Vísir - 28.01.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 28.01.1980, Blaðsíða 1
íþróttir helgariimar llliilllllll Evrópukeppni meístaraliða í handknattleik: Pétur Pétursson og félagar töpuðu illa á heimavelli fyrir PSV Eindhaven. Feynoord fékk skeii Feyenoord, liöif) hans Péturs i hollensku knatt- spyrnunni, tapaði illilega 2. sætinu i deildarkeppninni þar i gær er liöið fékk PSV Eindhoven i heimsókn. Fyrir leikinn var búist vio sigri Feyenoord, en þaö fór á annan veg, PSV sigraði íneð þremur mörkum gegn engu, og stóð ekki steinn yfir steini hjá Feyenoord að þessu sinni. Við ósigurinn hrapaði Feyenoord niður I þriðja sætið.er með27 stig að lokn- um 19 leikjum, AZ '67 sem i gær sigraði Haag 2:1 er með 28 stig og er Ajax sem lékekkii gær vegna óveðurs efst með 32stig. Þessi lið hafa öll leikið 19 leiki, en næstu lið PSV Eindhoven og Utrecht eru með 24 stig að loknum 20 leikjum. gk-. Valsmenn meö annan fótinn í 4. umferð „Við erum auðvitað I sjöunda himni með þessi úrslit og eigum góða möguleika á að fá troðfulla Laugardalshöll um næstu helgi, auk þess að eiga alla möguleika á að slá Sviana út", sagði Már Gunnarsson, gjaldkeri hand- knattleiksdeildar Vals, eftir fyrri leik Vals og sænska liðsins Drott frá Halmstad i 3. umferð - Evrópukeppni meistaraliða i gær. Leikurinn fór fram i Halm- stad, og Drott sigraði aðeins með eins marks mun, 18:17 — og Valsmenn eiga þvi alla mögu- leika i siðari leiknum, sem fram fer hér heima n.k. sunnudag. Ólafur Benediktsson var hetja Valsmanna i Halmstad i gær. Hann varði eins og berserkur, þegar mest á reið og Valur var að vinna upp gott forskot Drott i siðari hálfleiknum. Alls varði hann 13 skot i leiknum, þar af þr jú vitaskot og þegar Ölafur er i þessum ham, mega andstæð- ingarnir vara sig. Þvi miður fyrir Val hefur Olafur verið i einhver jum öldudal i vetur, en nú kom hann upp og sýndi hver hann er á góðum degi. Þá var Þorbjörn Guðmunds- son mjög góður iþessum leik, en I heildina barðist liðið allt mjög vel sem sterk heild, og náði þannig þessum hagstæðu úr- slitum. Sviarnir höfðu ávallt frum- kvæðið i sinum höndum. Þeir komust strax i byrjun yfir, og staðan i hálfleik var 10:7 þeim i vil. I siðari hálfleiknum virtist stefna i stórsigur Drott, liðið komst i 17:11, en þá small allt saman hjá Val, ólafur varði eins og berserkur, vörnin var sterk og liðið skoraði 6 mörk gegn aðeins einu i lokakafla leiksins. Mörk Vals i gær skoruðu Þor- björn Guðmundsson 6, Stefán Halldórsson og Steindór Gunn- arsson 3 hvor, Bjarni Guðmundsson og Stefán Gunn- arsson2hvor og Þorbjörn Jens- son 1. gk— LOKEREN JÚK FORSKOT SITT Arnór Guðjohnsen og félagar hjá Lokeren i 1. deild belgisku knattspyrnunnar juku forskot sitt uppi3. stiger 21. umferð deildar^ keppninnar þar var leikin um helgina. Lokeren fékk þá Ant- werpen i heimsóknog sigraði með eina markinu sem skorað var i leiknum — Daninn Larsen skor- aði. Arnór lék þennan leik með Lokeren þó að hann hafi verið meiddur að undanförnu. En i leiknum tóku meiðslin sig upp, og hannvarðað yfirgefa leikvöllinn. Asgeir Sigurvinsson og félagar hjá StandardLiege léku á heima- velli sinum gegn Liege, ogsigraði Standard i þeirri viðureign 1:0. Þegar 21 umferð hefur verið leikin er staða efstu liða þannig að Lo keren er efst með 32 stig, FC Brugge kemur næst með 29, þá Standard Liege með 28 og Ander- lecht með 27. Illa gengurhjá La Louviére i 2. deildinni, en það er sem kunnugt er lið þeirra Þorsteins Bjarnason- ar og Karls Þorðarsonar. Þor- steinn fær ekki enn náð hjá for- ráðamönnum liðsins og situr ávallt á varamannabekk, og er talið liklegt að hann komi heim i vor. Karlleikur hinsvegar ávallt með og er besti maður liðsins. La Louviére er i mikilli fall- hættu i 2. deild, er I þriðja neðsta sætideildarinnarog má ekki mik- ið utaf bera, ef liðið á ekki að falla i 3. deild. gk-. / .z.s-i\r^ Ólafur Benediktsson — „Oliver" — var í slnum besta hant I Svíþjóö I gær og var maðurinn á bak við hin hagstæðu úrslit Valsmamiu þar gegn Drott. SENDA SKIP EFTIR ÖLLUM KEPPENDUNUM Arnór Guðjohnsen sem sést hér I leik með Lokeren meiddist I Ieik liðsins i gae- og varð að yfirgefa völlinn. Tveir islenskir handknatt- leiksdómarar, þeir Björn Kristjánsson og Karl Jónanns- son hafa verið valdir til aö ciæma i C-heimsmeistarakeppninni i handknattleik karla, sem hefst i Færeyjum í þessari viku. Þeir félagar halda áleiðis til Færeyja á morgun, en til að kom- ast þangað verða þeir að taka á sig stóran krók. Fljuga þeir héö- an — fram hjá Færeyjum og til Kaupmannahafnar, þar sem þeir fá far með SAS-vél til Fær- eyja á miðvikudaginn. Flestir aörir starfsmenn og keppendur á mótinu munu hittast i Aberdeen I Skotlandi, en þangað munu Færeyingar senda ferjuna sina Smyril eftir þeim. Flugferðir til Færeyja eru mjögstopular á þessum árstima og treystu hvorki forráðamenn keppninnar né liðin, sem eiga að nvæta i hana, á þær. Var þvi brugðiö á það ráö að senda Smyril eftir öllum hópnum, og ákveðið að sigla með með hann frá Aberdeen. Mikið er um aö vera I Fær- eyjum vegna C-heimsmeistara- keppninnar, og hafa heimamenn undirbúið allt af stakri kost- gæfni. Búist er við góðri aösókn að leikjum i keppninni, þvi að stórmót af þessu tagi og þátttaka erlendra liða frá svona mörgum löndum hefur aldrei fyrr átt sér stað i Færeyjum... "**P

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.