Vísir - 29.01.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 29.01.1980, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 29. janúar 1980 9 Hvergi er almennt tekiö jafnmikið tillit til fúlks, sem reykir ekki, eins og i farþegaflugi um heim allan RETTUR ÞEIRRA SEM EKKI REYKJfl ER Æ VfDAR VIRTUR Það þykir ekki lengur sjálfsagt að reykingamað- urinn geti dregið upp sígarettu og kveikt sér í nær hvar sem vera skal. Takmörkun og bann við reykingum fer hvarvetna vaxandi á samkomustöðum og í almennum farartækjum. Réttur þeirra sem ekki reykja fer stöð- ugt vaxandi og sífellt f leiri gera sér grein fyrir því að reykingamenn hafa ekki rétt til að valda öðrum heilsutjóni og óþægindum með því að eitra andrúms- loftið hvar sem þeir fara. L Fyrsta flokks veitingahús i Paris og New York, svo dæmi séu tekin, bjóða nú mörg hver upp á reyklaus borð. A þau eru sett skilti sem banna reykingar og hart er gegnið eftir þvi að þessum reglum sé framfylgt. Reykingar i almennings- farartækjum eru víða bannað- ar til dæmis i strætisvögnum, og járnbrautarfyrirtæki leggja áherslu á þaö i auglýsingum sinum að bestu vagnarnir séu reyklausir vagnar. Bestu sætin reyklaus Flugið er einn algengasti ferðamáti nútimans og þar hefur orðið mikil breyting á siðustu árum til að koma i veg fyrir að reykingamenn spilli andrúmsloftinu fyrir þeim sem ekki reykja. Algengasta að- ferðin er að fremri hluti flug- véla sé reyklaus en að öllum jafnaði er einmitt þægilegra aö sitja framarlega i hinum stóru farþegaþotum sem nú eru i notkun. Þetta hefur orðiö til þess að margir sem reykja kjósa að sitja i hinum reyk- laus a hluta flugvéla og s tilla sig alveg um að reykja þann tima sem flugferöin tekur. Þá er það einnig svo, að þegar margir sitja þétt saman i flugvél og reykja, veröur loftið svo ó- hreint að mörgum reykinga- manninum liður beinlinis illa. Farþegar fyrri til Margir hafa viljað koma á banni við reykingum i áætl- unarflugi, bæði af öryggis- og heilsufarsástæðum. En svo getur farið að flugfarþegar verði á undan yfirvöldum i aö stemma stigu við reykingum meðan á flugferð stendur. Flug Delta 436 frá Wes t Palm Beach á Florida til Atlanta i Georgiu sólfagran sumardag i íyrrasumar, gefur bendingu þar um. Hver af öðrum báðu farþegar um sæti i reyklausum hluta farþegarýmisins og mörkin fyrir reyklausa svæðið voru stöðugt færð aftar og aft- ar. Þegar allir farþegar höfðu gefið sig fram.kom i ljós, að a!i- ir sem einn höföu óskaö eftir sæti þar sem reykingar voru ekki leyfðar, en flugvélin var fullsetin. Flugtiminn til Atlanta var 88 minútur. Yfirmaður hjá Delta flugfélaginu i West Palm Beach sagði að þetta væri i fyrsta skipti sem flugvél frá félaginu hæfi sig á loft frá flug- vellinum án þess að nokkur farþegi óskaði eftir að fá að reykja meðan á ferð stæði. en hér var um venjulegt áætlunar- flug að ræða. Frakkar haröir Það er orðið algengara i mörgum löndum að leigubil- stjórar setji upp skilti i bilum sinum þar sem óskað er eftir þvi að farþegar reyki ekki. I opinberum byggingum er nú viöa farið að beita miklum tak- mörkunum við reykingum og sums staðar hafa þær jafnvel verið bannaðar. Frakkar hafa til dæmis bannað reykingar i pósthúsum og öörum opinber- um byggingum þar sem börn innan 16 ára aldurs koma. Heimilt er aö beita sektum allt að sem svarar til sjö þúsund islenskra króna ef bannið er ekki virt. —S.G. Talar dýramái og fær dýrln til að hlýða sér Francisco Duarte sem á heima nálægt Sao Sebastiao i Brasiliu er 17 ára gamall seinþroska unglingur á stærð við 10 ára dreng. Hann hefur þó þann einstæða hæfileika að geta talað við dýr og fengið þau til að hlýða sér, sem fæstir eða jafnvel enginn jafnaldri hans getur státað sig af. Duarte getur látið býflugur, vespur, kóngulær, snáka, fiska, froska, rottur og krókódila hlýða sér án þess að verða bit- inn eöa stunginn. Margir af þekktustu dulsál- fræöingum heims hafa rannsak- að þessa hæfileika hans og eru þeir allir sammála um að hér sé furðulegur hæfileiki á ferðinni. Einn þeirra Gary D. Richman, bandariskur dulsálfræðingur og ráðgjafi Brasilisku dulsálar- fræðistofnunarinnar, sagði aö ef hann hefði ekki séð þetta með slnum eigin augum og heyrt með eigin eyrum, þá hefði hann ekki trúað þessu. Hann sá Duarte fara að býflugnabúinu og segja þeim að setjast á hand- legg sinn og þær gerðu það. Sið- an sagði hann: „Stóra býfluga, fljúgðu i lófa minn” og drottn- ingarílugan flaug strax I hendur honum. Hann tók hana þá og setti hana á handlegginn og sagði öllu býflugnabúinu að fylgja henni. Samstunids flugu þúsundir býflugna á handlegg- inn. Duarte sagði þeim að fara upp handlegginn og hylja and- litið, svo lét hann allar fara nema sex og að lokum sagði hann þeim að fara llka. Ollum þessum skipunum hlýddu þær á meðan að hann talaði til þeirra i hljóðlátu hvisli. En hæfileikar Duartes eru ekki eingöngu takmarkaðir við býflugurnar. Annar þekktur dulsálfræðingur, Martha Baros frá Rio de Janeiro sá hann fara niöur að tjörn og stinga hendinni I vatnið. Nokkrir fiskar syntu að hendinni. Hann tók þá höndina upp úr vatninu og lagði handar- bakiö við vatnsyfirborðiö og sagði einum fisknum að synda upp i höndina, sem einn þeirra oggerði. Hann sagði fisknum að opna og loka munninum, hreyfa uggana og siðan vera kyrr. Allt þetta gerði fiskurinn. Að lokum sagöi hann fiskinum að fara. Svipaða sögu er að segja um önnur dýr eins og t.d. ban- eitraða snáka sem hann getur skipað að reka út úr sér tung- una, hringa upp á sig og vefja sig utan um hálsinn á honum. Duarte er einn 13 barna fá- tækrar fjölskyldu og vinnur að hluta fyrir fjölskyldunni með þessum hæfileikum. Dulsál- fræðingarnir hafa enga skýringu á fyrirbærinu, en Du- arte segir að hæfileikinn sé guðs gjöf. Býflugur hylja handlegg og háls Francisco Duartes, eins og hann skipaði þeim að gera. Ekki varð honum meint af.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.