir hafa i tima og ó- tlma kosið að hneigja höfuð sin á pólitiskum og hernaðarlegum vettvangi, þar sem manni skilst aö þeir teiji sig mega nokkurs. En istað þess að bíta f skjaldar- rendur vilja þeir taka ólymps- goðin i sina þjónustu. Við höfum hins vegar ekki haft spurnir af þvi að þau séu reiöari umfram aðra. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.